Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.05.2011, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Í gær var tilkynnt að Stykkishólms- bær hefði verið útnefndur EDEN- gæðaáfangastaður í Evrópu 2011 fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferða- þjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýj- un lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Stykkishólmur hef- ur eflst sem áfangastaður fyrir ferðamenn á síðustu árum og gegn- ir ferðaþjónusta æ mikilvægara hlutverki í atvinnusköpun og tekju- öflun bæjarins. Við uppbyggingu ferðaþjónustunnar hefur m.a. verið tekið mið af hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar um varðveislu menningarminja, sögu og náttúru. Eitt helsta aðdráttarafl Stykk- ishólms eru gömlu húsin sem hafa gengið í gegnum endurnýjun líf- daga og gegna nú mörg hver ferða- þjónustutengdu hlutverki.“ Fær verðlaun vegna gömlu húsanna Flott Gömlu húsin eru bæjarprýði. Kristinn Örn Björnsson píanó- leikari heldur burtfar- arprófstónleika sína frá Píanó- skóla Þorsteins Gauta í Norræna húsinu á sunnudag kl. 17:00. Á efnisskránni verða verk eftir J.S. Bach, L.W. Beethoven , F. Chopin og A. Skrjabin. Kristinn Örn Björnsson er fæddur 1990. Hann hóf nám í píanóleik árið 2000 hjá Guð- rúnu Birnu Hannesdóttur, en frá haustinu 2004 hefur hann stundað nám við Píanóskóla Þorsteins Gauta undir leiðsögn Þorsteins Gauta Sigurðs- sonar, fyrir utan veturinn 2007-2008, en þá nam hann hjá Svönu Víkingsdóttur. Tónlist Burtfararpróf Kristins Arnar Kristinn Örn Björnsson Píanóleikarinn kunni Maria João Pires heldur tvenna tón- leika í Hörpu þann 8. og 10 júlí næstkomandi. Á fyrri tónleik- unum leikur hún píanókonsert í d-moll k 466 eftir Mozart, en hún varð einmitt heimþekkt fyrir flutning sinn á verkum hans. Á seinni tónleikunum leikur hún einleiksverk. Pires er portúgölsk og hóf feril sinn sjö ára þegar hún flutti píanó- konserta eftir Mozart og níu ára gömul hlaut hún ein virtustu verðlaun Portúgala fyrir unga tónlist- armenn. Hún hefur leikið með mörgum þekktustu hljómsveitum heims og er sérstaklega þekkt fyrir flutning sinn á píanókonsertum Mozarts. Tónlist Maria João Pires leikur í Hörpu Maria João Pires Í dag kl. 16:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verk- um Hörpu Árnadóttur en sýn- inguna nefnir hún Mýrarljós. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík. Á meðan Harpa dvaldi á gestavinnustofunni Bæ síð- asta sumar í einstöku um- hverfi Skagafjarðar hélt hún óformlega dagbók í máli og myndum. Á staðnum urðu til listaverk með hjálp ólíkra miðla, úti undir beru lofti eða á gestavinnustofunni. Þá tók við frekari úrvinnsla í málverkum á vinnustofunni í Reykja- vík yfir veturinn. Sýningin er nátengd útgáfu nýrrar bókar, Júní, sem kemur út 1. júní. Myndlist Mýrarljós Hörpu Árnadóttur Mynd úr myndröðinni Júní. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Sýningin Sjónarmið – Á mótum myndlistar og heimspeki verður opnuð í dag í Listasafni Reykjavík- ur, en hún er í senn sumarsýning Listasafnsins og liður í Listahátíð í Reykjavík. Á sýningunni er að finna fjölmörg verk eftir íslenska og er- lenda samtímalistamenn sem verða skoðuð í öðru samhengi en áður hef- ur verið gert enda er verkunum ætl- að kveikja heimspekilega umræðu og vera innlegg í hana. Átta sýningarstjórar standa að sýningunni en þeir eiga það sameig- inlegt að vera heimspekimenntaðir eða hafa fengist við heimspekileg skrif. Samkvæmt fréttatilkynningu hafa þeir verið í fararbroddi í um- fjöllun og greiningu á íslenskri sam- tímalist út frá heimspekilegu sjón- arhorni. Þetta eru þau Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Gunnar J. Árnason, Gunnar Harðarson, Haf- þór Yngvason, Jón Proppé, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Oddný Eir Æv- arsdóttir og Ólafur Gíslason. Samræða um myndlist Margrét Elísabet segir Hafþór Yngvason, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, eiga heiðurinn af hug- myndinni að sýningunni en hann sé sjálfur heimspekimenntaður list- fræðingur með mikinn áhuga á tengslum heimspeki og listar. Þegar Hafþór hafi tekið við stöðu safn- stjóra Listasafns Reykjavíkur hafði hann búið og starfað í rúma tvo ára- tugi í Bandríkjunum. Við heimkom- una hafi hann veitt því eftirtekt að margir þeirra sem fást við að skrifa um myndlist hérlendis hafa bak- grunn í heimspeki og nálgist mynd- listina á heimspekilegum forsendum í skrifum sínum. „Hafþór fékk þá hugmynd að kalla þetta fólk saman og fá það í samræðu um samband heimspeki og myndlistar sem myndi síðan leiða til veglegra greinaskrifa. Greinarnar styðjast allar við ákveðnar heimspekikenningar en fjalla um leið um verk einstakra listamanna. Verkin sem rötuðu inn í greinarskrifin urðu síðan uppistaðan í sýningunni Sjónarmið,“ segir Mar- grét Elísabet. Hún bætir því við að þessi leið til að velja verk saman á samsýningu sé óvenjuleg þar sem sýningarstjórarnir séu margir og komi allir með sitt framlag. Í þessu fyrirkomulagi felist ákveðin áhætta því verkin séu ekki valin á sýninguna með heildarsvip endanlegrar út- komu í huga. Spurningum svarað Öll verkin hafa verið sýnd áður en ekki endilega saman og birtast því væntanlega í nýju samhengi á sýn- ingunni. „Það var ekki lagt af stað með ákveðið þema í byrjun annað en það að spyrja hvernig heimspekin mætir myndlistinni og myndlistin heimspekinni. Það má segja að greinarhöfundar reyni að svara fyrri spurningunni í skrifum sínum en svarið við síðari spurningunni verð- ur vonandi að finna á sýningunni,“ segir Margrét Elísabet. Sýningarskrá sýningarinnar inni- heldur greinar eftir sjö af átta sýn- ingarstjórum og segir Margrét El- ísabet hana óhefðbundna þar sem hún innihaldi nokkuð langar fræði- greinar og líkist meira bók en sýn- ingarskrá. Hún hefur einnig að geyma ljósmyndir af verkum sem verða á sýningunni auk greinar eftir franskra heimspekinginn Jean-Luc Nancy sem hann skrifar sérstaklega fyrir bókina sem gefin verður út samhliða sýningunni. Sýningin stendur til 4. september. Heimspeki og myndlist mætast Morgunblaðið/Eggert Samræður Átta sýningarstjórar standa að sýningunni Sjónarmiðum í Listasafni Íslands en þeir eiga það sameig- inlegt að vera heimspekimenntaðir eða hafa fengist við heimspekileg skrif.  Sýningin Sjónarmið – Á mótum myndlistar og heimspeki verður opnuð í dag í Listasafni Reykjavíkur Karlakór Reykjavíkur fagnar 85 ára afmæli sínu á tónleikum í Langholtskirkja á sunnudag kl. 16:00. Auk kórsins koma fram á tónleikunum eldri fé- lagar karlakórins, Drengjakór Reykjavíkur, hljóðfæraleikararnir Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Lenka Mátéová, Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og söngvararnir Bergþór Pálsson og Sveinn Dúa Hjörleifsson. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 3. janúar 1926. Aðalhvatamaður að stofnun hans var Sig- urður Þórðarson tónskáld, sem stjórnaði kórnum samfellt, að einu ári undanskildu, til ársins 1962. Nánast frá stofnun hefur kórinn farið í söngferðir, fyrst innanlands en frá 1935 hefur hann farið í fjölmargar ferðir til annarra landa og sungið á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu, auk- inheldur sem hann hefur farið í ferðir vestur um haf og eins alla leið til Kína. Stjórnendur kórsins í gegnum tíðina hafa verið Sigurður Þórðarson, þá Páll Ísólfsson, Jón S. Jónsson, Páll Pampichler Pálsson og Catherine Willams. Núverandi söngstjóri er Friðrik S. Kristinsson. Á efnisskrá afmælistónleikanna eru ýmis þekkt kórlög, m.a. syngur karlakórinn ásamt eldri fé- lögum lögin Brennið þið vitar og Hrausta menn, Hallelujakórinn eftir Handel verður fluttur með orgeli, trompetum og pákum, Sveinn Dúa syngur með kórnum rússneska lagið Áfram veginn, Berg- þór Pálsson syngur lag úr óperunni Porgy and Bess ásamt kórnum og Drengjakór Reykjavíkur flytur þrjú lög. Karlakór Reykjavíkur 85 ára Morgunblaðið/Kristinn Afmælisgleði Frá æfingu Karlakórs Reykjavík- ur, en kórinn fagnar 85 ára afmæli á árinu.  Afmælistónleikar karlakórsins í Langholts- kirkju á sunnudag Þegar Justin kemur til Los Angeles frá New York eyða þau oft miklum tíma saman 51 » Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði verður opnuð í dag kl. 13:00 af for- seta Íslands í húsnæði skólans við Flatahraun 12. Sýningin er árlegur viðburður þar sem tekin er saman vinna nemenda í iðn- og hönn- unargreinum yfir skólaárið. Við opnunina frumflytja útskriftar- nemar af listnámsbraut „hreyf- anlega sinfóníu“, þar sem leikið er á hljóðfæri sem knúin eru með afli reiðhjóla og nemendur í hár- greiðsludeild verða með lifandi hár- greiðslu og tískusýningu. Meðal hluta á sýningunni að þessu sinni má nefna sérsmíðaða hágæða- magnara, plasmahátalara og gam- aldags „gufu-“ eða „hamfara- útvarp“. Tækniteiknarar sýna loka- verkefni sín, byggingardeild sýnir ferlið í smíði húsgagna og líkan af Krísuvíkurkirkju sem nemendur eru að endurreisa. Ljóð eftir nemendur starfsbrautar verða sýnd í tengslum við útkomu ljóðabókar auk þess sem fjöldi smíðisgripa úr málmi, tré og plasti verður á sýningunni. Sýningin verður opin daglega frá 21. maí til og með 29. maí, frá kl. 13:00 til 16:00. Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði Sýning Einn smíðisgripa úr vetr- arstarfi Iðnskólans í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.