Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 54
ÝMISLEGT Annar ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum haldinn í Reykjavík 26. nóvember 1998 Annar ársfundur Samtaka sveitar- félaga á köldum svæðum var hald- inn á Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 26. nóvember sl. Fundurinn hófst kl. 11 og lauk kl. 12.30. Fundinn sátu 45 fulltrúar 35 sveitarfélaga sem aðild eiga að sant- tökunum. Formaður samtakanna, Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, setti fúndinn; fúndarstjóri var Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungar- vík, og fúndarritari Guðnán S. Hilm- isdóttir, verkfræðingur hjá Santbandi íslenskra sveitarfélaga. I upphafi fúndar var flutt skýrsla stjórnar, reikningar samtakanna lagðir fram og kynntar tillögur að ályktunum. Aögeröir til aö lækka hús- hitunarkostnaö Ami Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skýrði frá niðurstöðum starfshóps sem iðnaðarráðherra hafði skipað í nóvember 1995 til þess að gera til- lögur urn aðgerðir til lækkunar hús- hitunarkostnaðar. í starfshópnum áttu meðal annars sæti fulltrúar sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis og orkufyrirtækja. Starfshópurinn skil- aði tillögum til ráðherra 4. maí 1998 og eru þær tvíþættar, annars vegar um átak til kynningar á orkunotkun og aðgerðir til að draga úr henni og hins vegar hvemig stjóm verkefnis- ins skuli háttað. Starfshópurinn lagði til að gert yrði kynningarátak sem hefðist með dreifingu bæklings um húshitunarkostnað. Efnt verði til svokallaðra Orkudaga á 15-20 stöð- um á landinu þar sem húsráðendum yrðu veittar upplýsingar um orku- notkun og kynntar leiðir og nýjung- ar til að draga úr húshitunarkostn- aði. Ráðherra skipar fimm ntanna verkefnisstjórn með fulltrúum Orkustofnunar, Orkubús Vestljarða, Rafmagnsveitna ríkisins, Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðarins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Átak í jaröhitaleit á köld- um svæöum Arni Magnússon fjallaði einnig um átak í jarðhitaleit á kölduin svæðum en tilgangur þess er að stuðla að leit á virkjanlegum jarð- hita á svæðum þar sent jarðhiti er ekki þekktur fýrir. Á árinu 1998 var varið 30 milljónum króna til átaks- ins og er gert ráð fyrir sömu upp- hæð árið 1999. Styrkir eru veittir sveitarfélögum eða fyrirtækjum en ekki einstaklingum. Gert er ráð fyrir jafn háu framlagi frá styrkþegum. Þriggja manna stjóm ijallar urn um- sóknir. I henni em Ámi Magnússon, Stefán Guðmundsson, alþingismað- ur og bæjarfúlltrúi í Sveitarfélaginu Skagafírði, og Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglufirði. Samtals hafa borist 39 umsóknir um styrk til jarð- hitaleitar á köldurn svæðum og hafa 37 þeirra þegar fengið fyrirgreiðslu. Forsendur fyrir virkjun jaröhita Wilhelm Steindórsson verkfræð- ingur hélt erindi um forsendur fyrir virkjun jarðhita. Meðal þess sem kom fram hjá Wilhelm var að um- Frá fundinum. Við borðið sitja, talið frá vinstri, Ásbjörn Guðjónsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ísak J. Ólafsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, Steinar Hilmarsson, oddviti Skeggjastaðahrepps, Ólafur Sig- urðsson, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði, Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, og Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Fjær við glugga situr Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. 1 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.