Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 33

Börn og menning - 01.04.2014, Blaðsíða 33
Mér finnst... 33 færa. Það kemur á óvart hversu klár þau eru en þegar við gerum okkur grein fyrir því verðum við, hin fullorðnu, að læra að treysta þeim. Við þurfum ekki að einfalda allt, við getum gengið ótrúlega langt með hlutina og ögrað hugmyndum þeirra um heiminn og vakið forvitni þeirra, um leið og við skemmtum þeim og höldum athygli þeirra. Áhrifin sem við getum haft á þau - með öllum þeim miðlum sem við búum yfir í dag - óma langt inn í fullorðinsárin. Við höfum tækifæri til að kenna þeim að engir tveir eru eins, að allir eru áhugaverðir og að stundum er allt í lagi að vera pínu skrítinn. Möguleikarnir eru endalausir. En það breytir þó ekki þeirri staðreynd að bókin á undir högg að sækja. Hvað er til ráða? Mér finnst hræðilegt til þess að hugsa að börn - og þá sérstaklega strákar- nenni ekki lengur að lesa. Við getum ekki neytt krakka til að glugga í bækur, það væri fáránlegt. Það dásamlegasta við lestur er þitt eigið frumkvæði; þú grúskar heillengi, finnur þessa einu bók sem kveikir í þér og dembir þér svo á bólakaf í hana. Þú verður að finna hana sjálfur og þig verður að langa til þess að lesa hana. Ég er ekki með töfralausn, en ég er með uppástungu. Ég held við verðum að fara út i garð, ná í sjónvarpið sem Dahl henti út um gluggann og reyna að finna leið til þess vinna með þessari þróun - því tæknin verður bara meiri. Við getum bent krökkunum á að margt - ef ekki flest - í sambandi við tölvur er á lesmáli og þess vegna er gott að ná færni í lestri. Það er heill heimur á netinu sem opnast með því að lesa upplýsingarnar sem þar er að finna. Gegnum sjónvarp og internet getum við laumast til að fræða og kenna - því þau geta verið svo miklu meira en bara heilalaus afþreying. Við getum notað þessa miðla til að kveikja áhuga og vekja upp spurningar sem þarf svo að leita svara við annars staðar. Jafnvel í bókum. Höfundur er leikari og rithöfundur Eldar kveiktir í Gerðubergi Laugardaginn 15. mars var haldin árleg barna- og unglingabókaráðstefna í Gerðubergi undir yfirskriftinni Kveikjum eld. Yfirskriftin kveikti greinilega í mörgum því fólk flykktist að og fjörlegar umræður sköpuðust í lok hvers erindis. Þær leiddu í Ijós brennandi áhuga viðstaddra á að efla yndislestur meðal barna og unglinga. Iðunn Steinsdóttir, rithöfundurogfyrrverandi formaður IBBY, var gestur á ráðstefnunni og hefur sótt hana árum saman, alveg frá því að hún tók sjálf þátt í að skipuleggja fyrstu Gerðubergsráðstefnuna og gera hana síðan að árlegum viðburði. Aðspurð sagði Iðunn að ráðstefnan þjónaði fyrst og fremst þeim tilgangi að fá fullorðið fólk til að koma saman og ræða um barnabækur og lestur. Hún sagðist telja að um helmingur gesta kæmi árlega og vildi fylgjast vel með því sem er að gerast á sviðinu, enda oft mjög spennandi og fróðleg erindi í boði. Hún skimaði um salinn og lét í Ijós ánægju yfir góðri mætingu og hló sfðan hjartanlega þegar Ævar Þór Benediktsson setti ráðstefnuna með lýsingu á árangursríkri lestrarkennsluaðferð sem hann var sjálfur aðnjótandi við upphaf skólagöngu: Kennarinn var svo strangur að allir sem komu ólæsir í skólann um haustið urðu logandi hræddir og voru orðnir læsir um áramót. Lestrarvenjur ungra bókaorma Fyrsti fyrirlesari dagsins var Herdís Anna Friðfinnsdóttir. Hún starfaði sem leikskólakennari í 14 ár en fór síðan í meistaranám í menntunarfræðum með áherslu á lestrarfræði við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist árið 2011. Hún hefur haft umsjón með barnastarfi Amtsbókasafnsins á Akureyri síðustu þrjú árin. Herdís Anna sagði frá rannsókninni Lestrarvenjur ungra bókaorma sem unnin var á vegum Barnabókaseturs íslands undir stjórn Brynhildar Þórarinsdóttur. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á því hvaða þættir það væru sem mótuðu lestrarvenjur barna; hvað það væri sem gerði börn að lestrarhestum. Um eigindlega rannsókn var að ræða þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við sex rýnihópa, annars vegar 17 börn sem tóku þátt í sumarlestrarnámskeiði á Amtsbókasafninu

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.