Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Á nýjum hljómdiski, Langt fyrir utan
ystu skóga, syngur Ásgerður Júníus-
dóttir sönglög eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, Björk Guðmundsdóttur og
Magnús Blöndal Jóhannsson. ?For-
sagan er sú að á bókmenntahátíð fyrir
einu og hálfu ári flutti ég þrjú lög eftir
íslensk tónskáld sem hafa fengið tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs,
Hauk Tómasson, Atla Heimi Sveins-
son og Björk Guðmundsdóttur,? segir
Ásgerður. ?Ég var þarna að frum-
flytja tvö ný verk eftir Atla Heimi og
Hauk og nýja útsetningu eftir Jónas
Sen á lagi eftir Björk. Hrefna Har-
aldsdóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar, var á þessari opnun og
bauð mér að halda tónleika á Listahá-
tíð með þessum nýju útsetningum
Jónasar og fleiru. Í kjölfarið kemur
svo þessi diskur.? 
Meðleikarar á disknum eru Jónas
Sen sem leikur á slaghörpu, sembal,
selestu, hammond- og pípuorgel, og
Sveitin, djasskvartett sem settur var
saman fyrir upptökur disksins en í
honum eru Pétur Grétarsson, Þórður
Högnason, Kjartan Valdemarsson og
Óskar Guðjónsson. 
Frumkvöðlar á sínu sviði
Á disknum er heimsfrumútgáfa út-
setninga Jónasar Sen á sönglögum
Bjarkar Guðmundsdóttur, sem pant-
aðar eru af Björk og unnar í samstarfi
við hana. Þessar nýju útsetningar
koma svo út í tveimur bókum seinna á
árinu. Á disknum er einnig nýr texti
eftir Sjón, eiginmann Ásgerðar, við
fyrstu tónsmíð Bjarkar, lagið Kjarval,
sem kom út á plötu þegar Björk var
tólf ára gömul. 
Ásgerður hefur áður hljóðritað og
gefið út sönglög Magnúsar Blöndal
Jóhannssonar, en á þessum diski eru
þrjú þeirra sett í annan búning. Lög
Gunnars Reynis Sveinssonar eru svo
flutt í nýjum djassútsetningum. ?Mér
fannst spennandi að gefa Gunnari
Reyni meira pláss og fara lengra inn í
djassinn. Ég er mjög ánægð með djas-
sútsetningarnar á lögum Gunnars
Reynis og finnst þær gefa plötunni
meiri breidd,? segir Ásgerður. ?Þetta
er í fyrsta skipti sem ég syng djass og
þá er túlkun mín öðruvísi en til dæmis
í lögum Bjarkar þar sem ég legg ríka
áherslu á texta hennar,? segir Ásgerð-
ur.
En eru þessi tónskáld mjög ólík?
?Nei, þvert á móti,? segir Ásgerður.
?Þau eru ansi lík og hafa sérstöðu í ís-
lenskri tónlistarsögu, eru öll þrjú
frumkvöðlar á sínu sviði og eru að
ryðja brautina. Þau eru með annan
fótinn í klassík og hinn í poppi, djassi,
leikhús- eða raftónlist. Mikið af þess-
ari tónlist er að mínu mati létt og
skemmtileg og mér finnst ákveðinn
sjarmi birtast í henni sem er
heillandi.?
Langt fyrir utan ystu skóga er
þriðji hljómdiskur Ásgerðar, en áður
hafa komið út Minn heimur og þinn,
ljóð og lög eftir íslenskar konur, og Í
rökkri, sönglög Magnúsar Blöndal Jó-
hannssonar. Báðir diskarnir hlutu
góðar viðtökur gagnrýnenda og voru
tilnefndir til Íslensku tónlistarverð-
launanna.
Sungið í gondól
Þessa dagana býr Ásgerður í Berlín
ásamt eiginmanni sínum Sjón. Þau
hafa búið þar í tæpt ár og flytja heim í
sumar. ?Það er yndislegt að vera í
Berlín þar sem er mikil gróska í list-
um,? segir Ásgerður. 
Nýlega var hún í Feneyjum til að
taka upp söng sem er hluti af framlagi
Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á
Feyneyjatvíæringnum. Söngurinn
verður á myndbandi sem er hluti
verksins en Ásgerður mun koma fram
í júní við opnunina og syngja fyrir
gesti. ?Það var algert ævintýri að vera
í Feneyjum og taka þátt í verki Libiu
Ásgerður ?Það reyndi óneitanlega á jafnvægisskynið að standa á háum hælum og kvöldkjól í gondól og syngja
krefjandi verk af krafti á meðan við sveigðum hjá öðrum góndólum.?
Tónskáld með sérstöðu
L50098 Ásgerður Júníusdóttir sendir frá sér nýjan hljómdisk L50098 Syngur sönglög eftir þrjú íslensk tónskáld
L50098 Söng nýlega í gondól í Feneyjum L50098 Stefnir á að fara nýjar leiðir með óperuformið
og Ólafs. Ég stóð og söng nýtt, mjög
flott verk eftir Karólínu Eiríksdóttur
ásamt gítarleikara og trompetleikara
á gondól sem sigldi um síki borg-
arinnar. Þetta vakti mikla eftirtekt
vegfarenda og íbúa og það var sér-
stakt að sjá þegar fólkið opnaði glugga
og hlera á þessum fornu húsum til
þess að kíkja út þegar við sigldum hjá
og tónlistin ómaði. Það reyndi óneit-
anlega á jafnvægisskynið að standa á
háum hælum og kvöldkjól í gondól og
syngja krefjandi verk af krafti á með-
an við sveigðum hjá öðrum gondólum
og renndum undir gamlar steinbrýr.
Það rennur auðsjánlega ennþá eitt-
hvert sjómannsblóð um æðarnar því
þetta tókst með ágætum, ég hélt jafn-
væginu og ég datt ekkert út í.?
Í Berlín hefur Ásgerður unnið með
píanóleikara sem starfar við Þýsku
óperuna. ?Ég er klassískt menntuð
óperusöngkona og mig langar jafnvel
til að feta mig aðeins meira inn á það
svið,? segir hún. ?Ég hef lengi haft
hug á að reyna nýjar leiðir með óp-
eruformið. Það er vandasamt verk ef
vel á að takast og margt sem þarf að
koma saman til þess að úr verði heild-
stætt og gott verk. Hvort sem verið er
að setja á svið gamla óperu eða semja
nýja. Ég átti mér lengi draum um að
koma á svið nýrri íslenskri óperu og
var reyndar komin ansi langt á veg
með að hrinda þeim draumi í fram-
kvæmd. Því miður valdi ég til sam-
starfs tónskáld sem ekki réð við verk-
ið og það hleypti öllu verkefninu í
uppnám. Þetta voru ákveðin vonbrigði
sem sýna þó enn og aftur að þetta er
vandasamt listform sem ekki er á allra
færi. Ég ákvað eftir þessa reynslu að
leggja drauma um íslenska óperu til
hliðar í bili og stúdera vandlega óp-
erur ýmissa meistara úr óperusögunni
sem mér finnst spennandi. Það er ekki
ólíklegt að ég nýti mér þessa vinnu frá
Berlín á næstunni í nýju verkefni sem
ég er að vinna að.? 
Í haust verður Ásgerður svo með
djasstónleika í tengslum við djasshá-
tíð. Þegar hún er spurð hvort henni
þyki gaman að koma fram opin-
berlega segir hún: ?Mér líður alltaf vel
á sviði en það er nauðsynlegt að fá að
vera í friði inn á milli og grúska. Mér
finnst ekki þægilegt að koma of oft
fram.?
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011
Ásgerður Júníusdóttir,
messósópran, hefur komið
fram sem söngkona og leik-
kona á tónleikum, leiksýn-
ingum og listahátíðum í
Reykjavík, London, París,
Berlín, Stokkhólmi og víðar
um Evrópu. 
Hún hefur einbeitt sér að
20. og 21. aldar tónlist og
frumflutt verk eftir fjölda nú-
lifandi tónskálda. Má þar
nefna Jórunni Viðar, Atla
Heimi Sveinsson, Hauk Tóm-
asson, Peter Bruun, Karólínu
Eiríksdóttur og Ragnhildi
Gísladóttur. Á leiksviði hefur
Ásgerður meðal annars sung-
ið hlutverk Carmenar í sam-
nefndri óperu Georges Bizet
í Borgarleikhúsinu í Reykja-
vík, titilhlutverk í íslenskri
frumuppfærslu á Madonnu
Furioso eftir Bertil Palmar
Johansen, Skuggaprinessuna
í Skuggaleik eftir Karólínu
Eiríksdóttur, ásamt því að
leika og syngja í einleiks-
óperunni Miðlinum eftir Pet-
er Maxwell Davies, og leik-
sýningunum Common
Nonsense og Hnykli.
Víðförul
söngkona
SÖNGKONAN
??Meirafyrirlesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
:
Þann 20. maí gefur Morgunblaðið út
sérblað Ferðasumar 2011
ferðablað innanlands.
Ferðablaðið mun veita upplýsingar um
hvern landshluta fyrir sig.
Ferðablaðið verður aðgengilegt á mbl.is.
Ferðablaðinu verður einnig dreift á
helstu Upplýsingamiðstöðvar
og bensínstöðvar um land allt.
MEÐAL EFNIS:
Fjölskylduvænar uppákomur um land allt.
Hátíðir í öllum landshlutum
Gistimöguleikar.
Ferðaþjónusta.
Útivist og náttúra.
Uppákomur.
Skemmtun fyrir börnin.
Sýningar.
Gönguleiðir.
Tjaldsvæði.
Skemmtilegir atburðir.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. maí.
Ferðasumar 2011
ferðablað innanlands
SÉRBLAÐ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32