Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 11, mars 1983 irinn sViiinij;irs;ilir Norræna húsiö: Jóhanna Bogadóttir sýnir grafík, mál- verko.fl.ikjallarasal. Brian Pilkington heldur áfram aö sýna Gilitruttmyndir í anddyri. Ásmundarsalur: Erla B. Axelsdóttir sýnir pastelmyndir. Slöasta sýningarhelgi. Gallerí Langbrók: Sigrid Valtingojer sýnir grafik og teikningar. Opið kl. 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Listmunahúsið: Margrét Guðmúndsdóttir sýnir eró- tiskar myndir o.fl. Síöasta sýningar- helgi. Kjarvalsstaðir: Lokað um helgina vegna sýningar- undirbúnings. Bókasafn Kópavogs: Leynifélagiö býöur upp á te. Súrreal- ismi eftir fólagana i Medúsu. Opiö á venjulegum opnunartima safnsins. Stendur til 27. mars. Gallerí Lækjartorg: Erla Ólafsdóttir sýnir Ijósmyndir. Opiö kl. 14—18 nema fimmtudaga og sunnudaga, þá kl. 14—22. Nýlistasafnið: Franski listamaöurinn Felix Rozen sýnir maxímalískar myndir. Siöasta sýningarhelgi. Mokka: Nemendur Verslunarskóla íslands sýna Ijósmyndir, teiknaöar og málaö- ar myndir, svo og skúlptúra. Framhald af listahátiö skólans. Ásgrímssafn: Vetrarsýning. Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. Listasafn Einars Jónssonar: Höggmyndir Einars til sýnis á sunnu- dögum og miövikudögum kl. 13.30—16. Listasafn íslands: Mannamyndir í eigu safnsins og fleiri myndir. Opiö sunnudaga, þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30—16. Árbæjarsafn: Opiö samkvæmt umtali. Simi 84412 kl. 9—10 f.h. Iciklnís Revíuleikhúsið: Karlinn I kassanum eftir Arnold og Bach. Sigurgangan heldur áfram í Hafnarbiói. Sýning i kvöld, föstudag kl. 20. Ath. kl. 20. Gránufjelagið: Fröken Júlía eftir Strindberg. Sýn- ingar í Hafnarbíói á laugardag kl. 20.30 og á sunnudag kl. 14.30. Menntaskólinn við Sund: Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigur- jónsson. Sýningar á laugardag, sunnudag og mánudag kl. 20.30. Síö- ustu sýningar. Nemendaleikhúsið: Sjúk æska eftir Ferdinand Bruckner. Sýningar i Lindarbæ á föstudag og sunnudag kl. 20.30. Allra siðustu sýn- ingar. Þjóðleikhúsið: Föstudagur. Jómfrú Ragnheiður eft- ir Guömund Kamban. Laugardagur: Lina langsokkur eftir Lindgren, kl. 14. Orestela eftir /Eskýlos, kl. 20. Sunnudagur: Lína langsokkur, kl. 14 og 18. Litla sviðið: Súkkulaöi handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur. Sýning á sunnudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Salka Valka eftir Halldór Laxness. Laugardagur: Skilnaöur eftir Kjartan Ragnarsson. Sunnudagur: Forsetaheimsóknin eftir Régo og Bruneau. Austurbæjarbíó: Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Sýning á laugardag kl. 23.30. Leikfélag Hafnarfjarðar: Bubbi kóngur eftir Alfred Jarry. Síö- asta sýning i Bæjarbíói á sunnudag kl. 21. íslenska óperan: Mikado eftir Gilbert og Sullivan. Frumsýning á föstudag kl. 20. Önnur sýning á sunnudag kl. 21. Ath. breytt- an sýningartima. Ljósmynd er ekki ,,lífið“ heldur Ijósmynd af ,,lífinu“ meðal annars Þegar talað er um „lífið” eiga menn oftast við ytri atburði sem gerast ekki í sálarlífinu. Löngum var haldið að Ijósmyndin tæki myndir af öðrum; en mín skoðun er sú að einu gildi af hverju mynd- in er tekin, ljósmyndarinn tekur ævinlega myndir af sálarlífi síns sjálfs og annarra. Að minnsta kosti þegar best tekst til, og jafn- vel þó oftar í hinu tilvikinu: Mis- heppnuð mynd er mikils virði, ef ljósmyndarinn ann starfi sínu. Þrjár ljósmyndasýningar hafa siglt um sýningarsalina hér í Reykjavík. Ein þeirra er þó sér- stæðust, af því að hún er ekki að- eins sýning á ljósmyndum eftir mann, heldur mynd af manni og heimilislífi hans, Emile Zola. Þátttakendur í myndaleikjum þessum er ekki aðeins Zola sjálf- ur, skáldið, natúralistinn og boð- Eeri málaralistar, heldur einnig konur hans tvær, hundurinn hans (sem er á ýmsan hátt keimlíkur Zola), nokkur reiðhjól og annað. Forvitnilegastar eru konur Zola, eða viðhorf hans til þeirra. í ljósmyndunum hefur hann þær gersamlega aðgreindar, líkt og í lífinu. Eiginkonan er með bauga kringum augun, örlítið þjáð og ófrjó, en engu að síður „frúin”. Og þótt Zola haldi fram hjá henni, þá hcldur hann jafnan í hönd hennar af undirgefni og ber um hálsinn slaufubundið band sem kaþólskir bera oft ef þeir hafa heitið á dýrling og vilja taka á sig píslir, eins og þær að fá sér ekki nema hálfflösku af víni með morgunverðinum. Leikgervi Zola er frábært og auðséð að hann nýt- ur þess að leika persónur á ljós- myndum, eins og hann lætur per- sónur leika sitt hlutverk í skáld- sögum. Hjákonu sína lætur hann leika hlutverk heimsmanneskjunnar, en - ÆI— hún fær aðeins að leika slíkt hlutverk á ljósmyndum, en aldrei i raunveruleikanum. Þegar Zola kemur opinberlega fram hef- ur hann frúna með sér með augnbaugana, en heimkominn úr veislunum færir hann hjákonuna í skyndi í veisluklæði og tekur ljósmynd af henni þannig. Hjá- konan, Jeanne Rozerot, á auðsæi- lega fullan fataskáp af fjaðra- slæðum, hönskum, höttum með slörum, hálsmenum, blúndum og ótal töskum, og Zola nýtur þess að „klæða hana uppá” þegar þau eru ein. Og svo ljósmyndar hann hana í öllu „dressinu”, en drósin fagra fær aldrei að fara með honum í öllu fíneríinu í veislur. Það gerir „frúin” sem er sam- bland af bosmamikilli franskri frú og dyravarðarkonu. Þessi sprenghlægilegi leikur skáldsins er frábærlega settur á svið, og bækur hans „ná ekki” slíku raunsæi og eðlilegum mann- legum viðbrögðum þótt „hánat- úralískar séu”. Einnig er auðsæi- legur Zola sjálfur, hlutadýrkand- inn, kvenfataunnandinn og kven- maðurinn i honum sjálfum, sem hann fer ekkert leynt með í um- gengni sinni við hjákonuna; en í viðurvist eiginkonunnar er hann í hlutverki niðurlúts munks sem hugsar aldrei um annað en hold- Iegar píslir og gleraugun sín. í hjólreiðatúrunum er hann Zola allt annar maður: hann er hið hálfspræka gamalmenni sem vill halda sér við í rúminu með hjólreiðum. Hann vill sýna að hann „kemst á bak” þótt gamall sé. Myndir hans af heimssýning- unni hafa hins vegar ekkert gildi, nema kannski sögulegt gildi. Myndir af börnum hans eru fremur uppstillingar en verulegar Ijósmyndir með öllu sínu innra lífi og annarra. Hvernig fer svo þessi ljós- myndaleikur? Eins og ætlast var til af honum. Zola deyr og hjá- konan stendur við hlið barnanna sem hann á með henni, en eigin- Zola með ástkonu og börnum þeirra — útkoman verður ævinlega sú sama: Mynd mannsins, eins og hann er og getur ekki flúið. konan stendur við hlið hinnar ís- köldu styttu af sínum „hjart- kæra” eiginmanni. Báðar hafa þær erft það sem þær sáðu til: Önnur styttu, hin börn. En Zola hlýtur að hafa hlegið og grátið á himnum, grátið yfir því hvað mannlífið er mikil mynd af manni sjálfum, og þótt maðurinn komi fram í ýmsum myndum og bregði sér í ótal flíkur og gervi, þá verður útkoman ævinlega sú sama: Mynd mannsins, eins og hann er og getur ekki flúið. Ljósmyndasýning Erlu Ólafs- dóttur í Gallerí Lækjartorgi er andstæða sýningarinnar á verk- um Zola. Þetta eru bara fallegar myndir í litum. Allar eru þær sjálfsmyndir og þjóðfélagslýsing- ar: hinar háttstemmdu, grát- kenndu islensku tilfinningar sem renna dálítið út í rökkrið og mósku. Slíkar tilfinningar leita í átt til ljóssins, þegar seinustu sólargeislarnir leita að bústaði í fjörugrjótinu, eins og flosmjúkur mosi í glampandi haustsól eða lurkur að morgni dags í vetrar- töfrum októbergeisla kvöldsöngs, meðan steinn í Breiðdal er í haust- stemmingu vatnadans í við- bragðsstöðu á ís á bökkum Gull- foss líkum kristöllum í berjalyngi mosagróðurs sem er fullur af vor- gleði og hefur fengið hlutverk í nýju ljósi skreiðar í hljóði, því allt hefur sinn tíma í leik ljóss að skuggum...o.s.frv. Og þessi þula er samin upp úr nöfnunum á Ijós- myndunum sem eru frámunalega fallegar. Og íslenskara getur það ekki verið, fegurðin sjálf, upp- hafin... svona á milli þess að farið er í meðferð eða á fyllirí. ...og kveinstafirnir taka við af kerta- ljósinu og huggulegheitunum. Grimmsævintýri Jóhönnu Bogadóttur Einu sinni á eyju bjó afar ein- þykk stúlka sem hlustaði á vet- urna hvernig óveðrið lamdi glugg- ana. Hún var stundum hrædd, og þegar hún var hrædd og ein, þá las hún í sífellu söguna um Litlu stúlkuna í turninum. Með árunum fór einþykka stúlkan stöðugt út í skóg, þótt enginn skógur væri á eyjunni. En einþykkni hennar var sem skógar- þykkni; og núna, af því hún var orðin stór, þá lagði hún bókina frá sér með sögunni um litlu stúlkuna í turninum og fór að teikna mynd- ir af litlu stúlkunni í turninum í staðinn. Nú eru sögur aldrei algerlega sannar, og það er maðurinn raun- ar ekki heldur, o£ þess vegna týndist stúlkan í þykkninu í skóg- inum, og þó var lífsleið hennar ekki hálfnuð; og það að hún fór út af hinni „réttu braut” átti ekkert skylt við ljóðið eftir Dante. Ein- þykka stúlkan fór bara sína leið, vegna þess að Ieiðin var engin leið að dómi ýmissa, en engu að síður leið stúlkunnar. Það er einkennandi fyrir list litlu stúlkunnar í turninum að stúlkurnar sem eru að sveima í kringum turninn í myndum henn- ar eru venjulega einvængja og hafa týnt af sér öðrum skónum. Þetta hefur sina merkingu, eink- um ef við tökum mið af mannin- um með grímuna og hornin, sem sveimar kringum eða í lífi litlu stúlkunnar. Einnig er vert að gæta þess að litla stúlkan er venjulega í einhverju dimmu skýi. Hún er fal- in í því, þannig að aðeins sjást fætur eða hendur; en stúlkan sjálf er í myrkviðinu. Það er engu lík- ara en einhver kolkrabbi hafi spýtt bleki á hana alla, að fótunum frá- töldum. Stúlkan vill gjarnan fljúga, og þótt hún sé flughraust og eigi ætt að rekja til ýmissa sagna, þá er ekki þar með sagt að vængirnir séu ævinlega traustir á bakinu á henni. Þetta eru ósköp breiðir vængir en samt ekki jafn traustir og vængirnir á englinum sem flaug frá honum Tobíasi. Það er nú kannski ekki hægt að líkja því saman, enda eru þeir vængir á málverki eftir sjálfan Rembrandt. Svo notar litla stúlkan í turninum pensilinn gjarna eins og hann væri litblýantur eða litkrít: hún teiknar með penslinum og segir frá. Allt er frásögn af huldu og duldu, og hún hefur líka skoðun á myndefninu. Þarna eru líka fiskar og dollur sem hægt er að veiða í síli við bryggju. Þarna eru æskuár í bland við skáldsögur, ljósmyndir og svolítinn skammt af sænskum anda. Hann er venjulega í líki hár- strýs og yfir honum hvílir sam- bland af sunnudagaskólaanda og trúboðslykt: Lúter og lýsol. Það er hin skandinavíska hollusta: Lúter, lýsol og Lína langsokkur. Þrefalda ellið. Eða hið fjórfalda. Þetta eru bráðfyndnar tiltektir af stúlkunni í turninum, að hafa þarna einslags fituhorn, svo lítið ber á, enda ófært að láta „boðun- arþróttinn” vera allsráðandi hér á jaðarsvæðinu. Stúlkan gerir þetta af því henn- ar skoðun er sú að þrátt fyrir að líf mannsins er statt í völundarhúsi er völundarhúsið jafnframt eins konar sirkus, þar sem allt er á ferð og flugi, einnig þeir sem baksa á öðrum vængnum og eru haltir á öðrum skónum. Geta flugvélar ekki flogið á öðrum vængnum, hví skyldu andlegir leiðtogar mannkynsins ekki geta flogið líka á sínum Iaskaða væng? Þrátt fyrir gamansemi efnisins er alvara í litunum, sem annað hvort klessa sér á strigann, líkt og þeir vilji halda sér þar dauðahaldi eða rétt aðeins snerta hann til bráðabirgða. Kannski vilja þeir gefa í skyn að þeir geti lifað auð- veldlega án strigans. Slíkir litir eru einþykkir, einmana, stoltir, en um leið hið gagnstæða. „Að vera í málverki eða vera ekki, það er vandinn”, sögðu litirnir andspæn- is grafíkmyndinni. Allir nema sá rauði. Hann þekkti sinn rétta stað. En hvernig fór sagan um stúlk- una í turninum sem stúlkan í turn- inum las úti í skógi, þegar hún týndist þar og fór að mála heim- Sýning Jóhönnu Bogadóttur í Norræna húsinu — sagan um Litlu stúlkuna í turninum. inn sem hún hafði týnt en minnt- ist þó? Hún bjó í turni sem ljótur karl lokaði hana inn í og fugl færði henni frækorn á hverjum morgni, eins og heilagri Katrínu af Síena. Stúlkan í turninum hlustaði á söng fuglsins. Fuglinn söng um litlu stúlkuna í turninum. Lánaðu mér vængina þína and- artak, bað litla stúlkan í turnin- um. Til hvers? spurði fuglinn. Svo ég geti flogið, því að maður með hlykkjótt horn heldur mér fanginni í þessum turni, svaraði litla stúlkan. Þá lánaði fuglinn stúlkunni vængina og hún flaug út úr turn- inum og reyrði vængina fast við turninn, svo að hann gæti flogið sjálfur — en hvert? Turninn verður að leysa úr því vandamáli sjálfur, sagði litla stúlkan sem bjó ekki lengur í turn- inum, heldurgekk burt úr skógin- um á eyjunni þar sem var enginn skógur. Og fuglinn fylgdi henni, eins og hann væri Jónas Hallgrímsson. í tengslum við listahátíð Verslunarskólans í síðustu viku gekkst listafélag skólans fyrir myndasamkeppni, og bárust tæplega 40 myndir. Þessa dag- ana eru myndirnar sýndar á Mokka, en sýningin stendur til næstu mánaðamóta. Það var Einar Sigurðsson sem hlaut fyrstu verðlaun í mynda- samkeppni listfélagsins, en með- fylgjandi mynd af henni tók Jim Smart ljósmyndari Helgarpósts- ins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.