Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 39

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 39
IBBY fréttir 39 Bókabrellur og bollakökur IBBY á Islandi tók þátt í Barnamenningarhátíð Reykjavfkurborgar í ár með því að halda bókakaffi fyrir börn á Foldasafni. Þar bauðst hressum krökkum tækifæri til að hitta rithöfundana Margréti Örnólfsdóttur og Þorgrím Þráinsson yfir Ijúffengum bollakökum, spjalla um bækur þeirra og hlusta á upplestur. Ungir lesendur í Grafarvogi kunnu vel að meta uppákomuna og fjölmenntu til fundar við þessa uppáhaldshöfunda íslenskrar æsku. /BbY Á ÍSLANDI 4 UMIBBY GANGA í FÉLAGIÐ BÖRN OG MENNING ÚT6ÁFA VIÐBURÐIR VERÐLAUN ENGLISH Bókabrellur og bollakökur í Foldasafni IBBY á íslandi tekur þátt í Barnamenningarhátíð i Reykjavik með þvi að opna bókakaffihús i Foldasafni, laugardaginn 21. apríl klukkan 13-14. Hressum krökkum er boðið til bollakðkuáts og bókaspjalls ásamt rithöfundunum góðkunnu Margréti örnólfsdóttur og Þorgrfmi Þrálnssyni. Allir veikomnir! Dagur barnabókarlnnar - Eins og i sögu Fimmtudaginn 29. mars hyggst IBBY á íslandi færa þjóðinnl smásögu að gjöf tll að fagna degi barnabókarinnar. Sagan Eins og i sögu eftir Ragnheiði Gestsdóttur verður lesin upphátt fyrir alla grunnskólanema á landinu i einu, klukkan 9:45. Sögunni veröur útvarpað á Rás I á þeirri sömu stundu í flutningi höfundar. Eins og í sögu fjallar... Continue reðding • Bókakaffi um nostalgíu í miklu fannfergí, fimmtudagskvöldið 26. janúar, var haldið bókakaffi IBBY á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar. Yfirskriftin var Nostalgía og voru þrír rithöfundar fengnir til þess að horfa inn í rósrauða fortíðina. Erindin voru öll fjarska forvitnileg og var þeim vel tekið af viðstöddum. Salka Guðmundsdóttir hélt erindið Þegar ég vaknaði í Erilborg, Sölvi Björn Sigurðsson flutti fyrirlesturinn Ævintýrakafbáturinn. Vaknað í Nangilima og Jónína Leósdóttir hélt erindið Aldinmauk og limonaði. Höfundar unnu greinar upp úr erindum sínum sem munu

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.