Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 6
6 Litli-Bergþór Nú þegar 100 ára saga Ungmennafélags Biskups- tungna er komin á prent datt mér í hug að setja eftirfarandi hugleiðingar á blað og senda þær til kunningja míns, Litla-Bergþórs. Þegar Helgi Kjartansson kom að máli við mig í fyrravetur og spurði hvort ég væri til í að skrifa sögu Ungmennafélags Biskupstungna var það auðsótt mál. Helgi var eitt sinn starfsmaður minn þegar hann var framkvæmdastjóri Glímusambandsins en ég formaður. Ég myndi skrifa upp á gott meðmælabréf handa honum hvenær sem væri en ég held að hann þurfi ekki á því að halda, hann mælir með sér sjálfur. Ekki skemmdi fyrir þetta ágæta fólk í ritnefndinni. Gamlir formenn í löngum röðum, Sveinn, Gunnar, Maggý, Jens Pétur og Svava, formaður kvenfélagsins. Allt saman öndvegisfólk og alltaf tilbúið til aðstoðar. Við vorum nú hógvær í byrjun og það var talað um svona 100 blaðsíðna bók. Maður hlær að þeirri hugmynd núna. Ég hélt reyndar að ég þekkti dálítið Saga söguritara Eftir Jón M. Ívarsson Höfundur bókarinnar við dyr fangaklefans í Aratungu. til sögu Umf. Biskupstungna, frá því ég vann við sögu HSK, en það kom fljótt í ljós að sagan var svo efnismikil að 200 blaðsíður í stóru broti væru nær lagi. Svo endaði þetta í 300 blaðsíðna bók með öllum skýrslum og skrám sem fylgja góðu sagnfræðiriti. Og má þó ekki minna vera til að koma þessari miklu sögu til skila að einhverju leyti. Svo fór maður að skrifa og ég sá fljótlega að best væri að skipta textanum í fjögur tímabil. Fyrsti kaflinn fylgdi fyrsta formanninum, Þorsteini Þórarinssyni á Drumboddsstöðum allt þar til hann féll frá árið 1933. Þorsteinn var formaður mestallan þann tíma og lagði líf og sál í að starfa fyrir ungmennafélagið eins og margir hinna elstu félagsmanna sem voru með afbrigðum hugsjónaríkt fólk. Sá sem skoðar til dæmis gömlu bréfabókina frá 1926-1933 og lítur yfir öll bréfin sem Þorsteinn afritaði eigin hendi, skynjar að hugsjónir hans komu frá hjartanu. Sigurður á Vatnsleysu talaði ekki af sér Í þessum fyrsta hluta var ekki um annað að ræða en skrifaðar heimildir. Það setur manni nokkrar skorður en hefur þó einn kost; Það getur enginn rengt það sem maður skrifar, því það er enginn annar til frásagnar. Svo þegar fór að nálgast miðja síðustu öld fór ég að hafa samband við elstu félagana og yfirheyra þá um sitthvað úr starfinu. Fyrsta heimsótti ég þá Sigurð á Heiði, Sigurjón frá Vegatungu og Björn í Úthlíð. Þeir höfðu frá mörgu að segja og margt af því rataði náttúrlega á spjöld sögunnar. Það var feiknarlega gaman að tala við þessa menn, ekki síst Björn í Úthlíð sem var nú ekki að draga úr hlutunum þegar hann var að segja frá. Svo voru líka þarna menn sem voru hógværðin sjálf og könnuðust ekki við að hafa gert neitt sem til frásagnar væri. Sem var náttúrlega hverju orði ósannara. Ég fór til dæmis að Vatnsleysu og hugði gott til að yfirheyra Sigurð bónda Erlendsson. Hann var að dunda sér í fjósinu og tók mér vel en þegar ég gekk á hann fór hann allt í einu að þjást af alvarlegu minnisleysi og hafði ekki frá nokkrum sköpuðum hlut að segja. Alveg sama þótt ég hótaði að ljúga einhverju upp á hann. Sigurður lét ekki haggast og ég fór bónleiður til búðar. Rösk ritnefnd Þetta kom ekki að sök því ritnefndarfólkið, Gunnar, Sveinn, Maggý og Helgi voru engan veginn málhölt og við þau átti ég ítarleg viðtöl. Ekki nóg með það heldur

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.