Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 8

Akranes - 01.10.1942, Blaðsíða 8
8 AKRANES Minningarorð nm Gnðmnnd Gnðmnndsson bðkbindara Það væri alveg óverðugt, ef Akranes minntist ekki þessa manns nú, þegar hann er látinn, sem ekki aðeins einn, heldur öll fjölskylda hans, vann hér um langt skeið mikið og óeigingjarnt menningarstarf. Guðmundur bókbindari var fæddur að Geitabergi í Svínadal 7. ágúst 1852, sonur Guðmundar Ólafssonar skipa- smiðs frá Kalastöðum. Hann fór ungur til bókbandsnáms hjá Agli Jónssyni bókbindara í Reykjavík, en samhliða þessu námi, lagði hann allt kapp á að nema söng og söngfræði hjá Jónasi Helgasyni organista. Furðar engan á því, sem þekkti Guðmund, því hann hafði næmt eyra, góða rödd og yndi af allri músik. Enda var hann í söngíélag- inu Hörpu, meðan hann var í Reykja- vík. Þegar Guðmundur hafði lokið námi, fluttist hann til Stykkishólms; var hann þar við bókband, en öðrum þræði við verzlunarstörf. Hann hlaut að vera eft- irsóttur maður, eða hefði a. m. k. verið það nú, svo fjölhæfur sem hann var, því það mátti segja, að allt léki í hönd- um hans. Hann var líka vel greindur og allvel menntaður, eftir því sem þá gerð- ist um óskólagengna menn og skrifaði ágæta rithönd. Þá þegar, sem alltaf síð- an, var Guðmundur ágætur félagsmað- kvæmd áður en lagst var til hvíldar. Á opnu skipunum fór þetta þannig fram: Þegar menn komu til skips, var „hlunnað“ og studdu þá nokkrir skipið. Síðan raðaði hver maður sér á sinn stað og „signdi“ sitt rúm, formaðurinn sagði upphátt „í Jesú nafni“ og síðan var sett. Þegar svo skipið var almennilega laust við land, tekur formaðurinn ofan, „sign- ir“ sig, og gera svo allir sem einn mað- ur, og lesa sjóferðamannsbæn, faðirvor, eða einhverjar bænir eftir því sem hver hafði löngun eða kunnáttu til. Það hefur nú verið drepið á það helzta í sambandi við þennan eldgamla, einhæfa atvinnurekstur, þangað tilhann legst niður. Um þetta mætti vitanlega skrifa miklu ýtarlegra og lengra mál, en til þess vantar mig í senn, tíma og næga þekkingu, því „landkrabbi" er ég en „sjógarpur“ enginn. Það eru liðin yf- ir 30 ár síðan þessi útvegur lagðist nið- ur, og þar sem ég veit ekki til, að neinn hafi tekið neitt saman um þennan eld- gamla atvinnuveg í heild sinni, finnst mér ekki seinna vænna að gera því nokkur skil, enda þótt lítið sé, og aðeins stiklað á stóru. En nú fer þeim mönn- um óðum að fækka, sem starfað hafa sín manndómsár á þessum útvegi,, og því hver seinastur að ná til þeirra. Hér lýkur þá þessum kafla* en sá næsti heitir: Þegar „Jón Boli“ fiskaði fyrir Akurnesinga. Frh. ur, kenndi söng og hélt uppi söngfé- lagi, og sömuleiðis leikstarfsemi, heíir það sennilega verið áður en nokkuð var iarið að leika fyrir alvöru í Reykjavík. I Stykkishólmi kvæntist hann Mar- gréti Gottskálksdóttur, ættaðri að norð- an, en hún var uppeldisdóttir Árna kaupmanns Thorlacius. Árni Thorlacius var fræðimaður mikill og fékk Margrét því þarna allmikla menntun, bæði til munns og handa. Margrét var mjög vel greind og sérstaklega fjörug og skemmtileg; „setti hún allt á annan endann“ með gáska sínum og glensi. Hún var um listfengi lík manni sínum, og tók þegar með honurh ósmáan þátt í söng- og leikstarfsemi. Árið 1886 eða 1887 fluttizt Guðmund- ur til Akraness og stundaði þar fyrst um sinn sjóróðra, en gaf sig fljótlega að verzlunarstörfum, fyrst hjá Böðvari kaupm. Þorvaldssyni og síðar hjá Edin- borg og Thomsen, en í hjáverkum hafði hann þá bókbandið. Fjölhæfni Guðmundar og þeirra hjóna, var hér vel þegin og kom fljótt að góðum notum. Þau gengu þegar í Góðtemplararegluna og mátti segja, að fjölskyldan öll væri einn aðalmáttar- stólpi starfseminnar alla tíð, meðan hún dvaldi hér. í stúkunni var stofnaður leikflokkur, sem Guðmundur stjórnaði og lék í, sömleiðis lék kona hans þar líka, og Áslaug dóttir þeirra. í stúkunni var stofnað söngfélag og mátti segja, að þau hjón væru þar lífið og sálin alla tíð ásarnt 3 börnum þeirra, sem öll höfðu afbragðs raddir og voru óvenjulega söngvin. Þau Guðmundur og Margrét áttu 6 börn: Áslaugu, Ólaf, Herdísi, Kristinn, Valdimar og Ragnar. Valdimar dó ungur, en Herdís og Kristinn voru hér lítið. En Ólafur og Ragnar voru hér alltaf og Áslaug lengst af. Áslaug gift- ist hér Vigfúsi Jósefssyni skipstjóra ár- ið 1601, en þau fluttu sig til Reykjavík- ur 1906. Áslaug hafði óvenjulega góða rödd og spilaði ágætlega á gítar. Fyrir utan þátt fjölskyldunnar í söngfélagi stúkunnar, söng hún öll í Akranes- kirkju alla tíð. Var því sönglíf mikið og gott hér á þessu tímabili, enda var til þess tekið af aðkomufólki, sem átti þess kost að hlusta hér á söng, hvort heldur sem var í kirkju eða utan, því auk þess- ara ágætu krafta, sem þessi fjölskylda lagði til, voru hér margar ágætar radd- ir, sem hjá þessu fólki fékk mikla upp- örfun og þekkingu hjá Guðmundi, og ennfremur Sveini kennara Oddssyni, sem var afbragðs söngmaður og lærði að syngja í „kóngsins Kaupmannahöfn11, sömuleiðis Ólafi Finsen lækni, sem söng allar raddir, eins og Guðmundur. Guðmundur var ágætur smiður og hinn mesti smekkmaður, hafði hann næmt auga fyrir fegurð í hverri mynd sem var. Aldamótakvöldið var hér mik- ið um dýrðir, var kirkjuturninn skreytt- ur með allavega litum ljósum og þótti það mjög smekklega gert. Átti Guð- mundur og Magnús Ólafsson mestan þátt í því, hve vel og haganlega þessu var fyrirkomið. Úr kirkjuturninum var og sungið við rpust þetta kvöld. Eru víst margir Akurnesingar, sem muna þetta kvöld vel. Var ég ekki nema 5 ára gamall, en man ákaflega vel allt sem fram fór þetta kvöld, en það er vafa- laust fyrst og fremst fyrir þessa skreyt- ingu kirkjunnar. Guðmundur bókbindari og fjölskylda hans fór héðan alfarin til Reykjavíkur í ársbyrjun 1909, og var sárt saknað úr félagslífi, sem þau höfðu tekið þátt í af lífi og sál, með hina fjölþættu og miklu hæfileika í margar áttir. Er ekki að efa, að Akranes setti mikið niður við það. Ráðandi menn og allur almenning- ur athugar ekki eins og skyldi hvers virði slíkt fólk sem þetta er einu hrepps eða bæjarfélagi, eða a. m. k. ekki alltaf fyrr en um seinan. Og það er ekki allt- af eins mikið, sem þarf til þess að halda því, og fólk heldur, ef ekhi brestur skilning á gildi þess fyrir byggðarlög- in. En velgefið fjölhæft fólk eins og þessi fjölskylda er „súrdeig, sem sýrir allt deigið“, og oft ekki hægt að meta til fjár starf þess í þágu almennings. Fyrst eítir að Guðmundur fluttist til Reykjavíkur, var hann verkstjóri við fiskverkun í Sjávarborg, en síðar tók hann til við verzlunarstörfin, allt þang- að til hann vegna sjóndepru varð að leggja öll störf á hilluna, en það var ekki að skapi hans, sem aldrei gat iðju- laus verið. í Reykjavík tóku þau hjón ekki ó- smáan þátt í starfsemi Góðtemplara fremur en hér meðan þau máttu vegna heilsunnar. Guðmundur lá rúmfastur í 9 ár æf- innar, og þurfti mikið þrek til að bera það vel. En hann æðraðist ekki og var alltaf kátur og hress. Hann fékk loks hvíldina 22. september s. 1. og var þá rúmlega 90 ára gamall. Margrét kona hans dó 10. nóvember 1933. Starf þessa fólks fyrir Akranes var margþætt og mikið, því þótt maturinn sé fyrir mestu, þá lifir maðurinn ekki af „brauði einu saman“, ög heldur væri „maturinn“ einhæfur, ef enginn Guð- mundar líki hefði fyrr og seinna offrað lífi sínu og kröftum fyrir þær hugsjónir, er honum fannst mannkynsins vegna gulls í gildi, þó það skapaði ekki brauð handa honum sjálfum. Þeim öllum, og þeim öðrum sé heiður og þökk, sem hafa hugsjónir og manndóm til að þroska með sér þær listir og dyggðir,, sem geta verkað mannbætandi á hverja kynslóð, sem ferðast um þennan „dauð- ans dal“, sem Guðmundur hefur gert sitt til að gera að „Paradís“; hvað og hann líka gæti verið, ef „mannskepn- urnar vildu. Ó. B. B,

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.