Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 25

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 25
Barnaborgin 25 Reykjavíkur fæstar. Var þessi munur vegna ibess að í 101, 105 og 107 eru foreldrar sem almennt eru menningarlega meðvitaðir, eða var það nálægðin við listasöfnin? Af hverju fóru skólarnir í nýrri hverfum minna? Þarna er aðstöðumunur og mérsem jafnaðarmanni finnst að öll börn eigi að fá sömu tækifæri. Við könnuðum lika á sínum tima viðhorf foreldra barna i tónlistarskólum til námsins. Þá kemur i Ijós þegar spurt er út i bakgrunn foreldranna, að 75% barna sem eru i tónlistarskólum í dag eiga foreldra með B-A.-gráðu eða meiri menntun. Við vitum vel að samfélagið okkar er ekki þannig að 75% tólks almennt sé með B.A.-gráðu eða meira, það er langt frá því, þannig að þarna sáum við glögglega menningarbundna stéttskiptingu. Þetta er ekki fóik sem á endilega meiri pening; peningar virðast ekki skipta öllu tóáli í þessu samhengi, heldur menntun og viðhorf. Við sáum að í einum skóla eru 35% barna í skipulögðu tónlistarnámi en i öðrum skóla eru þau 3%; þetta er auðvitað ekki i lagii Við munum alltaf búa við mismunandi aðstæður, en skólinn er griðastaður, hann er jöfnunartæki. Allir ganga i skóla í 10 er og það er okkar skylda að sinna þessu menningaruppeldi. Þannig að ég hugsaði: Hvernig getum við, sem viðbót við okkar góðu list og verkmenntakennslu, fært menninguna betur inn í skólann? Það er engum skyit að sækja um Menningarfánann en við hvetjum til þess. Við veitum Menningarfánann sparlega og gerum miklar kröfur tilþeirra sem sækja um hann, t. d. þurfa leikskóli, fristundaheimili og grunnskóli að sækja saman um menningarfánann og með þvi viljum við hvetja til aukins samstarfs stofnanna um börnin. Menning snertir okkur öll og i samstarfi fagstétta felst heilmikil sköpun." Menningarfáninn er veittur sem viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarf og var afhentur í fyrsta sinn á Barnamenningarhátíð 2012, Dalskóla, fyrir öflugt list og verkgreinanám á leikskóla- og grunnskólastigi, sem og í frístundastarfi. Oddný: Við megum ekki vanvirða þá menningu sem krakkar í dag búa við; heimurinn er ekkert að fara versnandi. Unglingar i dag eru frábærir og við eigum að vera stolt af þeim. Þeir standa sig betur i dag á mörgum sviðum; þau eru ábyrgari þegar kemur að neyslu vímugjafa og fresta því sífellt lengur að reykja og drekka. Þau eru skapandi, meðvituð, upplýst, virk i félagsstarfi og iþróttum og segja sína skoðun. Það er stundum sagt: „Þegar við vorum unglingar, þá var netið ekki til, og þá voru engir gemsar, ogþá ... var allt gott?" Það er rétt en þá var lika eðlilegt að 13-15 ára unglingar væru niðri í bæ um helgar; viljum við fara þangað aftur? Börn og unglingar i dag eru að mörgu leyti móður- og föðurbetrungar og betur heppnuð en við vorum þegar við vorum ung. Svo lengi sem allt er I hófi og krakkar drukkna ekki i tölvuglápi og sjónvarpsglápi, þá er bara heimurinn giska góður!" Oddný Sturludóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.