Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 30
26 SVEITARSTJÓRNARMÁL Gunnar Möller: Almannatryg’gingalögin. Ég er hingað kominn samkvæmt ósk forseta þessa þings, til Jiess iið gern nokkra grein fvrir hinum nýju lögum um almannatryggingar. lig get ekki neit- að þvi, að mér finnst mér vera nokkur vandi á höndum. Jafnumfangsmiklum lagabálki og tryggingalögunum verða að sjálfsögðu engan veginn gerð full skil í stuttu erindi. En þá er líka vandséð, hvar á að byrja, hvar að -enda og hvað á að taka með, sérstaklega vegna jiess, að ég gel náttúrlega ekki um það vitað, að hve miklu leyti fundarmenn hafa kynnt sér lögin. Ég las nýlega grein í Tiinanum, eftir bónda úti á landi, um almannatrygginga- lögin. Lýsíi greinarhöfundur sig eindreg- ið fylgjandi tryggingunum í principinu, en hafði sitl livað út á einstök atriði lag- anna að setja, jafnvel grundvallaratriði. •— Fleiri raddir hafa einnig hevi'zt, sem gagnrýnt hafa lögin að meira eða minna leyti, eins og vonlegt er, því að ekki er þess að vænta, að liægt sé við setningu slíkra laga að gera svo öllum liki. - En ég get ekki farið út í þá sálma hér að rökræða lögin eða halda uppi vörnum fvrir þau, heldur verð ég að halda mér við það að lýsa lögunum eins og þau eru. Eg ætla ])á fyrst að rekja i stórum dráttum réttindi og skvldur hinna tryggðu, en síðan mun ég ræða nokkuð helztu atriðin, sem varða afstöðu sveit- arfélaganna ti! trygginganna. Hlunnindum þeim, sem tryggð eru þegnunum með lögunum, er skipt i tvo aðalflokka. Annars vegar eru bætur greiddar í peningum, svo sem vegna elli, örorku, (hnegðar, fyrirvinnuleysis og veikinda, en hins vegar: heilsugæzla, en til heilsugæzlu telst hvers konar sjúkraþjónusta, og heilsuvernd. í fyrra flokknum cru ellilaun og ör- orkulífeyrir langsamlega stan'sli liðurinn. Er áætlað, að bótagreiðslur samkv. þeim lið nemi á fyrsta ári 24.4 millj. króna, eða því sem næst jafnmikln og allar aðrar bótagreiðslur samanlagt. Það skal tekið fram, að þessi áætlun er, eins og reyndar öl I fjárhagsáætlun trvgginganna, að fyrir- lagi ríkisstjórnarinnar miðuð við vísitölu 290. Allar tölur, sem hér verða tilfærðar úr áætluninni, eru iniðaðar við þá vísi- tölu. Rétl lil ellilífeyris eiga þeir, sem orðnir eru 07 ára að aldri, og til örorkulífeyris þeir menn og konur á aldrinum 10—67 ára, sem eru 75% öryrkjar eða meira, að inati trvggingayfirlæknis. En 75% ör- yrkjar teljast þeir, sein ekki teljast færir um að vinna sér inn nema % hluta þess, sem líkamlega og andlega heilir menn eru vanir að vinna sér inn í því sama héraði við störf, sem hæfa Hkamskröftuni þeirra og verkkunnáttu, og sanngjarnt er að æll- asl lil af þeim, með liliðsjón af uppeldi og undanfarandi starfa. Landinu er skipt i tvö verðlagssvæði. Á fyrsta verðlagssvæði eru kaupstaðir og kauptún með 2000 íbúum eða fleiri, en á öðru verðlagssvæði allir aðrir staðir á landinu. Heimilt er þó, með vissum skil- yrðum, að færa kaupstaði og kauptún milli verðlagssvæða. Lifeyrisupphæðir greiðast með verðlagsupphót samkvæmt vísitölu hvers greiðslutímabils, en hér verður lil hægðarauka miðað við vísitölu 200, þegar bótaupphæðir eru tilfærðar. Sainkvæmt því er árlegur lífeyrir á I. verðlagssvæði 3000 kr., en 2700 kr. á 2. verðlagssvæði. Ef um lijón er að ræða, er lífevrir þeirra 20% lægri en tvöfaldur ein- staklingslífeyrir. Tvær eru heimildir lil að auka við þennan lifeyri, þegar sérstaklega stendur

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.