Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 ✝ Inga Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1923. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum á Selfossi 1. apríl 2012. Fæðingarstaður hennar var Tunga við Laugaveg í Reykjavík. For- eldrar hennar giftu sig 1922 og höfðu aðsetur þar á meðan þau reistu sér nýbýli á erfðafestulandi í Sogamýri sem þau nefndu Hlíðarhvamm og stóð við Grensásveg í Reykjavík. Þau voru flutt í Hlíðarhvamm 1925. Foreldrar Ingu: Bjarni Sigmundsson, f. 1898, d. 1978, ættaður af Barðaströnd, og Guðrún Snorradóttir, f. 1896, d. 1989, úr Skagafirði. Í Hlíðar- hvammi fæddust síðan bræður Ingu, sem allir eru látnir. Þeir eru Snorri, f. 1925, Björgvin, f. 1928, og Bessi, f. 1930. Árið 1930 seldu Bjarni og Guðrún eign sína og keyptu aðra við Reykjavíkurveg 6 í Skerjafirði. Þessir tveir staðir eru uppeldis- staðir Ingu. Árið 1939 fer Inga sem kaupakona að Miðengi í Grímsnesi, Árn. Hún giftist Guð- árhöfða í Grímsnesi og jafnan kenndur við þann stað. Þeirra sonur er Elís Kjartansson, f. 24.11. 1963, maki Ragnheiður Kr. Björnsdóttir, f. 4. 8. 1964, þeirra börn Kjartan Björn, Kristín Inga og Dagur Snær. Inga lauk barnaskólaprófi 1936. Hún hafði gaman af leik- list og lék með áhugaleik- félögum bæði í Grímsnesinu og á Selfossi. Hún hafði á árum áð- ur farið á námskeið kennara á sviði leiklistar. Hún var oft fljót að átta sig á veikindum fólks þegar þau voru alvarlegs eðlis og hvatti þá viðkomandi til að draga ekki að leita til læknis. Hún vann árum saman sjálf- boðaliðastarf fyrir Rauða kross- inn og tók þátt í starfi eldri borgara þegar þau mál komust ærlega á legg á síðustu öld. Kjartan starfaði einnig fyrir Rauða krossinn og þau voru samstillt um flest annað er laut að félagsmennsku og voru vin- sæl og vinmörg. Þau áttu góða ferðafélaga um hálendisferðir og ferðuðust mikið um hálendið. Inga var fædd og uppalin í Reykjavík en bjó lengst ævi sinnar á Selfossi, Grímsnesið er ekki langt undan og vinirnir voru margir þaðan sem heim- sóttu heimili hennar í versl- unarferðum á Selfoss. Útför Ingu fer fram frá Sel- fosskirkju 14. apríl 2012 kl. 14. mundi Benedikts- syni frá Miðengi, f. 24.7. 1918, d. 20.9. 2009. Þau eign- uðust hálfa jörðina og bjuggu á henni til 1952 en þá seldu þau sinn hlut og fluttust á Selfoss. Inga og Guð- mundur skildu 1957. Börn þeirra eru Guðmundur Guðmundsson, f. 15.4. 1941, d. 2002. Maki Þórdís K. Skarphéð- insdóttir, f. 20.11. 1942, þeirra börn Sveinbjörn og Guðrún. Bjarni Guðmundsson f. 15.5. 1942. Maki Inga Karólína Guð- mundsdóttir, f. 17. 8. 1943, þeirra börn Heimir, Dagný og Hafdís. Anna Guðmundsdóttir, f. 30.1. 1950, maki Erlendur Ragnar Kristjánsson, f. 12.3. 1944, þeirra börn Benedikt (lát- inn), Fjóla og Erla. Inga ól einn- ig upp ásamt fyrri manni sínum Báru Guðnadóttur, f. 8.9. 1947, maki Erling Ragnarsson, f. 25.10. 1948 (þau skildu), þeirra börn Ingvar, Steinar Örn og Erla. Árið 1959 giftist Inga Kjartani Ögmundssyni mjólk- urbílstjóra á Selfossi. Kjartan, f. 10.5. 1919, d. 1999, var frá Kald- Inga mín nú kveð ég þig bæði með söknuði en einnig með létt- leika. Þú ert loksins frjáls úr þín- um veika líkama sem hélt þér fanginni í svo mörg ár. Minning- arnar sækja á hver af annarri og vissum kafla í lífi okkar er lokið. Í huganum er minning um glaðlega konu sem vildi syni sínum, tengdadóttur og börnunum okkar allt það besta sem lífið bauð upp á. Þú varst svo full af lífi og skeyttir ekki um álit annarra. Minnisstæð er sú sjón er blasti svo oft við þeim sem leið áttu fram hjá svölunum að íbúð ykkar Kjart- ans í Háengi 4 en þar sat glaðleg, sólbrún kona með barðastóran sólhatt og spjallaði við alla sem leið áttu hjá. Ég hafði stundum á orði að hún tengdamamma mín byggi í röngu landi það hefði hæft henni vel að búa á sólríkum stað sitjandi á svölum yfir markaðs- torgi iðandi af lífi og fjöri þar sem það hefði verið eðlilegasti hlutur að skiptast á fréttum og kveðjum ofan af svölum. Þú varst fé- lagslynd kona og alltaf stutt í brosið og hláturinn. Þið hjónin höfðuð unun af ferðalögum og ferðuðust mikið. Þegar Kjartan tengdapabbi dó kom fljótlega í ljós að þú varst haldin heilabilunarsjúkdómi, þú fórst inn á Ljósheima þar sem þú bjóst í góðu yfirlæti í um það bil tíu ár. Sjúkdómurinn hafði þau áhrif að smátt og smátt hvarfstu okkur og varðst fangi í eigin lík- ama, þú sem hafðir haft svo gam- an af því að tala gast það ekki lengur en við sem heimsóttum þig oft sáum að þú fylgdist með og oft- ast brostir þú þínu ljúfa brosi þeg- ar Elís kom til þín stundum komu líka tár þegar talað var einlæglega til þín eða þú heyrðir fallegan söng. Ég þakka þér góð kynni og samverustundirnar sem við áttum Inga mín og kveð þig með orðum úr Spámanninum: Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. Kveðja. Þín tengdadóttir, Ragnheiður Kristín Björnsdóttir. Í dag er tengdamóðir mín Inga Bjarnadóttir borin til hinstu hvílu. Þau eru orðin mörg árin síðan ég kom inn í hennar líf og kynntist henni og hennar fólki. Inga var fædd og alin upp í Reykjavík, for- eldrar hennar komu til borgarinn- ar í atvinnuleit og kynntust þar. Hún var elst barna þeirra og átti þrjá yngri bræður sem eru látnir. Það ríkti mikil gleði og glaðværð á heimilinu og móðurafi hennar Snorri bjó einnig hjá þeim síðustu æviár sín. Inga var ung að árum þegar hún giftist fyrri manni sín- um Guðmundi og þau bjuggu fyrstu árin í Miðengi í Grímsnesi en fluttu síðan á Selfoss þar sem hún bjó þar til hún lést. Inga gift- ist seinni manni sínum Kjartani 1959, hann lést áttatíu ára að aldri. Inga og Kjartan höfðu mjög gam- an af að ferðast og fóru ýmsar æv- intýralegar ferðir bæði innan- lands og utan. Þau voru dugleg að ferðast um hálendi Íslands og Veiðivatnaferðirnar voru nánast óteljandi. Ég minnist nokkurra slíkra ferða sem við fórum í með þeim og syni þeirra Elís, sem er nálægt okkar börnum í aldri. Ein ferð stendur upp úr, það var ferð yfir Sprengisand og í Lónsöræfi og ekki var komið að tómum kof- unum þegar örnefnin bar á góma því Kjartan var vel að sér um landið okkar. Inga var félagslynd og leið best innan um fólk og helst þar sem eitthvað var um að vera. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi aldraða á Selfossi og átti þátt í að stofna fé- lagið. Einnig var hún í Rauða- krossdeild Selfoss og í stjórn þess félags um tíma. Bæði þessi félög heiðruðu hana fyrir störf sín í þeirra þágu. Inga hafði áhuga á leiklist og lék í leikritum sem ung- mennafélagið Hvöt í Grímsnesi setti upp árin sem hún bjó þar og hún lék einnig með leikfélagi Sel- foss. Inga hafði þann eiginleika að hún hafði ekki áhyggjur af al- menningsálitinu og mér fannst hún stundum vera á undan sinni samtíð því hún gerði ýmislegt og fékk ýmsar hugmyndir, sem þættu ekkert skrítnar nú til dags. Hún var mjög glaðlynd, jákvæð og hláturmild og þegar vinir og ætt- ingjar komu í heimsókn mátti heyra hlátrasköllin út á götu. Liðin eru tæplega tíu ár síðan Inga fór á hjúkrunarheimilið Ljósheima á Selfossi og þar hefur heimili hennar verið síðustu ævi- árin. Þar naut hún frábærrar um- hyggju og hlýju. Með þakklæti og söknuði kveð ég tengdamóður mína en minningin um hana lifir. Inga Karólína Guðmundsdóttir. Nú er amma okkar lögð af stað í hina miklu Landroverferð að kanna ókunnar slóðir handan þessa heims. Við sjáum hana fyrir okkur syngjandi „Ó, ó, óbyggða- ferð“ á meðan hún útdeilir harð- fiski og suðusúkkulaði til þeirra sem sitja aftur í. Fjölskylduferð- irnar með ömmu, afa og Elís í ferðalögum um óbyggðir landsins skoppandi aftur í Landrovernum innan um allan útilegubúnaðinn eru ógleymanlegar og hafa kveikt ólæknandi óbyggðaáráttu. Það var alltaf gleði og hlátur í kringum ömmu og hún sá spaugi- legar hliðar á flestum málum. Í minningunni var hún alltaf hlæj- andi, nema einstöku sinnum þegar þurfti að laga óþekktina í manni, þá kom klósettið á Kirkjuveginum sér vel þar sem maður sat úr sér fýluna og lét vita þegar maður væri orðinn góður. Amma á Sel- fossi var ekki mikið að grúfa sig yfir eldamennsku og húsverk og lengi vel hélt ég (Dagný) að „habbinn“ (haframjöl með sykri og mjólk) væri hennar uppfinning af því hún nennti ekki að elda hafragraut. Kjötsúpan sem varð betri með degi hverjum var líka lausn sem hentaði henni vel. En hún var sannkallaður lífskúnstner og naut hverrar stundar á eigin forsendum. Leiklist og söngur, sólböð og ferðalög , morgun- göngutúrar fyrir allar aldir, og í seinni tíð langt kaffistopp í Kaup- félaginu því þar var pottþétt að hitta skemmtilegt fólk, voru fastir liðir í lífi hennar. Það er sniðugt til þess að hugsa að ömmur okkar báðar sem nú eru nýlátnar lifðu báðar í augnablikinu, en á svo gjörólíkan hátt. Amma fór ekki hefðbundnar slóðir, hvorki í ferðamennskunni né lífinu sjálfu. Hún lét ekki skoð- anir annara hefta för sína ef hún var sannfærð um hvaða leið hún ætlaði. Sumir hafa eflaust hneykslast á hegðun hennar og ýmsum uppátækjum hennar og fundist þau sjálfmiðuð og oft gát- um við hlegið að undarlegum jóla- gjöfum sem áttu sér fyrri líf. Hins vegar vita færri af öllu því sjálf- boðaliðastarfi sem hún innti af hendi og þeirri hjálp sem hún veitti öðrum, án þessa mikla sig af. Fermingarveisla Elísar frænda okkar er mörgum minnisstæð þar sem amma söng „Vefarasönginn“ og fjörgömul kona kenndi veislu- gestum dansinn. Lagið var sungið svo oft að eldri synir ömmu flúðu út en fermingardrengurinn með sitt einstaka geðslag lét ekki skemmtiatriðið raska ró sinni. Lagið greyptist inn í minnið fyrir lífstíð og við systur gerðum okkur ferð í þjóðdansafélagið og endur- nýttum atriðið í 40 ára afmæli Dagnýjar. Í kjarki sínum við að standa með sjálfri sér var hún frábær fyr- irmynd, að láta ekki álit annarra slá sig út af laginu og taka ekki óritskoðað við hlutverkum sem aðrir vilja úthluta. Þessi kjarkur ömmu til að fara sínar eigin leiðir með jákvæðnina að vopni hefur orðið okkur systrum hvatning til að gera það sama, á okkar for- sendum. Amma okkar er eflaust núna í hæstu hæðum að syngja vefara- sönginn „Vefa mjúka dýra dúka skjóta skyttunni skil, … svo vef- um við mjúka og dýrindis dúka, vefa mjúka …“. Takk fyrir ógleymanlegar sam- verustundir, elsku amma. Dagný og Hafdís Bjarnadætur. Inga Bjarnadóttir erfidrykkjur Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi ✝ ÁSA S. BJÖRNSDÓTTIR þýðandi frá Sleðbrjótsseli, Reynimel 88, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 6. apríl. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. apríl kl. 13.00. Björn Gunnarsson, Þórdís Linda Guðjónsdóttir, Davíð Fannar Björnsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, SVAN FRIÐGEIRSSON húsasmíðameistari og fyrrum stöðvarstjóri, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 31. mars. Útförin fór fram föstudaginn 13. apríl í kyrrþey að ósk hins látna. Erna Hreinsdóttir, Guðrún Svansdóttir, Sigurður Svavarsson, Geir Svansson, Irma Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem hafa sýnt okkur dýrmæta hlýju og samúð við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR E. GUÐMUNDSDÓTTUR, Lækjargötu 32, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki fjórðu hæðar Sólvangs fyrir einstaka umönnun. Sigríður Harðardóttir, Margrét Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Einar Gylfason, Guðmundur Magnússon, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, Magnús St., Magnús Björn, Jón Páll, Guðrún, Gylfi, Sigurjón, Guðrún Edda, Ólafur Björn, Hjalti Geir, Erlendur, Sigríður Theódóra og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SVEINSSON múrarameistari og fv. stórkaupmaður, Glerárgötu 14, íbúi á Asparhlíð, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri laugardaginn 7. apríl. Jarðarför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. apríl kl. 13.30. Ásta Sigmarsdóttir, Sveinn Bjarnason, Alda Benediktsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Björg Bjarnadóttir, Sigmar Bergvin Bjarnason, Þóra Berg Jónsdóttir, Alma Bjarnadóttir, Antonio Perrone, Bjarni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐFINNS ÞORGEIRSSONAR skipstjóra, Brimhólabraut 8, Vestmannaeyjum, sem lést fimmtudaginn 22. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun. Valgerður Helga Eyjólfsdóttir, Jakobína Guðfinnsdóttir, Kristmann Kristmannsson, Hafsteinn G. Guðfinnsson, Hildur K. Oddgeirsdóttir, Sigurleif Guðfinnsdóttir, Guðfinna Guðfinnsdóttir, Óðinn Haraldsson, Þorgeir Guðfinnsson, Guðrún Þórey Ingólfsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Lilja Guðný Guðmundsdóttir, Páll Emil Beck, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eigin- manns og bróður, ÓLAFS ÞORSTEINS JÓNSSONAR óperusöngvara. Jóhanna Sigursveinsdóttir, Guðjón Heiðar Jónsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SÆVARS GEIRS SVAVARSSONAR í Norma, til heimilis að Furuási 8, Garðabæ. Unnur I. Þórðardóttir, Guðrún A. Sævarsdóttir, Þórður Magnússon, Unnur L. Þórðardóttir, Magnús S. Þórðarson, Sævar J. Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.