Börn og menning - 01.04.2012, Side 12

Börn og menning - 01.04.2012, Side 12
12 Börn og menning - hvernig við sium raunveruleikann í gegnum hughrif sem við verðum fyrir í gegnum bókmenntir og þá sérstaklega barnabókmenntir. Við heimfærum minni, atburði, umhverfi og blæbrigði úr skáldskap upp á aðstæður sem við lendum I; heimfærum stemningu úr marglesinni barnabók upp á það sem við sjáum I kringum okkur. Þetta er ákveðinn flötur á nostalgíu; að endurbyggja veruleikann út frá henni. Og svo virðist vera sem það sem maður las I bernsku hafi langsterkustu tökin. Hvað er það sem veldur því að ég hugsa ennþá um Albín þegar ég heyri orðið snoturt - samanber snoturt og snyrtilegt - hvað er það sem veldur því að mig grunar alltaf að mýs gangi um með svuntu og sitja við sauma inni I holunni sinni, að trúleysinginn Salka vildi óska að við færum I raun og veru til Nangijala eftir dauðann, hvað er það sem veldur þvl að áköfustu bókmenntasamræðurnar I kringum mig fara iðulega af stað þegar farið er að rifja upp gamlar barnabækur, bera saman hver las hvað og hverja systranna I Sitji Guðs englar-bókunum fólk hafi haldið mest upp á? Við bestu vinkonu mína ræði ég pólitík, þjóðfélagsmál, leikhús, tónlist, menn og málefni - en það eina sem okkur verður virkilega heitt I hamsi yfir er bókin Sesselja Agnes eftir Mariu Gripe, sem við lásum báðar I kringum tlu ára aldurinn og varð ein af eftirlætisbókum mínum en vakti hins vegar ekkert annað en taumlausan hrylling hjá vinkonu minni, með þeim afleiðingum að hún má ekki heyra á hana minnst án þess að á hana komi undarlegur reiðisvipur. Tilfinningin gagnvart bókinni er ennþá til staðar - og að sama skapi töfrarnir sem hún hefur alltaf vakið I mínum huga, samlíðanin með söguhetjunni Nóru og kitlið I maganum yfir þeim óútskýranlegu atburðum sem eiga sér stað I þessari magnþrungnu sögu, en bókin heitir einmitt Sesselja Agnes - undarleg saga. Sömu bókina aftur og aftur Sennilega eru margir áhrifaþættir sem hjálpast að við að stimpla barnabækur jafnrækilega inn I mann og raun ber vitni. Þegar maður er barn er einbeitingin einhvern veginn önnur; það sem hugurinn grípur á lofti eru oft smáatriði sem er skautað yfir síðar á lestrarævinni en verða börnum umhugsunarefni, vekja undrun, forvitni, hlátur eða jafnvel hræðslu. Það er síðan ótrúlega gaman að fylgjast með þessu sem fullorðin manneskja; þegar ég les með fjögurra ára bróðurdóttur minni tek ég eftir því hversu mikinn áhuga hún hefur á orðunum sem slíkum - hún vill vita nákvæmlega hvað það þýðir að standa vörð, vera fokvondur eða sótsvartur. Þá reynir aldeilis á stóru frænkuna. Svo hjálpar það auðvitað til að sem barn hefur maður gaman af endurtekningunni; nýtur þess að heyra sömu söguna aftur og aftur, horfa á sömu myndina, leika sama leikinn með einhverjum tilbrigðum. Ég man sannarlega ekki eftir því að hafa á fullorðinsárum lokið við bók og byrjað strax aftur á byrjuninni, en því man ég margoft eftir þegar ég var krakki, enda kann maður heilu og hálfu kaflana utan að. Það sama á reyndar við um Andrésblöðin, þá stórfenglegu fróðleiksnámu, sem sagði manni ekki bara frá lífi anda, hunda, músa og annarra fyrirbæra í Andabæ heldur fræddi mann einnig um hluti á borð við sögu Bandaríkjanna og Raunir Werthers unga; og í Andrésblaði lærði ég líka þessar stórkostlegu Ijóðlínur: „Að mér sækir hugarvíl / því með boga mínum og píl' / ég skaut niður fýl." Góðar barnabækur eru líka oft myndrænar, og í raun ekki bara myndrænar heldur er í mörgum barnabókum opnað fyrir öll skilningarvit og skapaður hljóðheimur, myndheimur, heimur uppfullur af sterkri áferð, litum, lykt og Ijósi. Það óhugnanlega eða óþægilega situr líka oft í manni, og þótt ég finni enn fyrir hræðslu þegar ég handfjatla bókina um Dísu Ijósálf og sé fyrir mér moldvörpuna vil ég meina að það sé gott og nytsamlegt að verða svolítið hræddur, »«

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.