Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 51

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 51
50 Þjóðmál haust 2013 Bjarni Jónsson Ógöngur hins opinbera Inngangur Ísumarhefti Þjóðmála 2013 er ritdómur Jóns Magnússonar um bókina Bús­ áhalda byltingin — sjálfsprottin eða skipu­ lögð eftir Stefán Gunnar Sveinsson . Rit verk þetta ber með sér hversu hurð skall nærri hælum við bankahrunið í október 2008 — þegar Seðla bankanum tókst með harðfylgi og dugn aði starfsfólks þar og í bönkunum að halda uppi nánast hnökralausri greiðslu­ miðlun — og í janúar 2009 þegar hættuleg öfgaöfl voru nærri búin að bera lögregluna ofur liði, bera eld að Alþingis húsinu og steypa þingbund inni ríkisstjórn landsins . Þá munaði hársbreidd að lýðveldið riðaði til falls . Spyrja má hvar forseti lýðveldisins, verndari þess, stoð og stytta, hafi verið þá? Hvers vegna gerði hann enga tilraun til að grípa inn í rás viðburðanna og bera klæði á vopnin, eins og þó hefði mátt ætlast til af honum við þessar aðstæður? Framsóknarflokkurinn verðlaunaði of­ beld is seggina með því að lofa að verja minni­ hluta stjórn vinstri flokkanna, Sam fylk ingar og Vinstri hreyfingarinnar græns fram boðs, van trausti á Alþingi fram að kosn ing um . Eftir þingkosningarnar í apríl 2009 mynd­ uðu þessir tveir flokkar ríkisstjórn sem marg ir telja verið hafa verstu ríkisstjórn lýð­ veldi s tímans á mælikvarða hagstjórnar og sam félagssáttar . Þessi alræmda ríkisstjórn Jóhönnu Sig­ urðardóttur kenndi sig við norræna velferð, en vinnubrögð hennar voru eins langt frá stjórnarháttum á hinum Norðurlöndunum og hugsast má . Og ekkert er fjær sanni en að hún hafi komið á velferðarkerfi, nema fyrir eigin hlöðukálfa sem hún raðaði ótæpilega á ríkisjötuna og Laugarvatnsstjórnin situr enn uppi með marga þeirra, jórtrandi í hlað varpanum . Það er óhugsandi, að ástandið, sem hér hefur verið reifað, gæti myndazt á hinum Norður löndunum . Þau urðu t .d . fyrir bankakreppu í byrjun tíunda áratugar 20 . aldar innar — eins og Göran Persson, sænskur jafnaðarmannahöfðingi, lýsti í heim sókn sinni hingað haustið 2008 þegar hann gerði tilraun til að gefa góð ráð sem lítið var farið eftir hér — án þess að hinum þingbundnu konungsstjórnum þar eða í finnska lýðveldinu væri hætta búin . Íslenzkt samfélag er ólíkt hinum norænu samfélögunum eins og þeir Íslendingar geta gerst borið um sem búið hafa um hríð í öðru norrænu landi, en þeir eru fjöl margir . Hér skortir norræna stjórnfestu, lang­ tímamarkmið og fjármálalega ábyrgðar­ tilfinningu . Allt þetta fjarlægðumst við á valdaskeiði ríkisstjórnar vinstri flokkanna og nú er svo komið, að lýðveldið er í nauðvörn vegna halla á ríkisrekstri, gjaldeyrishafta, stöðnunar hagkerfisins, óleysts uppgjörs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.