Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 30

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 30
Börn og menning Ótrúlega fáar frumsamdar bækur hafa komið út undanfarin ár sem eru beinlinis ætiaðar unglingum. Við lauslega athugun á Bókatíðindum frá árinu 2010 kom í Ijós að um fimm bókatitla var að ræða. En nú verður breyting á, því að framsæknar konur vilja ráða bót á þessum skorti. í apríl 2009 skrifuðu þær stöllur Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell ritgerð til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræðum við Háskóla íslands, menntavísindasvið. Ritgerðina kalla þær „Bókabeituna" og er í henni lýst tilraun til að fá unglinga til að lesa meira. „Framkvæmd Bókabeitunnar er í stuttu máli þannig að nemendur fengu að heyra sýnishorn úr sex bókum án þess að fá að vita nöfn bóka eða höfunda. Hver þátttakandi valdi sér eitt sýnishorn og skilaði úr því ritunarverkefni."1 Tilraunin gafst vel og höfundar ákváðu að þróa hugmyndina áfram í meistaranámi sínu. Nú hafa Birgitta Elín og Marta Hlín stofnað bókaútgáfu undir heitinu Bókabeitan. Samkvæmt vef útgáfunnar er markmið hennar eftirfarandi: Ætlunin er að bjóða upp á fjölbreytt og vandað lesefni. Fyrst og fremst með útgáfu frumsaminna barna- og unglingabóka og þýðingum og útgáfu á erlendu efni fyrir börn og unglinga með sérstaka áherslu á fantasíur og spennusögur. Bækurnar skulu vekja og viðhalda athygli og áhuga lesenda, vera þægilegar aflestrar en jafnframt vandaðar og á góðu máli. Ævintýra-, spennu-, hryllings-, drauga-, galdra- og bækur sem er lítið af ( íslenskri bókaflóru fyrir unglinga fá sérstaka athygli til að byrja með.2 Fyrstu bækur útgáfunnar eru skrifaðar fyrir aldurshópinn sem oftast verður útundan í bókaflóðinu fyrir jól, þ.e. unglingana, og er greinilegt að Marta Hlín og Birgitta Elín hafa í huga að skrifa heilan bókaflokk. Yfirheíti flokksins er Rökkurhæðir og svo fær hver bók sinn undirtitil. Nú þegar eru komnar út tvær bækur og fljótlega er von á þeirri þriðju samkvæmt upplýsingum aftast ( annarri bókinni en einnig má lesa um hana á vef útgáfunnar. Úthverfahryllingur Bækurnar í Rökkurhæðaflokknum sem komnar eru á markað heita Rústirnar (bók 1) og Óttulundur (bók 2). Þær snúast um svipað þema: draugagang og illar verur. Umhverfi sagnanna er það sama, borgin Sunnuvík með leyndardómsfullum úthverfum. Eitt úthverfanna heitir Rökkurhæðir og þar búa söguhetjur bókanna. í hvarfi frá Rökkurhæðum er fjölbýlishúsalengja en

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.