Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 28
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Á nýjum hljómdiski, Langt fyrir utan
ystu skóga, syngur Ásgerður Júníus-
dóttir sönglög eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, Björk Guðmundsdóttur og
Magnús Blöndal Jóhannsson. „For-
sagan er sú að á bókmenntahátíð fyrir
einu og hálfu ári flutti ég þrjú lög eftir
íslensk tónskáld sem hafa fengið tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs,
Hauk Tómasson, Atla Heimi Sveins-
son og Björk Guðmundsdóttur,“ segir
Ásgerður. „Ég var þarna að frum-
flytja tvö ný verk eftir Atla Heimi og
Hauk og nýja útsetningu eftir Jónas
Sen á lagi eftir Björk. Hrefna Har-
aldsdóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar, var á þessari opnun og
bauð mér að halda tónleika á Listahá-
tíð með þessum nýju útsetningum
Jónasar og fleiru. Í kjölfarið kemur
svo þessi diskur.“
Meðleikarar á disknum eru Jónas
Sen sem leikur á slaghörpu, sembal,
selestu, hammond- og pípuorgel, og
Sveitin, djasskvartett sem settur var
saman fyrir upptökur disksins en í
honum eru Pétur Grétarsson, Þórður
Högnason, Kjartan Valdemarsson og
Óskar Guðjónsson.
Frumkvöðlar á sínu sviði
Á disknum er heimsfrumútgáfa út-
setninga Jónasar Sen á sönglögum
Bjarkar Guðmundsdóttur, sem pant-
aðar eru af Björk og unnar í samstarfi
við hana. Þessar nýju útsetningar
koma svo út í tveimur bókum seinna á
árinu. Á disknum er einnig nýr texti
eftir Sjón, eiginmann Ásgerðar, við
fyrstu tónsmíð Bjarkar, lagið Kjarval,
sem kom út á plötu þegar Björk var
tólf ára gömul.
Ásgerður hefur áður hljóðritað og
gefið út sönglög Magnúsar Blöndal
Jóhannssonar, en á þessum diski eru
þrjú þeirra sett í annan búning. Lög
Gunnars Reynis Sveinssonar eru svo
flutt í nýjum djassútsetningum. „Mér
fannst spennandi að gefa Gunnari
Reyni meira pláss og fara lengra inn í
djassinn. Ég er mjög ánægð með djas-
sútsetningarnar á lögum Gunnars
Reynis og finnst þær gefa plötunni
meiri breidd,“ segir Ásgerður. „Þetta
er í fyrsta skipti sem ég syng djass og
þá er túlkun mín öðruvísi en til dæmis
í lögum Bjarkar þar sem ég legg ríka
áherslu á texta hennar,“ segir Ásgerð-
ur.
En eru þessi tónskáld mjög ólík?
„Nei, þvert á móti,“ segir Ásgerður.
„Þau eru ansi lík og hafa sérstöðu í ís-
lenskri tónlistarsögu, eru öll þrjú
frumkvöðlar á sínu sviði og eru að
ryðja brautina. Þau eru með annan
fótinn í klassík og hinn í poppi, djassi,
leikhús- eða raftónlist. Mikið af þess-
ari tónlist er að mínu mati létt og
skemmtileg og mér finnst ákveðinn
sjarmi birtast í henni sem er
heillandi.“
Langt fyrir utan ystu skóga er
þriðji hljómdiskur Ásgerðar, en áður
hafa komið út Minn heimur og þinn,
ljóð og lög eftir íslenskar konur, og Í
rökkri, sönglög Magnúsar Blöndal Jó-
hannssonar. Báðir diskarnir hlutu
góðar viðtökur gagnrýnenda og voru
tilnefndir til Íslensku tónlistarverð-
launanna.
Sungið í gondól
Þessa dagana býr Ásgerður í Berlín
ásamt eiginmanni sínum Sjón. Þau
hafa búið þar í tæpt ár og flytja heim í
sumar. „Það er yndislegt að vera í
Berlín þar sem er mikil gróska í list-
um,“ segir Ásgerður.
Nýlega var hún í Feneyjum til að
taka upp söng sem er hluti af framlagi
Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á
Feyneyjatvíæringnum. Söngurinn
verður á myndbandi sem er hluti
verksins en Ásgerður mun koma fram
í júní við opnunina og syngja fyrir
gesti. „Það var algert ævintýri að vera
í Feneyjum og taka þátt í verki Libiu
Ásgerður „Það reyndi óneitanlega á jafnvægisskynið að standa á háum hælum og kvöldkjól í gondól og syngja
krefjandi verk af krafti á meðan við sveigðum hjá öðrum góndólum.“
Tónskáld með sérstöðu
Ásgerður Júníusdóttir sendir frá sér nýjan hljómdisk Syngur sönglög eftir þrjú íslensk tónskáld
Söng nýlega í gondól í Feneyjum Stefnir á að fara nýjar leiðir með óperuformið
og Ólafs. Ég stóð og söng nýtt, mjög
flott verk eftir Karólínu Eiríksdóttur
ásamt gítarleikara og trompetleikara
á gondól sem sigldi um síki borg-
arinnar. Þetta vakti mikla eftirtekt
vegfarenda og íbúa og það var sér-
stakt að sjá þegar fólkið opnaði glugga
og hlera á þessum fornu húsum til
þess að kíkja út þegar við sigldum hjá
og tónlistin ómaði. Það reyndi óneit-
anlega á jafnvægisskynið að standa á
háum hælum og kvöldkjól í gondól og
syngja krefjandi verk af krafti á með-
an við sveigðum hjá öðrum gondólum
og renndum undir gamlar steinbrýr.
Það rennur auðsjánlega ennþá eitt-
hvert sjómannsblóð um æðarnar því
þetta tókst með ágætum, ég hélt jafn-
væginu og ég datt ekkert út í.“
Í Berlín hefur Ásgerður unnið með
píanóleikara sem starfar við Þýsku
óperuna. „Ég er klassískt menntuð
óperusöngkona og mig langar jafnvel
til að feta mig aðeins meira inn á það
svið,“ segir hún. „Ég hef lengi haft
hug á að reyna nýjar leiðir með óp-
eruformið. Það er vandasamt verk ef
vel á að takast og margt sem þarf að
koma saman til þess að úr verði heild-
stætt og gott verk. Hvort sem verið er
að setja á svið gamla óperu eða semja
nýja. Ég átti mér lengi draum um að
koma á svið nýrri íslenskri óperu og
var reyndar komin ansi langt á veg
með að hrinda þeim draumi í fram-
kvæmd. Því miður valdi ég til sam-
starfs tónskáld sem ekki réð við verk-
ið og það hleypti öllu verkefninu í
uppnám. Þetta voru ákveðin vonbrigði
sem sýna þó enn og aftur að þetta er
vandasamt listform sem ekki er á allra
færi. Ég ákvað eftir þessa reynslu að
leggja drauma um íslenska óperu til
hliðar í bili og stúdera vandlega óp-
erur ýmissa meistara úr óperusögunni
sem mér finnst spennandi. Það er ekki
ólíklegt að ég nýti mér þessa vinnu frá
Berlín á næstunni í nýju verkefni sem
ég er að vinna að.“
Í haust verður Ásgerður svo með
djasstónleika í tengslum við djasshá-
tíð. Þegar hún er spurð hvort henni
þyki gaman að koma fram opin-
berlega segir hún: „Mér líður alltaf vel
á sviði en það er nauðsynlegt að fá að
vera í friði inn á milli og grúska. Mér
finnst ekki þægilegt að koma of oft
fram.“
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011
Ásgerður Júníusdóttir,
messósópran, hefur komið
fram sem söngkona og leik-
kona á tónleikum, leiksýn-
ingum og listahátíðum í
Reykjavík, London, París,
Berlín, Stokkhólmi og víðar
um Evrópu.
Hún hefur einbeitt sér að
20. og 21. aldar tónlist og
frumflutt verk eftir fjölda nú-
lifandi tónskálda. Má þar
nefna Jórunni Viðar, Atla
Heimi Sveinsson, Hauk Tóm-
asson, Peter Bruun, Karólínu
Eiríksdóttur og Ragnhildi
Gísladóttur. Á leiksviði hefur
Ásgerður meðal annars sung-
ið hlutverk Carmenar í sam-
nefndri óperu Georges Bizet
í Borgarleikhúsinu í Reykja-
vík, titilhlutverk í íslenskri
frumuppfærslu á Madonnu
Furioso eftir Bertil Palmar
Johansen, Skuggaprinessuna
í Skuggaleik eftir Karólínu
Eiríksdóttur, ásamt því að
leika og syngja í einleiks-
óperunni Miðlinum eftir Pet-
er Maxwell Davies, og leik-
sýningunum Common
Nonsense og Hnykli.
Víðförul
söngkona
SÖNGKONAN
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
:
Þann 20. maí gefur Morgunblaðið út
sérblað Ferðasumar 2011
ferðablað innanlands.
Ferðablaðið mun veita upplýsingar um
hvern landshluta fyrir sig.
Ferðablaðið verður aðgengilegt á mbl.is.
Ferðablaðinu verður einnig dreift á
helstu Upplýsingamiðstöðvar
og bensínstöðvar um land allt.
MEÐAL EFNIS:
Fjölskylduvænar uppákomur um land allt.
Hátíðir í öllum landshlutum
Gistimöguleikar.
Ferðaþjónusta.
Útivist og náttúra.
Uppákomur.
Skemmtun fyrir börnin.
Sýningar.
Gönguleiðir.
Tjaldsvæði.
Skemmtilegir atburðir.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. maí.
Ferðasumar 2011
ferðablað innanlands SÉ
R
B
LA
Ð