Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 36

Börn og menning - 01.04.2012, Blaðsíða 36
36 Börn og menning Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Hávamál Þórarinn Eldjárn endurorti og Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlýsti Það er mikill fengur að Hávamálum á nútímaíslensku með myndum sem sækja tákn og tilvísanir í rfkum mæli í samtímann. Áður hefur Völuspá (2005) komið út í meðförum þeirra Þórarins og Kristínar Rögnu. Vaxandi áhugi hefur verið á fornsagnaarfinum undanfarinn áratug eða svo og Kristín Ragna myndskreytti einnig endursögn Ingunnar Ásdísardóttur á sögum úr Snorra-Eddu í bókinni Örlög guðanna (2008). Fyrir það hlaut hún íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm. Þau verðlaun hlaut hún öðru sinni fyrir myndlýsingu sína á Hávamálum. Völuspá og Hávamál standa fremst í Konungsbók Eddukvæða frá síðari hluta 13. aldar. Hávamál eru brædd saman úr mismunandi kvæðum af ólíkum uppruna og fjalla um hagnýtar lífsreglur manna. Kvæðið, eða tilteknir hlutar þess, er mjög gamalt. hugsanlega frá fyrri hluta 9. aldar. Titillinn merkir 'tal hins háa', það er Óðins. Sá sem hefur sett Ijóðið saman eins og við þekkjum það nú hefur greinilega talið að Óðinn sjálfur mælti það fram. Hávamál eru alls 164 erindi og skiptast í sex hluta. Fyrsti hlutinn, Gestaþáttur, er viðfangsefni Þórarins og Kristínar Rögnu. Lífsvisku Hávamála er einkum að finna í Gestaþætti, sem dregur nafn sitt af efni fyrstu erindanna og hefst á því að gest ber að garði. Gesturinn launar góðar móttökur með góðum ráðum. Fyrst segir hann frá því hvernig góður gestgjafi og gestur eigi að hegða sér, en síðan er tekið að fjalla almennt um mennina og gildi Kfsins. Margt í lífsspeki Hávamála á fyllilega við enn þann dag I dag þótt annað teljist tæplega siðlegt, eins og það að gjalda líku líkt, að „gjalda lausung við lygi." Mannvit og skynsemi, hófsemi og varkárni, eru þau gildi sem mest eru lofuð ( kvæðinu og þau eiga sannarlega brýnt erindi við íslendinga ( því efnahagslega og siðferðilega umróti sem Hrunið leiddi yfir íslenskt samfélag. Þótt kvæðið einkennist af mikilli einstaklingshyggju er gildi vináttunnar margsinnis áréttað: „Maður er manns gaman". Gestaþætti lýkur með því að minna á mikilvægi þess að menn geti sér góðan orðstír með lífi sínu, því orðstírinn muni lifa þótt maðurinn deyi: „En orðstír/ deyr aldregi/ hveim er sér góðan getur." Gestaþáttur er 77 erindi undir Ijóðahætti. Hvert erindi (með örfáum undantekningum) er sex línur. Einn stuðull er I fyrstu og annarri línu. Þriðja lína er sér um stuðla. Sama endurtekur sig í fjórðu, fimmtu og sjöttu l(nu. Vísurnar hefjast gjarnan með almennri athugasemd, sem síðan er hnykkt á í seinni

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.