Fréttablaðið - 21.01.2014, Side 10

Fréttablaðið - 21.01.2014, Side 10
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | „Það er unnið að málinu í innan- ríkis- og utanríkisráðuneytinu og þegar það hefur tekið á sig skýrari mynd munum við keyra á þetta. Við munum ræða þetta sérstaklega í febrúar þegar varn- ar- og utanríkisráðherrar Norð- urlandanna heimsækja okkur til Íslands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra spurður um alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi, en ráðherra vék að málinu í ræðu sinni á norðurslóðaráðstefn- unni Arctic Frontiers í borginni Tromsö í Noregi í gær. Gunnar Bragi segir í viðtali við Fréttablað- ið að horft sé til Keflavíkur- flugvallar fyrir grunnstarfsem- ina, enda sé þar allt til staðar. Hins vegar sé verið að skoða hvort ástæða sé til að dreifa starfseminni víðar um landið, en það er einmitt til skoðunar í ráðu- neytunum. Hugmyndin kom fyrst fram í sumar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra fundaði með Anders Fogh Rasmus sen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Forsæt- isráðherra ræddi þá sérstaklega um málefni norðurslóða og mik- ilvægi þess að byggja upp inn- viði á norðurslóðum, ekki hvað síst á sviði leitar og björgunar. Ísland væri vel í stakk búið til að fóstra slíka miðstöð í krafti þekkingar og ekki síst staðsetn- ingar landsins. Slíkt yrði í sam- starfi allra ríkja norðurslóða, en NATO ætti líklega aðkomu að starfseminni með starfsfólki og tækjabúnaði. Gunnar Bragi kom víða við í ræðu sinni og, eins og aðrir ræðumenn, vék að álitamálum sem tengjast hlýnun jarðar fyrir norðurslóðir. Makrílveiðin við Ísland væri jákvæð hlið þeirr- ar þróunar en hann sagði jafn- framt að ýmsar hættur kynnu að leynast hinum megin við hornið. Með hlýnun sjávar væri ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands gætu leit- að norðar í kaldari sjó, og tiltók þorsk, síld og loðnu sem dæmi. Alþjóðleg björgunarmiðstöð líklega staðsett í Keflavík Mögulega er ástæða til að hafa starfsemi leitar- og björgunarmiðstöðvar víðar en bara í Keflavík, segir utan- ríkisráðherra. Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að ekki verði hnikað frá stefnu Noregs í makríldeilunni. BJÖRGUNARSVEIT Horft er til þess að alþjóðleg björgunarmiðstöð verði staðsett á Keflavíkurflugvelli þó mögulegt sé að hún verði með starfsstöðvar víðar á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elisabeth Aspaker, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, talaði á undan Gunnari Braga á ráðstefnunni, og er vert að minnast á hennar framlag um makríldeiluna. Hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að ekki hefði náðst samkomulag, þrátt fyrir tilraunir til samningagerðar í fimm ár, en tók sérstaklega fram að Noregur nálgaðist þá deilu út frá því grundvallarsjónarmiði Norðmanna að eignarhald á tilteknum fiskistofni grundvallaðist á því hvar stofninn héldi sig yfir árið– eða landfræðilegri dreifingu hans. „Noregur lítur svo á að lausn deilunnar um hvernig veiði á makríl skal skipt á milli strandríkjanna grund- vallist á þessari reglu,“ sagði Aspaker. Hún bætti við að hún tæki makrílinn sem dæmi um að deilt sé um auðlindir á norðurslóðum, og eflaust verði það einnig svo í framtíðinni. Hins vegar séu fá álitamál um svæðis- bundna hagsmuni á norðurslóðum og því teldust norðurslóðir eitt af friðsamari svæðum heims. Gunnar Bragi hnykkti hins vegar á því í sinni ræðu að makríllinn væri nú allt sumarið inni í íslenskri lögsögu til að éta á sig vetrarforða. Eins sýndu vísindagögn að makríll sé byrjaður að hrygna við Ísland og þar væri nú vísir að stofni sem aldrei færi út úr íslenskri lögsögu. Gunnar Bragi vék sérstaklega að jafnréttismálum í tengslum við samvinnu ríkja á norðurslóðum. Ísland mun, ásamt Noregi, leiða verkefni innan Norðurskauts- ráðsins sem snýr að stefnumótun í jafnréttismálum á svæðinu. Þessu starfi verður fylgt eftir með sérstakri ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í október næstkomandi. DEILT UM AUÐLINDIR Á NORÐURSLÓÐ GUNNAR BRAGI SVEINSSON ELISABETH ASPAKER BRESKT HJÚKRUNARFÓLK David Cameron forsætisráðherra í heimsókn. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND Síðar á þessu ári munu lyfja- og tryggingafyrirtæki í Bretlandi geta keypt upplýsingar um sjúklinga af breska heilbrigð- iskerfinu, NHS. Nýju reglurnar taka gildi í mars, en þá verður hægt að afhenda fyrirtækjunum gögn um ýmsa sjúkdóma sem hrjáð hafa einstaklinga, svo sem krabba- mein og geðræn vandamál. Þá verða gögn um drykkjuvenjur og reykingar sjúklinga meðal þess sem hægt verður að selja. Þessar nýju reglur hafa sætt gagnrýni og óvissa virðist vera um hvort reglum um persónu- vernd sé fullnægt. - gb Breska heilbrigðiskerfið: Seld verða gögn um sjúklinga DANMÖRK Nefnd skipuð af dönsku ríkisstjórninni leggur til að hætt verði að skylda atvinnu- lausa á bótum til að sækja nám- skeið sem þeir hafa ekki áhuga á. Slíkt sé sóun á opinberu fé og tíma þeirra atvinnulausu. Í staðinn eigi vinnumiðlunin og atvinnulausir að koma sér saman um hvaða námskeið verði sótt. Frá þessu er greint á fréttavef danska ríkisútvarpsins. Nefndin, sem skipuð var í febrúar í fyrra, segir þörf á hnitmiðaðri ráðgjöf. - ibs Atvinnulausir í Danmörku: Skyldunám- skeið sóun á fé Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Arctic Frontiers– ráðstefna um málefni norðurslóða í Tromsö ➜ Makrílveiðin við Ísland er jákvæð hlið á hlýnun jarðar, en ekki loku fyrir það skotið að mikilvægir nytjastofnar Íslands geti leitað norðar í kaldari sjó, til dæmis þorskur, síld og loðna, sagði utanrík- isráðherra í gær. ELTINGALEIKUR Stjórnendur verkefnisins hafa líkt erfiðleikunum við að lenda geimfari á halastjörnu við flugu sem reynir að lenda á byssukúlu á flugi. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Vísindamenn Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa staðfest að merki hefur borist frá geimfarinu Rosetta. Æsilegasti eltingaleikur vísindasögunnar verður því að veruleika. Geimfarið mun elta uppi hala- stjörnu sem æðir um sólkerfið á fjörutíu þúsund kílómetra hraða og lenda á henni. Þetta er ein flóknasta og metnaðarfyllsta vís- indatilraun fyrr og síðar. Í um tvö og hálft ár hefur geimfarið Rosetta sofið vært í átta hundruð milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarið á nú að beina sjón- um sínum að halastjörnunni 67P/ Churyumov–Gerasimenko, sem er fjögurra kílómetra breiður ís- og aurhnullungur sem nú æðir í átt að sólinni á 40 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Rosetta notar þyngdarafl rauðu plánetunnar Mars til að byggja upp hraða. Geimfarið mun skjóta eins konar dráttartaug í hala- stjörnuna og á endanum lenda á yfirborði hennar. Stjórnendur verkefnisins hafa líkt þessu við flugu sem reynir að lenda á byssu- kúlu í miðju flugi. „Slíkt hefur aldrei verið reynt áður. Þegar við höfum náð stefnu- móti við hana munum við fylgja henni eftir þegar hún fer næst sólu og síðan mun hún koma til baka aftur. Rúsínan í pylsuendanum verð- ur svo þegar geimfar verður í fyrsta skipti í sögunni látið lenda á sjálfri halastjörnunni,“ segir Matthew Taylor, stjórnandi verkefnisins. - khn Geimfarið Rosetta vakið af rúmlega 2 ára svefni: Eltir halastjörnuna 10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.