Börn og menning - 01.04.2012, Page 37

Börn og menning - 01.04.2012, Page 37
I ' vi '. X Fregna og segja skulu fróðir menn ef vitrir vilja teljast. Einn skal vita annar ekki, þjóð veit ef þrír vita. Valdi sínu vitur maður beitir best í hófi. Hann finnur það er með fræknum kemur að enginn er snjallastur allra. Orð þau er maður öðrum segir, fær hann að gjalda fyrir. hluta erindisins, jafnvel með orðskviði eða málshætti: „þjóð veit ef þrír eru." Þórarinn enduryrkir Gestaþátt og heldur sig við Ijóðaháttínn. Honum tekst vel að laga efnið að nútímaíslensku og fella það jafnframt að formlegum einkennum kvæðisins. Talsvert þarf að hrófla við orðalagi í vísunum til að gera efnið aðgengilegra fyrir nútímalesendur, skipta út torskildum orðum fyrir önnur skiljanlegri og breyta orðaröð. Þrátt fyrir þær breytingar er efni kvæðisins enn sem fyrr bæði margbrotið og margrætt og krefst íhugunar og túlkunar og myndi endast í ófáa lífsleiknitíma í eldri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum. Ef umfjöllun um Völuspá og Hávamál I grunn- og framhaldsskólum á ekki bara að vera málsöguleg eru framhaldsskólanemar og kennarar þeirra fullsæmdir af texta Þórarins á þessum Ijóðum, enda má alltaf hafa eldri textann til hliðsjónar. Hér má sjá dæmi um hvernig Þórarinn enduryrkir eitt þekkt erindi Hávamála, strikað er undir stuðlana: Vits er þörf þeim er_víða ratar. Dælt er heima hvað. Að augabragði verður sá er ekki kann og með snotrum situr. Vit þarf sá er víða ferðast. Allt er auðvelt heima. Að athlægi verður sá sem ekkert kann og vistast hjá vitrum. Kristín Ragna nýtir sér fjölbreytta og blandaða tækni í myndsköpun sinni, svo sem samklipp, teikningu og málverk. Myndirnar eru sjaldnast einfaldar skýringarmyndir við efni einstakra vísna. Þvert á móti túlkar hún efni kvæðisins á sjálfstæðan hátt með fjölbreyttum táknum og tilvísunum í ýmsar áttír, meðal annars í Snorra-Eddu og Völuspá, en einnig í kunnugleg fyrirbæri í nútima umhverfi og menningu. Myndirnar eru, rétt eins og kvæðið sjálft, margbrotnar og margræðar og krefjast, ekki síður en kvæðið, íhugunar og túlkunar lesenda og eiga þær því sannarlega skilið ítarlegri umfjöllun er hér er rúm fyrir. Auga Óðins, gestsaugað, vakir yfir og allt um kring í bókinni og minnir okkur á frásögnina um það hvernig Óðinn lét annað augað fyrir visku sína, en augun minna líka á að betur sjá augu en auga og að hinn varkári og klóki þarf alltaf að hafa augun hjá sér svo ekki fari illa. Loki Laufeyjarson kemur við sögu á fésbókinni, með skemmtilegri tilvísun í mynd Kristínar Rögnu af þeim skelmi í Örtögum guðanna, í tengslum við spekina sem býr að baki hinum fleygu orðum „þjóð veit ef þrír vita". Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um hugkvæmni Kristínar Rögnu og þann húmor sem einkennir margar myndirnar. Kvæðið gefur ótal tilefni til að vtsa í atburði í samtímanum og það nýtir Kristtn Ragna í mörgum myndum bókarinnar. Þannig birtist óhófið í aðdraganda efnahagshrunsins á íslandi með margvíslegu móti í myndunum, ekki síst þegar varað er við græðgi og auðsöfnun og minnt á „að margur verður af aurum api". Við þá vísu má sjá á heilli opnu skóg af byggingarkrönum og menn að vinna fram á rauða nótt. Stellingar þeirra benda til að þeir séu að missa jafnvægið og kranarnir riði til falls. Api hangir niður úr einum krananum og segist ekki bera ábyrgð á neinu! Erlendir peningaseðlar svífa um loftið og minna okkur á að engin íslensk innistæða var fyrir allri framkvæmdagleðinni og hringavitleysunni, sem táknuð er með aðvörunarmerki neðst á síðunni. Hrafnar tveir, kannski þeir vísu Huginn og Muninn, fljúga út úr myndinni til hægri eins og illur fyrirboði og reyndar kallast þessi opna á við opnu í Örlögum guðanna þar sem fjallað er um ragnarök. Þó að kvæðið geti staðið án myndanna, eins og það hefur gert um aldir, þá gefa myndir Kristínar Rögnu skemmtilega sýn á efnið og ný tækífæri til túlkunar á þessu forna kvæði. Sumar myndirnar geta líka staðið sjálfstæðar, til dæmis byggingarkranamyndin sem vísað var til hér að framan, aðrar eru ef til vill háðari þeim vísum sem þær standa með. Hönnun bókarinnar er úthugsuð og það er til dæmis vel við hæfi að titilsíðan minnir á velkt skinnhandrit. Hávamál f meðförum þeirra Þórarins Eldjárns og Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur er listrænt afrek, höfundum og útgefanda til sóma. Höfundur er lektor á Menntavísindasviði Hl

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.