Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 32

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 32
32 Börn og menning Saga Vigdísar er býsna óhugnanleg og hér virðist vera um hreinræktaða draugasögu að ræða. Sagan hefst á skáletruðum kafla þar sem Vigdís sér lítið barn sem grætur. Hún vill hugga það en þá reynist þarna vera draugur sem hvessir á hana rauðum augum og kallar hana svikara. Kaflinn er endurtekinn og þá kemur í Ijós að hann er hluti af martröð Vigdísar. Hvaða barn er þetta? Svarið fæst undir lok sögunnar en þar á milli gerist margt og mikið, á stuttum tlma, frá fimmtudegi til þriðjudags. Barnið ásækir Vigdísi og birtist henni í spegli og vælir sem útburður. Einnig fylgir barninu lykt sem Vigdísi þykir kunnugleg. Vigdís er vinkona Önnu Þóru úr fyrri bókinni og þegar sagan hefst er ekki minnst á örlög Margrétar vinkonu þeirra beggja sem hvarf á dularfullan hátt. Á bls. 22-23 rifjar Vigdís upp stund með vinkonum sínum og hún er þarna í kunningjahópnum glöð og sæl. Höfundar vinna þétt saman og hljóta að hafa rætt um persónur sínar til að tengja sögurnar þótt hver og ein eigi að vera sjálfstæð. Höfundar taka fram að hver bók [séj sjálfstæð eining sem er efnislega óháð hinum; hver bók getur staðið án hinna. Samt getur það gerst að atburður í einni bók dýpki skilning á einhverju sem gerðist í annarri, til dæmis getur aðalpersóna bókar birst sem aukapersóna í einhverri hinna bókanna og lesandinn fær því smátt og smátt heilsteyptari mynd af hverfinu og íbúum þess.6 Vissulega hafa höfundar rætt um aldur persóna og samræmt sögurnar að því leyti en hvað með aðstæður þeirra? Á bls. 35 fær lesandi að vita um bróður Önnu Þóru, að hann sé enn á sjúkrahúsi á hægum batavegi. Þetta segir lesanda að Óttulundur eigi að gerast á eftir Rústunum. Vigdís á móður sem er stödd í Barcelona og ætlar hún að fara 6 Útgáfa Bókabeitunnar, 2011. til hennar í páskafríinu og hlakkar mikið til. Vigdís hefur ýmislegt reynt á sínum fjórtán árum, hún hefur misst bæði föður og afa, og er hægt að rekja bæði dauðsföllin til atburðar sem átti sér stað þegar Vigdís var smábarn. Ógnvænlegur fortíðarvandi Atburðurinn er hulinn þögn en fortíðin leitar á og virðist ætla að hafa veruleg áhrif á framgang sögunnar. Smátt og smátt skýrist myndin af Ijóshærða barninu með krullurnar og lesandinn les út úr þeim upplýsingum sem veittar eru afar dapurlegan atburð, barn, tvíburasystur Vigdísar, Valdísi, sem lét lífið á sviplegan hátt og fær ekki frið í gröf sinni. Móðir þeirra, Jódís, hefur ekki sætt sig við dauða dótturinnar: Hún yrði að hleypa Valdísi litlu út úr myrkrinu, sem hún hafði sjálf falið hana i, og inn í birtuna. (bls. 103) Með því að þegja yfir dauða tvíburadóttur sinnar svo lengi hefur Jódís hrundið af stað skelfilegri atburðarás. En nú er Vigdís á leið til móður sinnar og þá á leyndarmálið að afhjúpast. Þetta litla barn er magnaður draugur og býr yfir miklum kröftum, getur snert fólk og aðstoðað við leit að hlutum. En barnið virðist líka búa yfir ótakmarkaðri illsku, virðist hafa orðið föður og afa að bana, orsakar vanlíðan hjá frænku sinni og að lokum drepur það tvíburasystur sína. Reyndar er það ekki sagt berum orðum en lesandinn skynjar endalokin. Óskaplega tragískur endir og hlýtur að valda ungum lesendum hugarangri. í sögunni er hvergi Ijósglæta og allt hnígur að þessum lokum. Það er vonandi að Ijósið megi finna í næstu bók. Eitt stingur í augun í þessari bók, en það er misræmi í aldri Vigdísar þegar hún missir föður sinn. Annars vegar er hún sögð fimm ára, að verða sex þegar hann lætur lífið (bls. 13) og hins vegar er hún þriggja ára og hálfu ári betur (bls. 90). Höfundar minnast á það I markmiðum sínum að bækurnar verði ritaðar á vönduðu máli og góðu. Það má til sanns vegar færa, víða eru góð tilþrif í íslensku máli. Þó er greinilegt að höfundar vilja höfða til barna og unglinga með því að færa sig nær málstíl þeirra. Eitt lítið dæmi: Þú ert nú bara algjör að hafa ekki sagt mér þetta fyrr (Rústirnar, bls.72) og eina af nokkrum enskuslettum má finna í Óttulundi: „Saved by the bell," sagði Anna Þóra... (bls. 83). Höfundar þurfa einnig að koma í veg fyrir villur og ósamræmi í upplýsingum. í Óttulundi, bls. 80, er Vigdís að pakka niður fyrir ferðina til Barcelona en á næstu blaðsíðu á hún alveg eftir að láta niður í töskurnar. Framtak Mörtu Hlínar og Birgittu Elínar er virðingarvert og lofsvert. Þær bretta svo sannarlega upp ermar og skrifa skemmtilegar og spennandi bækur fyrir unglinga. Þær gæta þess einnig að hafa bækurnar fremur stuttar svo að lengdin standi ekki í vegi fyrir lestrarlönguninni. En höfundar verða að vanda sig, ræða saman um efni bókanna og samræma. Unglingar eru kröfuharðir lesendur og vilja geta treyst því sem þeir lesa. Marta Hlín og Birgitta Elín telja að vandi illa læsra unglinga liggi að stórum hluta í því efni sem þeim stendur til boða. Einmitt þess vegna verða höfundar að gera vel og gera betur. Höfundur er framhaldsskólakennari Heimildaskrá: Ármann Jakobsson. (2009). Yfirnáttúrlegar ríðingar. Tímarit Máls og menningar, 1, 111- 121. Birgitta Elín Hassell og IVIarta Hlfn Magnadóttír. (2009). Bókabeitan. B.Ed.-verkefni. Sótt 29.03.2012 af http://hdl.handle.net/1946/3668 Markmið Bókabeitunnar. (2011). Bókabeitan. Sótt 21.03.2012 af http://www.bokabeitan. is/?page_id=2 Útgáfa Bókabeitunnar. (2011). Bókabeitan. Sótt 22.03.2012 af http://www.bokabeitan.is/7page_ id=9

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.