Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 1
1991
KNATTSPYRNA
Danir velja
fyrir leikinn
í Reykjavík
RICHARD Moller Nielsen,
landsliðsþjálfari Dana valdi í
gær 16 manna hóp leikmanna
sem kemur hingað til lands f
næstu viku og leikur gegn ís-
lendingum á Laugardalsvelli
miðvikudaginn 4. september.
ÆT
Ihópnum eru sex leikmenn sem
leika annars staðar en í Dan-
mörku, en flestir eru úr liði Brönd-
by, eða fimm talsins.
Hópurinn er þannig skipaður:
Troels Rasmussen, AGF, Mogens
Krogh, Bröndby, Lars Olsen, Trab-
zonspor, Marc Rieper, AGF, John
Sivebæk, Mónakó, Kent Nielsen,
Aston Villa, Johnny Hansen, Ajax,
Brian Jensen, Bröndby, John Jens-
en, Bröndby, Kim Christofte,
Bröndby, Henrik Larsen, Lyngby,
Johnny Molby, Vejle, Bent Christ-
ensen, Schalke, Per Pedersen,
Lyngby, Claus Nielsen, Bröndby,
Per Frandsen, Lille.
Danska liðið kemur hingað til
lands ásamt fríðu föruneyti því fyr-
ir utan leikmennina 16 kemur til
landsins 15 manna fylgdarlið.
Svíinn Bo Johansson stjórnar
íslenska liðinu gegn Dönum og
verður það síðasti leikur liðsins
undir stjóm hans. Ásgeir Elíasson
tekur svo við stjórninni fyrir Evr-
ópuleikinn gegn Spánveijum 25.
september.
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST
BLAD
B
TENNIS
Opna bandaríska:
Agassi sleginn út
í fyrstu umferð
Andre Agassi frá Bandaríkjunum féll úr keppni
í fyrsta leik á Opna.bandaríska mótinu í tenn-
is sem hófst í gær. Það var landi hans Aaron
Krickstein sem gerði sér lítið fyrir og lagði kapp-
ann sem varð annar á þessu móti í fyrra. Agassi
átti aldrei möguleika í leiknum og loturnar enduðu
7-5 7-6 6-2.
Meistarinn í kvennaflokki, Gabriela Sabatini
átti í erfíðleikum með Nicole Provis frá Ástralíu,
en hafði sigur 7-6 og 6-3. Monica Seles lék hins
vegar af miklu öryggi þegar hún vann Nicole
Arendt frá Bandaríkjunum 6-2 og 6-0.
Framkvæmda-
stjóri KSÍ segir
upp störfum
Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Knatt-
spymusam-
bands ís-
lands, sagði
upp störfum
á stjórnar-
fundi sam-
bandsins sl.
sunnudag.
Stefán hefur
aðejns unnið í um það bil ár hjá
KSÍ. Hann lætur af störfum í
byijun desember, eftir ársþing
sambandsins.
Stefán vildi í gær ekki tjá sig
um ástæður uppsagnarinnar er
Morgunblaðið hafði samband við
hann.
FRJALSIÞROTTIR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ
Sigurður Einarsson varð sjötti á heimsmeistaramótinu í Japan. Það er lang
besti árangur hans á stórmóti hingað til.
í£
„Mjög
ánægður
- sagði Sigurður Einarsson sem
varð sjötti á heimsmeistaramótinu í
Japan. EinarVilhjálmsson meiddist
en náði samt níunda sæti
SIGURÐUR Einarsson varð
sjötti f spjótkasti á heimsmeist-
aramótinu í Japan í gærmorg-
un. Sigurður kastaði lengst
83,64 metra. Einar Vilhjálms-
son meiddist og náði aðeins
einu kasti í úrslitakeppninni en
það dugði honum i níunda
sæti. Sigurður Matthíasson
komst ekki í úrslit spjótkasts-
ins og sömu sögu er að segja
af Vésteini Hafsteinssyni í
kringlukasti.
Sigurður sagðist „mjög ánægð-
ur“ með árangurinn er Morg-
unblaðið náði tali af honum í Japan
í gær. „Árangurinn minn á árinu
hefur verið misjafn, en þetta er
besta mót mitt til þessa. Ég hef
ekki náð svona góðri kastseríu áð-
ur,“ sagði Sigurður, sem kastaði
oftast allra yfir 80 metra. Hann
átti fjögur köst yfir 80 m markið.
„Sjötta sæti á heimsmeistaramóti
er mjög gott fyrir mig. Það eru
margir fyrir aftan mig sem áttu
betri árangur áður, og nokkrir
þeirra bestu komust ekki einu sinni
í úrslitin. Það sýnir hve taugaspenn-
an er mikil í þessu,“ sagði Sigurður.
Finnar urðu í tveimur fyrstu
sætum spjótkastsins; Kimmo Kinn-
unen sigraði og heimsmethafinn
Seppo Ráty varð annar.
Reuter
Carl Lewis náði heimsmetinu í 100
m hlaupi að nýju í „hlaupi aldarinnar"
í Japan á sunnudag.
Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis
sigraði í 100 m hlaupi á sunnudag
og setti nýtt heimsmet í „hlaupi
aldarinnar". Sex keppenda hlupu
þá undir 10 sekúndum.
Nánar um
HM / B2, B3
AXLATOK
Jóhannes Sveinbjörns-
son breskur meistari
Jóhannes Sveinbjörnsson varð um helgina breskur meistari í yfir
86 kg fiokki í axlatökum. Jóhannes tók þátt í móti í Skotlandi þar
sem keppt var um Skotiandsmeistaratitil í ýmsum flokkum og breskan
meistaratitilsnafnbót í yfirþyngd. Sjö keppendur voru í þeim flokki og
varð Jóhannes þeirra hlutskarpastur. Annar varð John Watt frá Skot-
landi og Ingibergur Sigurðsson varð þriðji.
Á sama móti tók Kristinn Gíslason þátt í keppni þar sem menn
glímdu með frjálsri aðferð og sigraði hann í undir 73 kg flokki.
SUIMD: ELLEFU ÍSLANDSMETÁ EVRÓPUMEISTARAMÓTINU í AÞENU / B4