Börn og menning - 01.04.2014, Side 15

Börn og menning - 01.04.2014, Side 15
Hættulegur frumskógur eða áður óþekkt tækifæri? 15 algengari á heímilum sem drengir bjuggu á en á heimilum stúlkna. I seinni könnunum var fylgni milli þess að drengir bjuggu á heimilum og þess hvort nýjustu tækin voru keypt inn á heimilin. Tímarnir breyttust og spurningalistarnir með. Árið 1979 var bætt við spurningu um það hvort svarendur ættu tæki á borð við útvarp, plötuspilara og kassettutæki. Á níunda áratugnum voru Stöð 2 og myndbandstækin komin í samkeppni við Sjónvarpið og í könnuninni 1991 var bætt við spurningu um fjölda sjónvarpstækja á heimilum. Árið 2009 voru talin upp átján mismunandi tæki á listanum sem fylgdi spurningunni um eign á tækjum til miðlunar. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa leitt það í Ijós að tækninýjungar eru fljótar að ná fótfestu á íslandi, hvort sem um er að ræða sjónvarpstæki árið 1968 eða farsíma árið 2003, en þær tækninýjungar sem virðast hafa valdið stærstu byltingunum hvað varðar fjölmiðla- og fjarskiptanotkun íslenskra barna eru sjónvarpsútsendingar og farsímar. Þá verður að geta þess að farsími er ekki aðeins sfmi heldur einnig tæki þar sem meðal annars er hægt að horfa á sjónvarpsútsendingar. Hið sama á raunar einnig við um nettengdar tölvur. I könnuninni árið 2009 áttu 58% barna eða höfðu aðgang að tölvu og farsíma. 50% sögðust nota tölvuna og netið til að horfa á bíómyndir, sjónvarpsþætti eða styttri myndskeið að minnsta kosti einu sinni í viku gegnum þessa miðla. Drengir virðast í nær öllum tilvikum eiga fleiri og dýrari tæki en stúlkur og eignast þau að auki fyrr en þær, ásamt því að nota tölvur og internetið meira en stúlkur. Farsímar eru eina undantekningin frá þessari reglu, en stúlkur eiga frekar slfka síma en drengir. Eftir sem áður eykst farsímaeign með aldri þó að furðuhátt hlutfall f öllum aldurshópum eigi farsíma. Ekki aðeins er farsímaeign algengari meðal stúlkna heldur virðist síminn gegna stærra hlutverki í lífi þeirra. Nánast má halda því fram að síminn sé félagsleg líflína stórs hluta stúlkna á unglingsaldri en síður hjá drengjum. Bóklestur: Hryggileg hnignun eða óvænt upprisa? Allt frá fyrstu könnuninni árið 1968 hefur verið spurt um yndislestur, en þátttakendur eru spurðir hvað þeir telji sig hafa lesið margar bækur, fyrir utan námsbækur, síðustu þrjátíu daga. Ávallt hefur verið munur á lestri milli kynjanna en lesnum bókum hefur hins vegar fækkað jafnt og þétt á milli kannana og þeim sem segjast enga bók hafa lesið fjölgar jafnframt. Þeim sem lesa „mjög mikið" hefur líka fækkað. Fræðimenn telja að minnkandi lestur og aukið framboð á sjónvarpsefni á síðari hluta tuttugustu aldar haldist í hendur og að lestur minnki jafnvel enn meira með tilkomu nýju miðlanna, sérstaklega þó netsins. Þeir sem hafa áhyggjur af minnkandi lestri eru þó enn áhyggjufyllri yfir þeim fjölda sem aldrei les neitt. ( könnuninni árið 2009 birtast þó jákvæð teikn é lofti; þar hefur þeim sem ekki lesa neitt fækkað niður í sama hlutfall og árið 1997 og meðallestur er meiri en árið 2003. Því virðist vera hægt að bera þá rökstuddu von í brjósti að lestur muni ekki minnka meira, heldur jafnvel aukast þrátt fyrir stöðuga útbreiðslu nýju miðlanna. Skýringin liggur að hluta f herferð sem íslenskir skólar hafa staðið fyrir um nokkra hríð og kallast Bókaormurinn. Þetta er tölvuvædd útgáfa byggð á gömlum merg lestrarkeppni þar sem bekkir og jafnvel heilir skólar bera lestur sinn saman við aðra bekki eða skóla. Vefur Bókaormsins sýnir töluverða virkni. Stóra upplestrarkeppnin ( sjöunda bekk er önnur möguleg ástæða, en yfirlýst markmið keppninnar er að auka upplestrarfærni og virðingu nemenda fyrir sjálfum sér og öðrum og ekki sfst að hvetja börn með lestrarörðugleika. Fræðimenn eru sammála um að grundvallarbreytingar hafi orðið á samskiptaumhverfinu og samskiptum barna og ungs fólks f iðnvæddum samfélögum á síðustu árum og áratugum. Þau gögn sem safnast hafa í könnuninni Börn og sjónvarp á íslandi varpa skýru Ijósi á margar þessara breytinga. Hvað framtíðina varðar benda öll teikn til þess að gullöld sjónvarpsins muni taka enda mun fyrr en flestir ætluðu. Sjónvarpið mun þó ekki hverfa heldur verða hluti af einum allsherjar rafmiðlaheimi og lifa þar af þótt mögulega verði það ekki undir sama nafni. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir hnignun prentmiðlanna og þó að hefðbundnar, innbundnar bækur séu í góðri stöðu um þessar mundir er líklegt að þær muni breytast á afgerandi hátt í nánustu framtíð. Börn hafa alltaf verið í háska Þorbjörn Broddason er upphafsmaður rannsóknarinnar Börn og sjónvarp á íslandi. Brynhildur Björnsdóttir ræddi við hann um rannsóknina og þær vísbendingar sem hún gefur um framtíðina: „Áhrif nýrra miðla á ungviðið hafa löngum valdið fólki áhyggjum. Bæði með tilkomu kvikmyndanna á þriðja áratugnum og seinna teiknimyndablaða á þeim fimmta velti fólk því fyrir sér hvers konar áhrif þessir nýju miðlar myndu hafa. Á fimmta áratugnum má nánast segja að hafi geisað stríð um teiknimyndablöðin, sem sumir töldu að myndu hafa afar neikvæð áhrif á lífsviðhorf og lestrarfærni ungdómsins," segir Þorbjörn en bætir við að hérlendis hafi áhrifin af sjónvarpinu helst verið mæld með tilliti til lestrar. „Það sem við höfum helst tekið eftir hér er breytingar á bóklestri, bæði af því að þær eru svo

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.