Morgunblaðið - 27.08.1991, Qupperneq 2
2 6
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROI IIRÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991
FRJÁLSIÞROTTIR / HEIMSMEISTARAMÓTIÐ
FOLX
■ KIMMO Kinnunen sem vann
spjótkastskeppnina er ekki fyrsti
afreksmaðurinn í Ijölskyldunni.
Faðir hans, Jorma, vann silfurverð-
laun í spjótkasti á ólympíuleikunum
í Mexíkó 1968 og átti heimsmetið
í greininni um tíma — setti það
1969 er hann kastaði „gamla spjót-
inu“ svokallaða 92,70 metra.
■ HUANG Zhihong varð fyrsti
Kínverjinn til að vinna gull á
heimsmeistaramóti utanhúss er hún
sigraði í kúluvarpi kvenna.
■ ZHIHONG kastaði 20,83 m og
átti þijú önnur köst lengri en Na-
talya Lísovskaya, sovéski ólympíu-
og heimsmeistarinn sem varð í öðru
sæti.
■ ARTURO Barrios frá Mexíkó
mætti ekki til undanúrslita í 10.000
m hlaupi vegna meiðsla. Hann á
heimsmetið í greininni.
■ LEROY Burrell, sem varð ann-
ar í 100 m hlaupinu frábæra á
sunnudag, varð aðeins annar í
sínum riðli í fyrstu umferð 200 m
hlaupsins í gær. Nikolai Antonov
frá Búlgaríu vann riðilinn, hljóp á
20,28 sek. en Burrell fór á 20,38
og báðir komust örugglega áfram.
■ MICHAEL Johnson frá
Bandaríkjunum, sem talinn er sig-
urstranglegastur í 200 m hlaupinu,
vann sinn riðii á 20,52 sek. þrátt
fyrir reimin á öðrum skónum hans
losnaði meðan á hlaupinu stóð.
■ SABINE Busch, sem á heims-
meistaratitii að veija, komst naum-
lega áfram í 2. umerð í 400 m
grindahlaupi kvenna í gær. Þessi
28 ára þýska stúlka varð þriðja í
sínum riðli á 56,37 sek. og varð
að bíða milli vonar og ótta þar til
öllum riðlum var lokið.
■ ANITA Protti frá Sviss fékk
besta tímann í fyrstu umferð 400
m grindahlaupsins, 54,53 sek.
■ MERLENE Ottey frá Jamaíka
hljóp 100 m á 10,89 sek. í 2. um-
ferð í gær þrátt fyrir nokkurn mót-
vind. Þetta er annar besti timi árs-
ins.
■ KATRIN Krabbe frá Þýska-
landi, Evrópumeistarinn í grein-
inni, hljóp á 10,91 sek. og jafnaði
þar með besta árangur sinn á árinu.
■ ROBERTO Hernande frá
Kúbu náði bestum tíma í annarri
umferð 400 hlaups karla í gær.
Hljóp á 44,71 sek.
■ MARIE-Jose Perec frá Frakk-
landi er talin sigurstranglegust í
400 m hlaupi kvenna. Hún fékk
bestan tíma í undanúrslitunum í
gær, hljóp á 49,94 sek. Úrslitin
verða í dag.
■ BILLYKonchellah frá Kenýa,
sem varð heimsmeistari síðast, vann
annan riðilinn í undanúrslitum 800
m hlaups karla í gær og Jose Luis
Barbosa frá Kúbu hinn. Kon-
chellah hefur verið með berkla
undanfarin tvö ár, en er orðinn
góður af þeim.
■ KENNY Harrison frá Banda-
ríkjunum sigraði í þrístökki í gær
er hann stökk 17,78 metra, sem
er besti árangur ársins. Hann stökk
þrívegis yfir 17,50 m.
Verðlaunin
Verðlaun hafa skipst þannig
eftir þrjá keppnisdaga á
heimsmeistaramótinu í Japan;
gull, silfur og brons.
Sovétríkin .4 5 4
Bandaríkin .3 1 2
Finnland .1 1 1
Kenýa .1 1 1
Kína .1 0 0
Ítalía .1 0 0
Pólland .1 0 0
Þýskaland .0 1 2
Kúba .0 1 0
Japan .0 1 0
Svíþjóð .0 1 0
Marokkó .0 0 1
Rúmenía .0 0 1
Einar í uppskurd
EINAR Vilhjálmsson meiddist á
hné strax í öðru kasti úrslita-
keppninnar í spjótkasti í gær
og varð að hætta keppni. Hann
náði þó níunda sæti. Einar var
strax lagður inn á sjúkrahús í
Tókýó, og reiknað var með að
hann færi í aðgerð strax í gær-
kvöldi eða nótt að íslenskum
tíma.
Talið var að liðbönd í hné hefðu
slitnað. Einar kastaði 77,28 m
í fyrstu tilraun en er hann kastaði
öðru sinni gaf hnéð sig. Einar hefur
átt við meiðsli að stríða í hnénu
lengi og í undankeppninni á sunnu-
dag kastaði hann aðeins einu sinni.
Fann þá til í hnénu að nýju. Hann
var sprautaður strax eftir keppnina
á sunnudaginn og síðan aftur fyrir
keppni í gærmorgun, en það dugði
ekki til.
Meiðslin hafa verið nokkuð
furðuleg, stundum hefur hann verið
mjög slæmur en síðan getað kastað
eins og ekkert hefði í skorist. En
eftir að Einar fann til á sunnudag
reiknaði hann aðeins með að geta
kastað einu sinni í gær, að sögn
fylgdarmanna hans í Japan. Ekki
náðist í Einar þar sem hann var á
sjúkrahúsi.
Litli skriðdrekinn
vann þann stóra!
FINIMAR urðu ítveimur efstu
sætum spjótkastskeppninnar
í Japan í gær. Kimmo Kinnun-
en náði sigurkastinu strax í
fyrstu umferð — kastaði þá
90,82 og fagnaði ógurlega,
gerði sér grein fyrir því að
erfitt yrði að bæta þennan
árangur. Hann varð þarna sá
þriðji til að kasta „nýja“ spjót-
inu yfir 90 m múrinn. Heims-
methafinn Seppo Ráty varð
annar, tryggði sér silfurverð-
laun með síðasta kasti sínu
semvar 88,12 m.
Eg ætlaði að kasta varlega í
byijun en mér leið mjög vel,
gaf því allt í fyrsta kastið og það
gekk upp,“ sagði Kinnunen á eft-
ir. En eftir að hafa náð þessu
langa kasti sagðist hann dottið
úr jafnvægi um stund og ekki náð
sér upp aftur.
Ráty sagði: „Eg vissi að Kimmo
gæti þetta. Hann hefur verið að
kasta mjög vel í æfingabúðum
okkar." Og bætti við aðspurður:
„Hvað ég get sagt? Litli skriðdrek-
inn vann þann stóra.“
/ Reuter
Einar Vilhjálmsson í undankeppninni á sunnudag. Hann náði níunda sæti
þrátt fyrir að hafa hætt vegna meiðsla.
Hvatningarhróp Einars eftir
að hann meiddist hertu mig
- sagði Sigurður Einarsson sem varð sjötti — kastaði fjórum sinnum yfir 80 og lengst 83,64 m
SIGURÐUR Einarsson náði lang
besta árangri sínum til þessa
er hann varð sjötti á heims-
meistaramótinu í Japan f gær.
Hann kastaði fjórum sinnum
yfir 80 metra, oftar en nokkur
annar, og stóð sig mjög vel.
Sigurður sagði þetta besta mót
sitt tii þessa. Hann hafði aldr-
ei náð svo mörgumjafngóðum köst-
um, en sería hans var sem hér seg-
ir: 75,76 m, 82,00 m, 83,46 m,
ógilt, 81,54 m og 82,60 m. „Ég er
mjög ánægður með árangurinn,"
sagði Sigurður við Morgunblaðið í
gær. „Arangurinn minn á árinu
hefur verið misjafn, en þetta er
besta mót mitt til þessa. Ég hef
ekki náð svona góðri kastseríu áð-
ur.“
Sigurður bætti við: „Sjötta sæti
á heimsmeistaramóti er mjög gott
fyrir mig. Það eru margir fyrir aft-
an mig sem áttu betri árangur áð-
ur, og nokkrir þeirra bestu komust
ekki einu sinni í úrslitin. Það sýnir
hve taugaspennan er mikil í þessu,“
sagði Sigurður. Þrír fyrrum heims-
methafar náðu ekki að komast í
úrslitakeppnina og vakti það mikla
athygli. Það voru þeir Steve Back-
ley, sem var nánast ósigrandi í
greininni í fyrra, Tékkinn Zelezney
og Þjóðveijinn Klaus Tafelmeier.
Backley kastaði 78,24 m og var
þetta í fyrsta skipti á stórmóti sem
hann kemst ekki í úrslit. Hann varð
fimmtándi en tólf bestu komust
áfram. Zelezny kastaði aðeins 76,26
m og Tafelmeier aðeins 72,42 m
og varð í 33. sæti.
Finninn Kinnunen kastaði 90,82
m strax í fyrstu tilraun og sagði
Sigurður það hafa slegið menn svo-
lítið út af laginu. „Menn vissu að
minnsta kosti að mjög erfitt að slá
honum við. En þetta hafði þó engin
áhrif á mig. Ég var alltaf ákveðinn
í að gera mitt besta — hugsa ekki
um kastið hans.“ Þegar svo Einar
meiddist fljótlega sagði Sigurður
að það hefði æst sig upp í standa
sig sem allra best. „Við stefndum
báðir hátt og það er auðvitað áfall
að sjá besta félaga sinn lenda í
þessu í svona keppni. Við höfum
unnið vel saman, vorum saman i
æfingabúðum í tvær vikur fyrir
keppnina og gekk vel. Og eftir að
ég hafði hjálpað honum út af braut-
inni öskraði hann á mig að standa
mig. Það hafði góð áhrif á mig.
Hvatningarhróp hans hertu mig,“
sagði Sigurður.
Sigurður Matthíasson varð í 21.
sæti — af 41 keppanda. Kastaði
76,02 metra og komst því ekki í
úrslitakeppnina.
Vésteinn ekki áfram
Vésteinn Hafsteinsson tók þátt i
undankeppni í kringlukasti í gær
og komst ekki áfram. Hann kastaði
lengst 60,12 m og varð í 19. sæti
af 36 keppendum. Tólf komust í
úrslit. Sá sem varð tólfti þeytti
kringlunni 62,32 m.
Kenýabúar í sviðsljósinu
MOSES Tanui f rá Kenýa sigr-
aði landa sinn Richard Chelimo
ístórskemmtilegu 10.000 m
hlaupi á heimsmeistaramótinu
í gær. Þeir félagar voru lang
fyrstir og heimsmeistarinn í
viðavangshlaupi, Khalid Skah
frá Marokkó, sem talin var sig-
urstranglegastur í 10.000 m
hlapinu, varð að láta sér lynda
þriðja sætið og bronsið.
Tanui er 26 ára en Chelimo 18
ára. Sá síðamefndi náði um
30 m forystu eftir aðeins tvo hringi
en Tanjii náði honum síðan og þeir
voru í sérflokki.
Og segja má að þetta hafi verið
dagur Kenýabúa því Erick Keter,
20 ára nýliði í liði þeirra, kom
skemmtiiega á óvart er hann
tryggði sér sæti í úrslitum 400 m
grindahlaupsins í gær. Enn einn
frábær hlaupari frá Kenýa er því
kominn fram á sjónarsviðið.
Fram í sviðsljósið
Keter vann sér sæti í liði Kenýa
er hann varð þriðji í greininni á
meistaramóti landsins. Þá var hann
að keppa í 400 m grindahlaupi í
fyrsta skipti! Og þegar hann hljóp
í fyrstu umferð á sunnudag var
hann að spreyta sig í fyrsta skipti
þar sem tíminn var tekinn með raf-
tækni. Hann varð þá annar í riðlin-
um á nýju landsmeti, 48,62 sek., á
eftir Bandaríkjamanninum Danny
Harris, silfurverðlaunahafa á
síðasta heimsmeistaramóti.
Keter bætti metið svo í gær er
hann hljóp á 48,47 sek. Sá tími
kemur honum næstum því í hóp
þeirra tuttugu bestu frá upphafi í
greininni! Ótrúlegt en satt, og gam-
an verður að fylgjast með drengn-
um. Hann fékk flórða besta tímann
og komst auðveldlega í úrslit, en
Svíinri Sven Nylander, silfurverð-
launahafi á síðasta Evrópumóti,
komst t.d. ekki í úrslitin.
Núrútdínóva sigraði Quirot
Sovéska stúlkan Lílía Núrút-
dínova vann gullverðlaun í 800 m
hlaupi í gær eftir harða baráttu við
Ana Quirot frá Kúbu, sem talin var
sigurstranglegust. Sú sovéska, sem
vann brons á síðasta Evrópumóti,
er 27 ára. Hún hljóp á 1:57,50
mín. en Quirot var aðeins 0,05 sek.
á eftir henni.
Quirot hefur haft nokkra yfir-
burði í þessari grein án þess að
vinna gullverðlaun á stærstu mót-
um.
Kenny Harrison, Bandaríkjun-
um, vann þrístökk. Sveif 17,78
metra — þremur sentímetrum
lengra en Evrópumeistarinn Leoníd
Voloshín frá Sovétríkjunum.
Dorovskíkh varði heimsmeist-
aratitil Samolenko!
Tatjana Dorovskíkh vann Svo
önnur gullverðlaun Sovétmanna á
hlaupabrautinni í gær er hún varð
fyrst í 3.000 m hlaupi. Hún er
þrítug, íþróttakennari að mennt og
gamalkunn á hlaupabrautinni, þó
menn kannist ef til vill ekki við
hana undir þessu nafni. Hér er
nefnilega á ferðinni Ólympíumeist-
arinn frá því í Seoul og heimsmeist-
arinn frá síðustu keppni, í Róma-
borg 1987, þar sem hún sigraði
reyndar einnig í 1.500 m hlaupi —
þá sem Tatjana Samolenko. Hún
snéri aftur á hlaupabrautina á þessu
ári eftir barnsburð.
■ Úrslit / B11