Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 9

Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 9
Að halda í við breytta tíma Viðtal við norska sjónvarpsmanninn Stian Presthus sem hefur komið að þróun spennandi nýjunga sjónvarps- og margmiðlunarefnis fyrir börn á vegum NRK Norska ríkisstööin NRK Super er sérstaklega ætluð börnum og unglingum. Hún hefur það að leiðarljósi að bera virðingu fyrir áhorfendahópnum og hefur það skilað sér í míklu áhorfi og sömuleíðis verðlaunum og viðurkenningum fyrir vel unnin störf. Nokkrir af þeim sjónvarpsþáttum sem NRK Super hefur framleitt fyrir börn hafa ratað á dagskrá RÚV, svo sem jóladagatalið Jólakóngurinn, Jól í Snædal, Sumar í Snædal og Vöffluhjarta. Stian Presthus hefur starfað víð gerð barnaefnis hjá NRK Super frá árinu 2005. Hann var um tíma annar fréttaþula sjónvarpsþáttarins Supernytt, sem er átta minútna fréttaþáttur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára og hefur veríð á dagskrá daglega frá árinu 2010. Stian starfar nú við gerð þáttarins Jenter, eða Stelpur, sem eingöngu er sendur út á netinu. Supernytt og Jenter eru ólíkir þættir að flestu leyti en eiga það sameiginlegt að taka mið af samtímanum og því félagslega umhverfi sem börn og unglingar búa við í dag, auk þess að vera mjög áhugaverðar tilraunir ríkisfjölmiðils til að aðlagast breyttu umhverfi miðlunar og afþreyingar. Kristín Eva Þórhallsdóttir ræddi við Stian um þessa þætti, tilurð þeírra, muninn á strákum og stelpum sem áhorfendum og einnig um fjölmiðlanotkun barna. Fullorðinsfréttir fyrir börn „Supernytt kom til vegna þess að forsvarsmenn NRK voru þeirrar skoðunar að krakkar þyrftu á sérstökum fréttatíma að halda. Fyrst og fremst vegna áhuga krakka á fréttum almennt en líka vegna þess að með tilkomu internetsins virðast fréttir verða frekar á vegi barna en áður. Þess vegna er ekki hægt að tala um það að fréttirnar séu aðeins ætlaðar fullorðnum. Börn verða vör við það sem er í fréttum, það vekur upp spurningar hjá þeim og jafnvel kvíða og NRK taldi það þess vegna vera skyldu sína að bjóða börnum upp á fréttaskýringar við þeirra hæfi," segir Stian. Að hans sögn hafa norskir krakkar brugðist afar vel við þættinum, ekki síst vegna þess að þar fá börn rödd, þar er hlustað á þau og þau tekin alvarlega. Einnig hefur skólakerfið i Noregi nýtt sér Supernytt í ríkum mæli og margir grunnskólakennarar nota þáttinn sem hluta af kennslu. Þannig má leiða getum að því að þátturinn nái til flestra barna í Noregi og sé hluti af daglegu lífi þeirra. „Að sjálfsögðu hefur fóik ólíkar skoðanir á því hvaða efni þykir fréttnæmt og hvaða efni við eigum að fjalla um og við verðum að velja vel því við fáum takmarkaðan tíma, rúmar átta mínútur á dag. Það er hins vegar mjög algengt að krakkarnir sjálfir biðji okkur að fjalla meira um íþróttir og Justin Bieber," segir Stian og bendir jafnframt á að þátturinn taki á efni sem sé í fréttunum fyrir fullorðna, og þá í formí fréttaskýringa, en einnig sé fjallað um hugðarefni krakka, það sem þeir taka sér fyrir hendur og hafa áhuga á. Gjarnan er valið efni sem hefur verið áberandi i fréttum fyrir fullorðna og þar er kastljósinu oftar en ekki beint að því sem betur mætti fara frekar en jákvæðum og skemmtilegum fréttum. Stefnan hefur þó alltaf verið að reyna að flytja fréttir á heiðarlegan hátt frekar en að

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.