Börn og menning - 01.04.2014, Qupperneq 10

Börn og menning - 01.04.2014, Qupperneq 10
Börn og menmng draga til dæmis úr alvarleika þess sem fjallað er um. „Flestir fullorðnir eru jákvæðir í garð Supernytt en við fáum stundum kvartanir og gagnrýni frá foreldrum sem teija okkur vera of berorð og sýna og segja frá hlutum sem þeir vilja ekki að krakkarnir þeirra viti neitt um. Þessar athugasemdir berast einkum þegar við flytjum fréttir af stríði eða ofbeldi og þá sérstaklega kynferðisofbeldi. En við vegum og metum allt sem fer í þáttinn og eigum í stöðugu og langvarandi samtali um hvernig þátturinn eigi að taka á málum, bæði okkar á milli á ritstjórninni og við almenning." Stian segir starf sitt við Supernytt hafa kennt sér heilmargt um mikilvægi þess hvernig fréttirnar eru settar fram, sérstaklega í tengslum við fréttaflutning á erfiðum málaflokkum. „Við höfum ætíð þrjár spurningar að leiðarljósi þegar við nálgumst erfið viðfangsefni: Hvað er mikilvægt fyrir krakkana að vita? Hvernig getum við útskýrt það vel án þess að einfalda hlutina um of og hvernig flytjum við fréttirnar án þess að hræða börnin? Síðasta spurningin ersú mikilvægasta því þegar krakkarnir sjá hræðilegar fréttir er fyrsta hugsunin sem fer í gegnum höfuðið á þeim oftast hvort þetta geti komið fyrir þá. Þetta eru oft fréttir sem fullorðnir eiga erfitt með að skilja, hvað þá átta til tóif ára gömul börn. Eftir að umfjöllunarefni hvers fréttatíma hefur verið ákveðið fer daglega mikil vinna í það að ákveða hvernig flytja eigi fréttirnar með myndefni og talsetningu þannig að upplýsingarnar komist til skila án þess hlutir séu einfaldaðir um of eða rangt farið með staðreyndir. Það hefur mér þótt einna áhugaverðast við starfið." Árásirnar í Útey í Noregi árið 2012 eru gott dæmi um fréttir sem erfitt er að fjalla um, sama hvaða aldurshópa um ræðir, og Stian segir að þá hafi komið í Ijós hversu mikilvægt sé að vinna út frá ákveðnum vinnureglum sem taki tillit til barna og hvernig þau hugsa og meðtaka upplýsingar. „Árásirnar í Útey tengdust krökkum á margvíslegan hátt, enda fara börn aldrei varhluta af því þegar þjóðarharmleikur dynur yfir. Það sem einkum snerti börn í þessu tilliti var aldur fórnarlambanna, sem voru mörg hver vart af barnsaldri. Þá snerti þetta voðaverk marga Norðmenn persónulega og þá má ekki gleyma því að fréttir af árásunum voru á öllum fréttastöðvum allan sólarhringinn, sem auðvitað fór ekki framhjá börnum þótt þau hefðu ekki persónulega tengingu við árásirnar. Alls konar hugsanir fara í gegnum huga barna við slíkar aðstæður og ekki má gleyma því að þetta var líka erfiður tími fyrir foreidrana, sem sumir hverjir vissu ekki hvernig þeir áttu að ræða þessi mál við börnin sín. Fyrsta ákvörðun okkar þegar kom að fréttaflutningi af þessum atburði var að leggja mikla áherslu á það i hvert skipti sem við færðum fréttir af árásunum að misindismaðurinn væri á bak við lás og slá og hann gæti aldrei gertþetta aftur." Stian segir að árásirnar í Útey hafi einnig skerpt á því hversu mikilvægt sé að skýra og meta efnið sem borið er á borð. „Við reyndum að útskýra hvað leiddi til þess að einhver gæti mögulega haft það í sér að framkvæma slíkt voðaverk, sem krakkar telja að sjálfsögðu vera illskiljanlegt og hræðiiegt. Við unnum einnig mikið með fréttir um sorg og missi og tókum viðtöl við fólk sem hafði misst ástvini í Útey og við sálfræðinga sem sögðu hvernig hægt væri að takast á við sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Þegar réttarhöldin fóru fram fylgdumst við vel með þeim, rétt eins og aðrir fjölmiðlar, og fluttum af þeim fréttir. Við greindum þó ekki frá málaferlunum frá degi tit dags, heldur reyndum að útskýra hvernig réttarhöld gengju fyrir sig. Til dæmis hvert væri hlutverk dómaranna, hver munurinn væri á saksóknara og verjanda og hvað það þýddi þegar sá ákærði lýsti sig ósakhæfan vegna þess að hann væri andlega vanheill." Stian bendir þó á að varhugavert sé að láta smáatriðin verða of fyrirferðarmikil í fréttaflutningi af atburðum sem þessum. „Við fréttaflutning af erfiðum eða hræðilegum atburðum reynum við að forðast að fara út í of mikii smáatriði. Við nefnum til dæmis fjölda látinna en forðumst að birta hryllilegt myndefni við fréttina. Teiknaðar hreyfimyndir eru gjarnan notaðar í stað lifandi myndefnis, til að hægt sé að gæta nákvæmni án þess að hræða áhorfendur." En skyldi daglegur fréttaþáttur fyrir börn hafa áhrif á aðra fréttaþætti? Stian segist ekki hafa tekið eftir neinum breytingum á hefðbundnum fréttatímum fyrir fullorðna eftir að Supernytt kom til sögunnar. „Hins vegar er talsvert um að fullorðnir horfi á Supernytt til að skilja betur það sem er í fréttum hverju sinni. Kannski eru fréttir fyrir fullorðna ekki nægiiega aðgengiiegar?" Vefsjónvarpið Stelpur Nú hefur Stian sagt skilið við Supernytt og tekið við öðru spennandi verkefni. Það eru vefþættirnir Jenter, eða Stelpur, leikin þáttaröð sem fjallar um tólf ára stelpur og daglegt líf þeirra í Ósló. Þættirnir eru ólíkir sjónvarpsþáttum almennt að því leyti að saga stúlknanna og framvinda hennar er birt með stuttum myndböndum og bloggfærslum á vefsíðu. Hver þáttur eða myndband getur verið frá hálfri mínútu upp í fimm eða sex

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.