Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.01.1967, Blaðsíða 11
JÓN STEFÁNSSON: NOKKUR ORÐ UM MYNDLIST Grein þessa birti Jón Stetánsson listrnálari upphaflega f tímaritinu Oldinni. Birtingur telur hana svo gagnmerka, að hún megi ekki liggja flestum ókunn í löngu gleymdu riti. Þess vegna cr hún endurprentuð hér. Myndlistin er ung hér á íslandi, og því er ekki að undra, þótt áhugi fyrir henni og skilningur á henni séu lítil ennþá. Enda verð- um við, sem við pentlist fáumst, á hverjum dcgi, sem líður, varir við ýmiskonar lítilsvirð- ingu, háskalega hleypidóma og gagngerðan misskilning á starfi okkar. Við höfum aldrei átt verulega upp á pallborðið hjá þjóðinni og lítið tillit verið tekið til okkar. Við höfum lítt orðið varir við virðingu fyrir okkar verk- um. Meðan milljónum var veitt til ýmiskonar bygginga, voru ekki 30—40 þúsund krónur til, til að byggja yfir verk okkar, í eigu lands- ins. Verk, sem nú grotna niður og rykfalla, innilokuð í kjöllurum og á hanabjálkum. Mun þetta einhvern tíma þykja einkennilegt menningarfyrirbrigði vorra tíma. Margir, sem hafa tileinkað sér einhver „slag- orð“ um list, þykjast hafa betur vit á myndlist en við málarar, sem þó höfum varið öllu lfíi okkar til að komast eitthvað inn í þessi flóknu mál. Enginn myndi skrifa um stærðfræði eða önnur vísindaleg efni, né skrifa ritdóma um bækur vísindalegs efnis, sem ekki vissi einu sinni undirstöðuatriðin í þessum vísinda- greinum. En um list þykjast allir geta skrifað og allir vera dómbærir. Hver maður er vitan- lega sjálfráður um það, hvaða myndir hann velur í sín eigin híbýli, að fara þar eftir smekk sínum og tízku, þótt þetta alla jafna gefist misjafnlega. En það eru ekki allir kallaðir til að fræða aðra um list, því að það er mikill misskilningur að halda, að maður geti dæmt um list af srnekk sínum einum. Smekkur manna er reikull og háður ýmsum persónu- legum og almennum hégiljum og hugarflækj- um, sem einmitt öll góð list reynir að yfir- stíga. Öll góð list ristir miklu dýpra en svo, að hún eingöngu eigi að verða smekklegt augnagaman og stofuprýði. Góð list leitar inn að dýpstu rótum andlegs lífs, auðgar andans kenndir og eykur víðsýni. Fyrir okkur, sem höfum gert leitandi list að starfi okkar, er það álíka skoplegt að tala um smekklega list sem um smekklegt eldgos. Það eru allt önnur öfl, sem eru starfandi í listaverkum en þau afturhaldssömu vanahugtök sem skapa smekk fjöldans. Listhneigðin fer ekki eftir almennri menntun, þó að menntunin sé á þessu sviði sem annars staðar ákjósanleg og nauðsynleg þeim sem langt vilja komast. Bæði hér og annars staðar hef ég hitt hámenntaða menn, sem töluðu eins og hálfvitar um list, en ég hef líka hitt almúgamenn og sveitamenn úr einangruðum byggðum sem höfðu bæði skiln- ing á og gleði af mörgu sem máli skipti. BIRTINCUR 9

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.