Börn og menning - 01.04.2014, Page 29

Börn og menning - 01.04.2014, Page 29
formála í bundnu og eilítið tyrfnu máli sem auk þess var mælt fram með dálitlum hreim. Svo lítið bæri á spurði ég strákinn minn þegar formálanum var lokið hvort hann skildi þetta alveg. „Jáh," sagði hann, og leit á mig eins og mér ætti ekki að finnast hann vera eitthvert smábarn. Sviðið var, eins og brúðurnar, listasmíð. Það var stúkað niður í miðsvið, vinstri og hægri væng, og hverjum þessara þriggja hluta svo skipt í efri og neðri hæð sem hver kom við sögu ( sínum hluta sýningarinnar, þótt stærsti hluti leikritsins færi fram miðsviðs, á markaðnum í austrænni borg. Töfrum slungnasti hluti sýningarinnar var sá sem átti sér stað í fjársjóðshellinum, sem var heillandi smíð út af fyrir sig. Einhver dýptarblekking í honum veitti þá tilfinningu að fjársjóðirnir teygðu sig inn á sviðið svo langt sem augað eygði. Svo fann Aladdín lampann. Og andann. I andanum voru einhverjir annarsheimslegir töfrar: Þegar hann hreyfði sig var eins og skynjunin færi öll úr skorðum og maður missti tilfinninguna fyrir því hvort hann hreyfði sig til hægri eða vinstri, afturábak eða áfram. Það var skynvilla í hreyfingum hans sem gerði hann loftkenndan og lausan við annmarka efnisheimsins. Eins og drengurinn orðaði það: Hann var úr plasti. Og hann var skeríastur. Karl Ágúst Úlfsson annaðist þýðingar fyrir Bernd Ogrodnik og Ágústa Skúladóttir leikstýrði. Bæði skiluðu þau prýðisgóðu verki. Höfundurinn er líffræðingur og áhugamaður um börn og menningu

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.