Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 7
6 Þjóðmál haust 2013 ÁSkálholtshátíð 21 . júlí sl ., sem hald in var í tilefni af 50 ára afmæli Skálholts­ kirkju, flutti Gunnar Eyjólfsson leikari há­ tíðar ljóð sem Matthías Johannessen orti í tilefni af vígslu Skálholtsdómkirkju fyrir 50 árum . Gunnar flutti ljóðið í þeim búningi sem Matthías bjó því í nóvember 1982 og birtist í Lesbók Morgunblaðsins 27 . ágúst 1983 . Í Lesbókinni stóð: Fyrir vígslu Skálholtskirkju fór höfundur kvæðisins í Skálholt með Herði Bjarnasyni, arkitekt . Upp úr því orti hann frumgerð Skál­ holtskvæðisins, sem flutt var í veizlu þá verandi kirkjumálaráðherra Bjarna Bene diktssonar og Sigríðar Björnsdóttur, að ósk þeirra . Kvæðið var síðan birt í Lesbók . Nú hefur höfundur breytt kvæðinu, sleppt sumu en ort annað upp, og var það svo breytt flutt í Skálholtskirkju að tilhlutan biskups, herra Péturs Sigurgeirssonar, á tuttugu ára afmælis hátíð kirkjunnar . Þessi endanlega gerð kvæðisins er birt hér, eins og höfundur hefur gengið frá henni og hún var flutt í Skál holts­ kirkju 24 . júlí sl . [1983] . Ljóðið „Í Skálholtskirkju“ birtist í upp haf­ legri gerð í Lesbók Morgunblaðsins hinn 21 . júlí 1963 . Það var síðan gefið út sérprentað í 40 eintökum . Á nýársdag 1983 gaf Matthías mér eitt þessara 40 eintaka og hafði hann þá fært inn í það með eigin hendi breytingarn­ ar sem hann lauk við að gera í nóvember 1982 . Á titilblað skrifaði Matthías: Nýársdag ´83 Þetta ljóð var fyrst lesið fyrir Bjarna, Sigríði og Hönnu [konu Matthíasar] í júlí ´63 á svölun­ um á ráðherrabústaðnum á Þingvöllum . Síðar flutt yfir gestum á Skálholtshátíðinni í hófi í Sjálf stæðishúsinu — að frumkvæði Bjarna sem þá var dóms­ og kirkjumálaráðherra — svo breytt ný árs gjöf til Rutar og Björns Bjarna sonar, með vinarkveðju, Matthías . Að ég ætti þessa dýrmætu vinargjöf rifj að­ ist upp fyrir mér á sérkennilegan hátt í til­ efni af 50 ára afmæli Skálholtsdómkirkju . Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup hafði beðið Gunnar vin minn Eyjólfsson að flytja ljóðið sunnudag inn 21 . júlí 2013 . Síðdegis mánudaginn 8 . júlí hringdi Gunn ar í mig og sagðist hafa reynt að ná í Matthías en ekki tekist, hann þyrfti að fá endan lega útgáfu af ljóðinu sem hann ætti að flytja, hvort ég gæti aðstoðað sig við að ná í Matthías eða hvort ég gæti útvegað sér endanlega gerð ljóðsins . Beiðnin kom flatt upp á mig og sagðist ég ekki vita hvað ég gæti gert, ekki væri alltaf auðvelt að ná í Matthías . Þá var eins og rödd hvíslaði að mér og þar sem ég sat í gömlu skrifstofu föður míns rétti ég hendina aftur fyrir mig og dró út sér prentið góða, nýársgjöfina frá því fyrir 30 árum, en inn í litla heftið hafði ég lagt sam an brotna úrklippu úr Lesbókinni frá 27 . ágúst 1983 . Ég sagði Gunnari í símann að eftir 10 mínútur yrði ég hjá honum með ljóðið . Gunnar (87 ára) flutti ljóðið glæsilega á Skálholtshátíðinni . Hefur það nú verið flutt þrisvar sinnum til heiðurs dómkirkj unni fögru . Árið 1963, þegar Matthías orti ljóðið og las það á svölum ráðherrabústaðarins á Þingvöllum, var hann 33 ára . Björn Bjarnason Í minningu ljóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.