Morgunblaðið - 27.08.1991, Side 4

Morgunblaðið - 27.08.1991, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ I AÞENU Magnús Már Ólafsson setti í]5gur Islandsmet á Evrópumeistaramótinu í Aþenu. Morgunbiaðið/Bjami Ellefu Islands- metíAþenu Magnús Mársettifjórða íslandsmet sitt á laugardaginn ÍSLENSKA sundlandsliðið stóð sig mjög vel á Evrópumeistara- mótinu sem lauk í Aþenu í Grikklandi á sunnudag. Alls voru 11 íslandsmet sett á mót- inu og er það besti árangur sem Islendingar hafa náð. Magnús __ Már Ólafsson setti fjórða íslandsmet sitt á laug- ardaginn. Hann synti þá 50 metra skriðsund á 23.86 sek. og varð í 24. sæti af 30. Gamla metið sem hann átti sjálfur var 24,09 sek. og var það sett á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Magnús hafði áður sett met í 100 og 200 m skriðsundi og 100 m flugsundi. Ingibjörg Arnardóttir bætti elsta metið hjá konunum er hún synti 200 metra flugsund á 2:23.00 mín. og hafnaði í 20. sæti af 27. Þórunn Alfreðsdóttir átti gamla metið sem var 2:23.86 mín. og var það sett 1978. Áður hafði Ingibjörg sett met í 400 og 800 m skriðsundi. Ragnheiður Runólfsdóttir keppti í 200 metra fjórsundi á laugardag. Arnar Freyr Ólafsson náði að bæta sig verulega á EM og setti ís- landsmet í 400 m fjórsundi. Hún synti á 2:26.41 mín. og var 'töluvert frá íslandsmeti sínu. Hún stóð sig vel á mótinu og setti alls 3 íslandsmet; tvíbætti metið í 200 m bringunsundi og síðan í 100 m bringusundi. Ævar Öm Jónsson keppti í 100 metra baksundi á laugardag og bætti fyrri árangur sinn, synti á 1:01.02 mín. Hann varð í 29. sæti. Arnar Freyr Ólafsson, sem setti íslandsmet í 400 m fjórsúndi, varð í neðsta sæti í 200 m fjórsundi, synti á 2:14.58 mín. Eðvarð Þór á íslandsmetið, 2:09.74 mín. Helga Sigurðardóttir varð í 24. sæti af 30 í 50 m skriðsundi. Hún synti á 27,42 sek. og var aðeins einum hundraðasta úr sekúndu frá íslandsmetinu. Loks keppti íslenska karlasveitin í 4X100 metra fjórsundi og hafnaði í síðasta sæti, synti á 4:00.29. Is- landsmetið er 4:00.16 mín. ísland hafnaði í 20. sæti í stiga- keppninni af 29 þjóðum og er það besti árangur sem við höfum náð. ísland hlaut 38 stig. „Besti árang- ur sem wio höfúm náð“ - sagði Guðfinnur Ólafsson, formaður SSÍ GUÐFINNUR Ólafsson, form- aður Sundsambands íslands, var mjög ánægður með árang- urinn á mótinu. „Þetta er besti árangur sem við höfum náð á stórmóti. Sundfólkið er allt á uppleið og þjálfunin greinilega á réttri leið,“ sagði Guðfinnur. Hann sagði að breiddin væri nú meiri en áður og ekki óhugs- andi að við ættum ijóra til fimm sundmenn á næstu Ólympíuleikum. „Ragnheiður hefur sýnt og sannað að hún er að komast í allra fremstu röð og hefur margsinnis náð ÓL- lágmörkum. Hún náði að komast í A-úrslit í 200 metra bríngusundi og var alveg við það að sleppa inn í 100 metra bringusundi. Magnús Már, Arnar Freyr og Ingibjörg eru öll rétt við ÓL-lágmörkin og ættu að geta náð þeim. Magnús og Ingi- björg náðu bæði að komast í B- úrslit og er það vel,“ sagði Guðfinn- ur. Hann sagði að nú þyrfti að hlúa vel að sundfólkinu og gera því kleift að æfa af fullum krafti fyrir Ólympíuleika. „Þetta er alltaf spurning um peninga og þeir hjá Afreksmannasjóði ISÍ ættu að skoða þennan góða árangur íslenska liðsms við næstu úthlutun úr sjóðnum. Eg er bjartsýnn á fram- haldið og krakkarnir eru tilbúnir að leggja enn harðar að sér en áður til að gera betur.“ Morgunblaðið/Frosti Ingibjörg Arnardóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir stóðu sig vel á EM í Aþenu. Ingibjörg bætti 13 ára gamalt met Þórunnar Alfreðsdóttur í 200 metra flugsundi á sunnudaginn. KYRRAHAFSLEIKARNIR Tvö heimsmet í Kanada Tvö hejmsmet féllu í gær á Kyrrahafsleikunum í sundi sem nú standa yfir í Edmonton í Kanada. Kieren Perkins, Ástralíu, bætti metið í 800 metra skriðsundi og Jeff Rouse frá Bandaríkjunum í 100 metra baksundi. Perkins synti 1.500 metra skrið- sund og millitími hans eftir 800 metra var 7:47.85 mínútur sem er nýtt heimsmet. Gamla metið (7:50.72 mín.) átti Vladímír Salníkov frá Sovétríkjunum og var það sett 1986. Perkins sigraði í 1.500 metrunum á 14:59.79 mín., sem er rjimlega 9 sek. frá heims- metinu. Bandaríkjamaðurinn Jeff Rose bætti heimsmetið í 100 metra bak- sundi um 0,54 sek., synti á 53,93 sekúndum. David Berkoff, Banda- ríkjunum, átti gamla metið og var það sett á ÓL í Seoul 1988. Rouse setti metið í 4X100 m ljórsundi, tók fyrsta sprett. Bandaríska sveit- in sigraði í boðsundinu á 3:37.15 mín. Ec iei l I sta I senunni - settitvöh íeimsmet og varð þrefaldur Evrópumeistari KRISZTINA Egerzegi Ólympíu- méistari frá Ungverjalandi setti á sunnudag annað heimsmet sitt á Evrópumótinu er hún synti 200 metra baksund á 2:06.62 mínútum. Hún bætti fimm ára gamalt heimsmet Betsy Mitshell um 2 sekúndur. Hún hafði áður sett heimsmet 1100 metra baksundi á mótinu. Egerszegi, sem er aðeins 17 ára, hafði mikla yfirburði í 200 m baksundinu og fékk því litla keppni. Landa hennar, Tunde Szabo, varð önnur tæpum 5 sekúndum á eftir. Egerszegi setti einnig heimsmet í 100 metra baksundi fjórum dögum áður og sigraði í 400 metra fjór- sundi og varð því þrefaldur Evrópu- meistari. Hún varð Ólympíumeistari í Seo- ul aðeins 14 ára gömul og kom því fáum á óvart árangur hennar á mótinu. „Ég er mjög ánægð og ég á eftir að tala við Tunde um það hvernig við höldum upp á heims- metið í kvöld,“ sagði Egerszegi eft- ir sundið á sunnudaginn. „Ég veit ekki hvað þetta met stendur lengi, en ég veit að ég á eftir að verða enn betrí." Mette Jacobsen frá Danmörku vann þriðju gullverðlaun sína á mótinu á sunnudag er hún sigraði í 200 metra flugsundi. Fyrir Evr- ópumótið höfðu Danir ekki unnið gull á EM síðan 1950. Það er því greinilega mikill uppgangur í sund- inu hjá Dönum og veita þeir nú Þjóðverjum harða keppni. Þjóðverjinn Nils Rudolph setti Evrópumet í 50 metra skriðsundi karla, synti á 22,33 sek. Sovét- mennirnir Gennadi Prigoda (22,44) og Vladímír Tkachenko (22,74) urðu í öðru og þiðija sæti. Heimsmethafinn þýski Jörg Hoffmann varð Evrópumeistari í 1.500 metra skriðsundi eftir einvígi við Ian Wilson frá Bretlandi. Hoff- mann synti á 15:02.57 mín og var langt fá heimsmeti sínu 14:50.36 mín., sem hann setti í Perth í Ástr- alíu. Sovétmenn unnu flest gullverð- laun á mótinu, alls 16. Þjóðveijar komu næstir með sex gullverðlaun og Ungveijar í þriðja sæti með 5 gullverðlaun. Athygli vekur slakur árangur þýsku stúlknanna því áður en Þýskaland var sameinað einok- uðu þær austur-þýsku kvennagrein- arnar. Það er því spurning hvort hert lyfjaeftirlit heimafyrir hafi haft þessi áhrif. ■ Úrslit / B9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.