Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 24 Faraldsfræði í dag Að þekkja áttirnar Oft er sagt að framsæjar faraldsfræðilegar rann- sóknir taki aftursæjum alla jafna fram um gæði. Nú er það hins vegar svo að menn eru ekki alltaf sam- mála um skilgreiningu þessara hugtaka; hvað er fram- sæ rannsókn og hvernig er hún frábrugðin aftursærri rannsókn? Án skýrrar skilgreiningar og sameiginlegs skilnings okkar á þeirri skilgreiningu er heldur fánýtt að tala um hvor tegundin sé betri. Hugtökin fjalla um það sem á ensku er nefnt „directionality" sem mætti ef til vill þýða sem stefna eða áttun. Stefnu rannsóknar má þá lýsa annaðhvort sem framsærri (prospective) eða aftursærri (retro- spective). Enskumælandi notendur þessara hugtaka eru ekki á einu máli um skilgreiningu þeirra frekar en við hér á Islandi. Stundum er skilgreining hugtaka byggð á því hvernig, eða réttara sagt hvenær áreiti og útkoma eiga sér stað með tilliti til rannsóknarinnar. Þá er tal- að um rannsókn sem aftursæja ef báðir atburðirnir, áreiti og útkoma, hafa orðið þegar rannsóknin hefst. Samkvæmt því eru sjúklingasamanburðarrannsóknir (SSR, case-control studies) alltaf aftursæjar þar sem í slíkum rannsóknum er byrjað á að skilgreina einstak- lingana sem annaðhvort sjúka eða heilbrigða (eða með eða án útkomunnar) og síðan litið til baka og algengi áreitisins (sem á að hafa átt sér stað áður en útkomunnar eða sjúkdómsins varð vart) borið sam- an milli hinna tveggja hópa. Samkvæmt þessu geta hins vegar ferilrannsóknir (cohort studies) verið ým- ist framsæjar eða aftursæjar. Ef ferilrannsókn fjallar um áreiti og útkomu sem hvoru tveggja hefur þegar átt sér stað telst hún aftursæ samkvæmt þessari skil- greiningu. Þannig gæti ferilrannsókn um tengsl til- tekinnar atvinnu við ýmis dánarmein byggst á fyrir- liggjandi skrám um atvinnu annars vegar en á dánar- vottorðum hins vegar. í slíkri rannsókn er lengd eftir- fylgnitímans (follow-up time) skilgreind af rannsak- endum en samband áhættuþáttar og útkomu er reiknað út frá atburðum sem þegar hafa orðið þegar rannsóknin hefst. Því er ekki um neinn „biðtíma“ að ræða fyrir þá sem gera rannsóknina. Ef ferilrannsókn er hins vegar framkvæmd með því að flokka einstak- lingana við upphaf rannsóknar með tilliti til áreitis, og fylgja þeim síðan eftir til að kanna hvort útkoman kemur fram er um framsýna ferilrannsókn að ræða samkvæmt þessari skilgreiningu. Slík rannsókn er þá ekki byggð á gögnum um útkomu eða endapunkt sem liggja fyrir við upphaf hennar heldur er ákveð- inn eftirfylgnitími óhjákvæmilegur og gögnunum safnað eftir því sem á hann líður. Það fer eftir eðli áreitisins og útkomunnar hve langur eftirfylgnitími er nauðsynlegur en augljóslega er þetta framsæja rann- sóknarform mun fyrirhafnarmeira og dýrara en hið aftursæja sem lýst var hér að ofan. Ekki eru allir sammála þessari skilgreiningu á stefnu rannsókna og vilja miða hana við hvernig litið er á samband áhættuþáttar og útkomu frekar en að byggja hana á því hvort útkoman hefur átt sér stað þegar rannsóknin hefst. Samkvæmt þessum skóla er þá SSR eftir sem áður aftursæ, en nú byggist sú flokk- un á allt annarri hugsun, það er að í slíkri rannsókn er í raun byrjað á að skoða útkomuna en síðan farið til baka og borið saman algengi áhættuþátta meðal þeirra sem hafa útkomuna og hinna sem hafa hana ekki. Það er sem sagt byijað á endanum og horft aft- ur í tímann til þess atburðar (áreitis) sem talið er að hafi getað valdið útkomunni. Á hinn bóginn eru feril- rannsóknir alltaf framsæjar samkvæmt þessari kenn- ingu; við byrjum á því að kanna hvort áreiti hefur átt sér stað og horfum síðan fram í tímann (hvort sem sá tími hefur þegar liðið þegar rannsóknin á sér stað eða ekki) og fylgjumst með hvort útkoman kemur fram. Ef bæði áreiti og útkoma hafa átt sér stað við upphaf rannsóknar er undir þessari skilgreiningu stundum tal- að um „historical cohort“ (sögulega ferilrannsókn?). Sumir kalla þetta „retrospective cohort" en samkvæmt þessari skilgreiningu er ekkert slíkt til, allar ferilrann- sóknir eru í eðli sínu framsæjar. Fyrir áratug eða svo voru ýmsir á því að flokkun faraldsfræðilegra rannsókna með tilliti til stefnu væri bæði úrelt og óþörf. Ég er nú ekki sammála því þar sem þessi flokkun er nátengd grundvallarhugtökum hinna mismunandi rannsóknarforma. Flokkunin lifir enn ágætu lífi þó augljóslega vanti nokkuð upp á samræmi. Þannig er flokkun Rothmans og Green- land sem birtist í bók þeirra 1998 talsvert flóknari en lýst er að ofan. Þar er mælt með því að hugsað sé um stefnu annars vegar en rannsóknarform hins vegar sem tvo mismunandi ása og faraldsfræðilegar rann- sóknir séu flokkaðar með tilliti til hvors áss um sig (1). Þannig geti SSR verið hvort sem er framsæjar eða aftursæjar og sömuleiðis ferilrannsóknir (saman- ber að ofan). Munurinn á framsæjum og aftursæjum rannsóknum byggist þá á því hvenær áreiti er staðfest eða gögn um það skráð. SSR er þá sögð framsæ ef gögn um áreiti Ciu skráð áður en útkoman kemur fram, og þannig dregið mjög úr líkum á skekkju (bias), en aftursæ ef þeim gögnum er ekki safnað fyrr en eftir að útkoman er ljós. I slíku tilfelli er mikilvægi flokkunarinnar augljóst þar sem mun meiri hætta er á skekkju ef gögnum um áreiti er safnað eftir að út- koman hefur komið fram. 1. Rothman, Greenland. Modern Epidemiology. Lippincott- Raven, 1998. María Heimisdóttir mh02@isl.is Læknablaðið 2003/89 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.