Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 B 7 j KAR U RS LltALE! KU RMM !XJ Vorum ákveðnir íaðjafna metin - sagði ÓlafurJóhannesson, þjálfari FH ÍÞléWR FOLK I FH-INGAR fengu alls 8 horn- spyrnur í leiknum á móti 6 hjá Val. FH fékk alls 10 aukaspyrnur skammt utan vítateig Vals þannig að hætta skapaðist, en Valsmenn enga. ■ HALLSTEINN Arnarson kom gagngert frá Bandaríkjunum til að leika með FH í bikarúrslitaleikn- um. Hann er við nám í Kaliforníu þar sem hann leikur einnig með skólaliðinu. ■ GUNNAR Gunnarsson, Val, var yngsti leikmaðurinn í bikarúr- slitaleiknum, 19 ára. Magni Blönd- al, Val og Ólafur Jóhannesson, FH, votu elstir, 34 ára. ■ PÁLMI Jónsson úr FH var leik- hæsti leikmaður úrslitaleiksins, var að leika sinn 341. leik fyrir FH. Magni Blöndal, Val, kemur næstur með 289 leiki fyrir Val. ■ ARNALDUR Loftsson lenti í samstuði við Magnús Pálsson þeg- ar 3 mínútur voru eftir af framleng- ingunni og fékk við það skurð í neðri vörina. Hann fór útaf og Valsmenn léku því einum færri það sem eftir var. ■ VALSMÖNNUM leist ekki á veðrið þegar þeir risu úr rekkju í Grindavík á sunnudagsmorguninn. Rok ög ausandi rigning blasti við þeim. Þegar til Reykjavíkur kom var veðrið heldur betra og voru leik- menn því óskaplega fegnir. ■ FH-INGAR létu vel af dvöldinni á Hótel Örk fyrir leikinn. Vals- menn voru einnig mjög ánægðir með Bláa lónið, en þeir fóru þang- að til að undirbúa sig sem best fyr- ir átökin. ■ ÞETTA var sigur gjaldke- ranna, sagði ónefndur stuðnings- maður Vals eftir leikinn. Á blaða- mannafundi fyrir heigina þar sem leikurinn var kynntur var verið að gantast með það hvort ekki væri rétt að skrifa undir samning um að fyrri leikurinn færi 1:1 og fá því tvo leiki. ■ ÞETTA er í þriðja sinn sem þarf tvo leiki til að knýja fram bik- arúrslit. I hinum tveimur sigraði það lið sem náði að jafna í /yrri úrslitaleiknum. 1969 jafnaði ÍBA, 1:1, gegn IA og vann síðan 3:2 í aukaleik. í fyrra jafnaði Valur gegn KR og síðan vann Valur í víta- spyrnukeppni í aukaleik. Olafur Jóhannesson þjálfari og leikmaður FH sagði að úrslitin hafi verði sanngjörn. „Ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Við ætluð- um okkur að vinna, en þeir eru með geysisterka vörn. Við vorum ákveðnir í að jafna metin eftir að þeir skoruðu. Þetta var mjög erfiður leikur því völlurinn var blautur og þungur. Leikurinn opnaðist eftir fyrri hálfleikinn og þá fóru leik- menn að taka meiri áhættu énda þreytan farin að segja til sín“. Um síðari leikinn sagði hann: „Það verður ekki minni barátta í síðari leiknum á miðvikudaginn. Við gefum allt í þann leik því við ætlum okkur bikarinn,“ sagði Ólaf- ur. „Svekktur" „Ég er svekktur yfir því að við náðum ekki að klára dæmið í þess- um leik,“ sagði Ólafur Kristjánsson, fyrirliði FH. „Við vorum sterkari ef á heildina er litið og fengum mörg góð færi. Liðið sýndi mikinn „karakter" að ná að jafna og eftir það höfðum við frumkvæðið. Síðari leikurinn verður erfiður. Við vitum nú hverning er að leika svona bikarúrslitaleik og það kemur til með að hjálpa okkur í síðari leikn- um. Ég hlakka til að mæta Val aftur,“ sagði fyrirliðinn. „Taugaspenna" „Það er slæmt að hafa ekki náð að klára þetta," sagði Andri Mar- teinsson. „Þetta er fyrsti stórleikur- inn hjá mér síðan í fjórða flokki og því mikil taugaspenna. Það er gam- an að leika fyrir svona marga áhorf- endur og stuðningsmenn FH stóðu sig vel. Leikurinn var mjög erfiður og minnti helst á leikinn_ gegn Dundee i Evrópukeppninni. Ég var orðinn mjög kaldur í framlengin- unni. Við erum ákveðnir í að klára þetta á miðvikudaginn sama hvern- ig veðrið verður." „Erfitl" „Þetta var mjög erfiður leikur en að sama skapi mjög gaman að geta tekið þátt í honum,“ sagði Hallsteinn Arnarson, sem kom gagngert frá Bandaríkjunum til að leika bikarúrslitaleikinn. „Ég átti upphaflega að fara út aftur á þriðju- dag [í dag] en ég reyni allt til að fá að klára dæmið með FH á mið- vikudag.“ „Lengi að finna mig“ „Ég var mjög lengi að fínna mig í þessum leik enda í strangri gæslu. Það losnaði aðeins um mig eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Hörður Magnússon, sem gerði eina mark FH. „Þetta var góður leikur. Við vor- um betri í fyrri hálfleik en þeir í seinni. Við vorum svo miklu betri í framlenginunni og áttum að klára þetta þá. Síðari leikurinn leggst vel í mig og við komum þá grimmir til leiks." Um markið sagði Hörður: „Fyrir- gjöfin var góð og ég tók sénsinn og hitti boltann vel og stýrði honum upp í þaknetið með vinstri.“ Þetta var sjötta mark Harðar í bikar- keppnimri og hefur hann skorað í öllum bikarleikjum FH. Om 4 Valsemnn vom fyrri til að skora og það gerðu þeir á 69. ■ | mínútu. Einar Páll Tómasson tók markspymu og spymti langt fram þar sem Baldur Bragason náði knettinum. Hann komst inn fyrir vamarmenn FH og ætlaði að leika á Stefán Arnarson markvörð en Stefán felldi hann. Boltinn barst til Gunnars Más Mássonar sem brást ekki bogalistin og skoraði af öryggi við mikinn fögnuð fylgis- manna Vals. 1m 4 Hafnfirðingar jöfnuðu á 85. mínútu. FH-ingar byggðu upp ■ I fallega sókn. Hallsteinn Amarson sendi boltan laglega upp að endamörkum hægra megin á Hlyn Eiríksson sem gaf fyrir markið, yfir Bjarna Sigurðsson markvörð og Amald Loftsson bakvörð. Við markteigshominu fjær var Hörður Magnússon réttur maður á réttum stað og lagði knöttinn laglega upp í þaknetið með vinstra fæti. Morgunblaðið/Bjarni Glæsileg tilþrif. Bjami Sigurðsson ver hér skot úr aukaspyrnu frá Ólafi H. Kristjánssyni á annari mínútu. Jafntefli. Bjami Sigurðsson horfir á eftir knettinum í netið ásamt Arnaldi Loftssyni. Markakóngurinn Hörður Magnússon er ekki eins súr á svipínn og Valsmennirnir. Hámeikur í bikamum! Valsmenn klaufaren að sama skapi heppnir íframlengingunni FJÖRUGUM úrslitaleik FH og Vals í bikarkeppninni á sunnudaginn lauk með jafntefli 1:1 eftirfram- lengingu. Það er því aðeins hálfleikur í bikarnum, síðari hálfleikurinn verður leikinn annað kvöld. Valsmenn voru fyrri til að skora og fengu tvö mjög góð færi skömmu síðar til að gera út um leikinn, en tókst ekki. FH-ingar gáfust hins vegar ekki upp og jöfnuðu og áttu síðan nokkur góð færi ífram- lengingunni sem ekki nýttust. Sanngjörn úrslit þegar á heildina er litið, Valsmenn sterkari í venjuleg- um leiktíma en FH-ingar í framlengingunni. Leikmenn beggja liða voru þó svekktir fyrir að geta ekki gert út um leikinn þvífærin voru til staðar. Gjaldkerar félagnna voru hins vegar ekki eins óhressir og leikmenn því bikarúrslitaleikur gefur vel í aðra hönd. Leikið var við erfiðar aðstæður, hvasst var og Laugardalsvöllurinn blautur og háll. Engu að síður gekk leikmönnum vel að hemja knöttinn og leikurinn var hinn fjörugusti og spennan var svo sannarlega til staðar. Valsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í venjulegum leiktíma. Þeir fengu færin til þess eftir að þeir náðu forustu í leikn- um en tókst ekki að nýta þau. FH-ingar gáfust ekki upp þrátt fyrir markið og færin góðu sem nýttust ekki. Þeir gáfu ekkert eftir, börðust vel og uppskári eftir því fimm mínútum fyrir leikslok þegar Hörður Magnússon jafnaði. Færi í upphafi Leikurinn var varla byijaður þegar FH-ingar fengu fyrsta marktæki- færið. Ólafur Kristjánsson fyrirliði þeirra átti þá. gott skot úr auka- spyrnu, lagði knöttinn efst í mark- hornið, en Bjarni Sigurðusson sá við honum og varði vel í horn. Um miðj- an fyrri hálfleikinn átti Pálmi mis- heppnaða sendingu aftur á Stefán markvörð og knöttuinn stefni í blá- homið en Olfur Jóhannesson náði honum áður en hann fór yfir marklín- una. Marktækifærin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn léku samt ágætlega, boltinn gekk vel manna á milli lengst af en það var eins og enginn vildi taka af skarið. Leikmenn voru óþarflega varkárir í öllum leik sínum. Valsmenn sterkari Síðari hálfleikur var mun fjörugri en sá fyrri og marktækifærin mý- mörg, og flest féllu þau Valsmönnum í skaut. Jón Grétar reyndi skot sjálf- ur þegar hægara hefði verið að gefa á Baldur sem var aleinn á miðjum vítateig FH. Amaldur átti glæsiskot af 30 metra færi sem Stefán varði með tilþrifum í slánna og Stefán bjargaði vel þegar Valsmenn komust inní misheppnaða sendingu Ólafs Jó- hannessonar aftur á Stefán mark- vörð. Bjarni varði tvívegis ágæt skot frá Herði Magnússyni áður en Gunnar Már Másson, hinn markheppni vara- maður Valsmanna, kom Hlíðarenda- piltum yfir á 79. mínútu eftir góðan undirbúning félaga síns Baldurs Bragasonar. Valsmenn fengu færin Við markið önduðu margir Valsar- ar léttar og enn léttar önduðu þeir þegar liðið fékk tvö gullin tækifæri til að bæta um betur. Jón Grétar átti skot í stöngina eftir að Stefán hafði varið skot frá Arnaldi og bolt- inn farið af honum út í teiginn. Gunn- ar Már komst síðan inní sendingu FH-inga sem ætluð var Stefáni mark- verði. Hann ætlaði að vippa yfir Stef- án sem kom út á móti en hitti bolt- ann illa og fór hann beint í fang markvarðarins. Valsmenn í stúkunnu voru greini- lega farnir að undirbúa sig fyrir sig- urhátíð en Hafnfírðingar voru á öðru máli og leikmenn FH höfðu ekki gef- ist upp. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði markahrókurinn Hörður Magnússon og tryggði liði sínu framlengingu. Hafnfirðingar aðgangsharðari FH-ingar voru mun aðgangsharð- ari í framlengingunni en Valsmenn. Andri var klaufi að skora ekki á 99. mínútu þegar hann var einn í ákjós- anlegu færi, en hitti illa og boltinn fór langt framhjá. Steinar fékk svipað dauðafæri hinum megin þremur mínútum síðar. Hann komst í gegn eftir langt útspark en Stefán sá enn eina ferðina við Valsmönnum. Gunn- ar Már átti síðan gott viðstöðulaust skot rétt yfir markið eftir fyrirgjöf frá Jóni Grétari áður en liðin skiptu um vallarhelming. FH-ingar áttu tvívegis skot í þverlá Valsmarksins í síðari hálfleik fram- lengingarinnar. Fyrst skallaði Dervic knöttinn ofan á slánna eftir horn- spyrnu og síðan sendi Andri hann með föstu skoti í þverslánna af 25 metra færi. Fleiri urðu færin ekki í þessum fjöruga bikarúrslitaleik og mörkin ekki heldur þannig að liðin þurfa að reyna með sér aftur annað kvöld. Allir stóðu fyrir sínu Leikurinn var ágætlega leikinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Leik- menn voru þó óþarflega varkárir í fyrri hálfleik en næstu 75 mínútur var leikurinnopinn, spennandi og skemmtilegur. Bestu leikmenn FH voru án efa Stefán markvörður Arnarson, Hall- steinn Arnarson og Hlynur Eiríksson. Allir léku Hafnfirðingar þó vel og liðsheildin náði vel saman. Hörður var í strangri gæslu allan leikinn og náði sér ekki almenninlega á strik, en hann sýndi að það má ekki gleyma honum eitt andartak. Um Valsliðið er í rauninni sömu sögu að segja, allir stóðu fyrir sínu. Varnarmennirnir þrír, Arnaldur, Ein- ar Páll og Sævar, voru bestu menn liðsing ásamt Baldri Bragasyni. Bjarni Sigurðsson stóð sig einnig vel í markinu. SkúliUnnar Sveinsson skrifar Klaufaskapur - segir SævarJónsson fyrirliði Vals „Það var klaufaskapur í okkur að láta þá komast' inn í leikinn eftir að við skoruðum og áttum síðan tvö mjög góð færi í kjölfar þess,“ sagði Sævar Jónsson fyrirliði Vals. „Við áttum að klára þennan ieik, en það var eins og menn tryðu því ekki að við gætum skorað fleiri mörk. Markið kom á besta tíma fyrir okkur en við náðum ekki að fylgja því eftir. I fyrri hálfeik var mikil barátta og við náðum síðan tökum á leikn- um þar til í framlengingunni, þá fengu þeir fleiri færi. Það var erfitt að leika í þessum vindi, en ég held að leikurinn hafi verið skemmtileg- ur. Nú er það bara meira Mæja á miðvikudaginn og ég held mig við 2:1 sigur. Þá vinnum við sem sagt 1:0,“ sagði Sævar. FH-ingar refsuðu okkur „FH-ingar refsuðu' okkur fyrir að skora ekki fleiri mörk eftir að við gerðum þetta eina mark seint í leiknum," sagði Ingi Björn Al- bertsson þjálfari Valsmanna. „Við reyndum að halda í fyrri hálfleik á móti vindi og leikurinn var þá í nokkru jafnvægi. Við vorum sterkari í síðari hálfleik en þeir aft- ur í framlengingunni þannig að þetta var nokkuð kaflaskiptur og skemmtilegur leikur og vonandi verður framhald á því í leiknum á miðvikudaginn,“ sagði Ingi'Björn. Fengum færin „Við fengum færin til að klára þennan leik, en spennan og pressan á leikmönnum veldur því að oft fer örðuvísi en menn ætla,“ sagði Gunnar Már Másson, hinn mark- heppni varamaður Vals, en hann gerði eina mark liðsins. „Við áttum að skora fleiri mörk en FH-ingar voru síðan óheppnir í framlengingunni. Það hefði verið ljúft að klára dæmið í dag, en við verðum víst að gera okkur að góðu að ljúka þessu á miðvikudaginn,“ sagði Gunnar Már. Svekktur „Ég er svekktur yfir að við skyldum ekki ná að sigra, við fengum færin til þess í venjulegum leiktíma, en FH-ingar gáfust ekki upp og náðu að jafna,“ sagði Bjarni Sigurðsson markvörður Vals. „Stefán varði vel hinum megin og sýndi að hann er einn besti markvörður landsins. Þetta var skemmtilegur leikur og ég hafði nóg að gera, ekta bikarleikur. Við vinn- um á miðvikudaginn og það verður aðeins 90 mínútna leikur,“ sagði Bjarni. Gleymdum okkur „Maður er auðvitað svekktur að klára ekki dæmið í venjulegum leiktíma. FH-ingar voru hins vegar sterkari í framlengingunni,“ sagði Jón Grétar Jónsson. „Við höfum ef til vill talið að þetta væri komið hjá okkur og við gleymdum okkur eitt andartak, og það dugði FH. Vonandi verður ekki vítaspyrnukeppni á miðvikudaginn, það er aldrei stefnan hjá okkur, en við erum óhræddir við vítaspyrnu- t keppni," sagði Jón Grétar. Morgunblaðið/RAX Mark í uppsiglingu. Baldur Bragason kominn í gegn og rennir knettinum til hægri þar sem Gunnar Már náði honum og skoraði. Stefán Arnarson og Olafur Jóhannesson koma engum vörnum við. Þeir hafa skorað í hverri umférð Hörður Magnússon úr FH náði að skora í hverri umferð bikarkeppn- innar í ár, en nú eru 30 ár síðan Þórður Jónsson, ÍA og Gunnar Felixson, KR náðu báðir þeim árangri. Þeir gerðu báðir fimm mörk í keppninni það sumar, og meira að segja báðir tvö mörk í úrslitaleikn- um, þegar sem KR vann ÍA 4:3. Þá var bara um þijár umferðir að ræða — keppni hófst með 8-liða úrslitum. Báðir gerðu eitt mark í 8-liða úrslitum, tvö í undanúrslitum og tvö í úrslitaleiknum. Þórður Þórðarson úr ÍA endurtók leikinn 1963 er hann gerði eitt mark í 8 liða úrslitum, tvö í undanúrslitum og eitt í úrslitaleiknum. Hermann Gunnarsson er sá yngsti sem skorað hefur í hverri umferð — var 19 ára er hann gerði það með Val 1965. Hermann gerði eitt í 8-liða úrslitum, þrjú í fjögurra liða úrslitunum og tvö í úrslitaleiknum. Steinar Jóhannsson, ÍBK gerði mark í öllum umferðum bikar- keppninnar 1973. Tvö i 16 liða úrslitum, eitt í 8 liða úrslitum, tvö í undanúrslitum og eitt í úrslitaleiknum. Teitur Þórðarson, ÍA bættist í hópinn árið eftir, 1974. Hann gerði eitt mark í 16-liða úrslitum, tvö í 8-liða úrslitum, eitt í undanúrslitum og eitt í úrslitaleiknum. Ingi Björn Albertsson, núverandi þjáfari Vals, varð sá síðasti á undan Herði til að skora í hverri umferð bikarkeppninnar. Það var 1977 er Ingi gerði eitt mark í 16-liða úrslitum, tvö í 8-liða- og undan- úrslitum og eitt í úrslitaleiknum. Hörður Magnússon hefur skorað í öllum bikarleikjum FH í sumar sem fyrr segir. Hörður gerði eitt mark í 16-liða úrslitunum, eitt í 8- liða úrslitum, þijú í undanúrslitunum, og eitt í úrslitaleiknum. Ef Hörður skorar gegn Val á morgun verður hann sá fyrsti til að skora í hverri umferð og aukaúrslitaleik. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.