Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 29

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 29
FRÆÐIGREINAR / ÚTGJÖLD VEGNA HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU tekjum var metinn með kí-kvaðrat prófi. Niðurstöður Að meðaltali voru heimilisútgjöld vegna heilbrigðis- mála á ársgrundvelli alls 57.499 krónur. Lægst voru útgjöldin 0 krónur en fóru hæst í tæplega 258 þúsund krónur. Tafla I sýnir nánar hve miklu heimilin vörðu í einstaka heilbrigðisþjónustuþætti og hvert hlutfall hvers þáttar var af heildarútgjöldunum. Sjá má að tann- læknisþjónusta var stærsti kostnaðarliðurinn (28,5%). Þar á eftir komu lyf (25,8%), tæki og lyfjabúðarvörur (20,2%) og læknisþjónusta (16,7%). Minnstu fé var varið í annars konar (,,óhefðbundna“) heilbrigðisþjón- ustu (3,5%) og sálfræðiþjónustu (1,5%). Tafla II sýnir hvernig heimilisútgjöld vegna fjög- urra stærstu útgjaldaþáttanna skiptust eftir hópum. Meðal aldurshópa voru útgjöld vegna tannlæknisþjón- ustu hæst hjá 35-44 ára einstaklingum og minnst meðal 65 ára og eldri. Hæstu gjöld vegna lyfja og tækja og lyfjabúðarvara var að finna hjá 45-54 ára og lægst hjá 25-34 ára. Giftir/sambúðarfólk höfðu hæst heimilisútgjöld allra hjúskaparstétta í öllum útgjaldaliðum, en ekkju- fólk hafði lægst útgjöld. Þá höfðu foreldrar ungra barna meiri útgjöld en aðrir fullorðnir vegna tann- læknisþjónustu, lyfja og læknisþjónustu. Eins og við var að búast var afgerandi samband milli fjölda heim- ilismanna og heimilisútgjalda í öllum útgjaldaliðum. Einstaklingar í fullu starfi vörðu meira fé í tannlækn- isþjónustu, lyf og læknisþjónustu en aðrir atvinnu- hópar. Skólafólk varði minna fé í lyf og læknisþjón- ustu en þeir sem voru ekki í skóla. Loks sýnir taflan að einstaklingar með háskólastigsmenntun og há- tekjufólk höfðu hæst heimilisútgjöld í einstökum út- gjaldaliðum. Ekki reyndist munur á útgjaldaupphæð- um í einstökum liðum með tilliti til kynferðis, atvinnu- leysis eða búsetu. Tafla III sýnir heildarútgjöld heimila vegna form- legrar heilbrigðisþjónustu og er þá átt við aðra þjón- ustu en annars konar (,,óhefðbundna“) heilbrigðis- þjónustu. Taflan sýnir mest heimilisútgjöld hjá fólki á aldrinum 45-54 ára en minnst hjá þeim sem voru 65 ára eða eldri. Af hjúskaparstéttum voru heimilisút- gjöld giftra/sambúðarfólks hæst, en ekkjufólks lægst. Þeir sem áttu barn yngra en fimm ára höfðu hærri heimilisútgjöld en þeir sem ekki áttu svo ungt bam. Útgjöld vegna heilbrigðismála jukust með fjölgun heimilismanna eins og gefur að skilja. Munur var einnig á útgjöldum eftir atvinnustöðu. Þeir sem voru í fullu starfi höfðu hærri heimilisútgjöld en þeir sem voru í hlutastarfi eða voru ekki í vinnu. Heimili há- skólastigsmenntaðra vörðu mestu fé í heilbrigðis- þjónustu, en heimili hinna minnst skólagengnu vörðu minnstu. Af einstökum tekjuhópum vörðu heimili tekjulægsta fólksins minnstu fé en tekjuhæsta hópsins mestu. Ekki var munur á krónutölu heildarútgjalda heimila vegna heilbrigðisþjónustu með tilliti til kyn- ferðis, námsstöðu, atvinnuleysis eða búsetu. Tafla III. Heildarútgjöld heimila vegna formlegrar heilbrigöisþjónustu á ársgrundvelli (1998):. Útgjöld í krónum Hlutfall útgjalda af heimilistekjum Breyta X SD n % n Kynferði Karl 56.396 37.065 780 2,22 702 Kona 54.685 35.136 731 2,57' 595 Aldur 18-24 51.759 37.695 295 2,50 233 25-34 50.072 31.074 385 2,20 351 35-44 61.591 36.481 347 2,34 312 45-54 65.900- 35.799 236 2,01’ 209 55-64 54.621 40.996 132 2,93 115 65 og eldri 45.396 34.392 115 3,14 78 Hjúskaparstaöa Gift(ur)/Sambúð 61.263 35.243 1017 2,34 919 Einhleyp(ur) 45.352 35.739 385 2,35 301 Fráskilin(n) 39.379- 31.990 67 2,57 52 Ekkja/Ekkill 28.375 24.172 31 4,22 19 Foreldrastaða Barn < 5 ára 60.347 34.017 387 2,53 353 Ekki barn < 5 ára 54.061" 36.764 1118 2,32 941 Fjöldi heimilismanna 1 29.239 25.577 131 2,57 95 2 48.325 32.361 331 2,52 285 3-4 58.972- 34.939 697 2,18 619 5 eða fleiri 65.461 39.285 352 2,58 298 Atvinnustaöa Ekki í starfi 50.707 33.448 180 3,46 125 Hlutastarf 49.954- 32.849 368 2,13"' 322 Fullt starf 58.626 37.483 963 2,31 850 Námsstaða í skóla 52.342 35.988 263 2,40 209 Ekki í skóla 56.683 36.302 1180 2,37 1047 Atvinnuleysi Atvinnulaus nú 59.538 40.325 63 3,28 53 Ekki atvinnulaus nú 55.735 36.065 1355 2.32' 1189 Búseta Höfuöborgarsvæöi 56.240 36.126 958 2,37 827 Landsbyggð 54.406 36.176 553 2,39 470 Menntun Grunnsk./gagnfr. eða landspróf 46.336 31.408 393 2,43 327 Sérskóla- eða stúdentspróf 57.948- 36.402 803 2,48 709 Háskólastigspróf 61.627 39.388 283 2,02 257 Heildartekjur heimilis 0-1499 þús. 40.706 31.793 176 5,26 176 1,5-3,2 milj. 54.749- 33.320 571 2,34”' 571 3,3+ milj. 65.068 38.376 543 1,52 543 * p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001 1 Hópamunur á útgjöldum í krónum var metinn meó t-prófi þegar hópar voru tveir og meó F-prófi þegar hóp- ar voru þrír eöa fleiri. Hópamunur á útgjöldum sem hlutfalli af flölskyldutekjum var metinn meó kí-kvaröat prófi. Kostnaðarbyrði heimila ákvarðast ekki einungis af krónutölu heilbrigðisútgjalda, heldur ekki síður af hlutfalli útgjalda af heimilistekjum. Tafla III sýnir þetta hlutfall í einstökum þjóðfélagshópum. Sam- kvæmt töflunni er munur milli kynja. Heimili kvenna vörðu 2,6% af tekjum sínum í formlega heilbrigðis- þjónustu, en heimili karla 2,2%. Athygli vekur hátt hlutfall heilbrigðisútgjalda af heimilistekjum eldra fólks, einkum 65 ára og eldri (3,1%), og einnig yngra fólks á aldrinum 18-24 ára (2,5%). Þá vekur einnig Læknablaðið 2003/89 29

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.