Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 5
ÍA vann stórsigur á 2. deildar liði ÍBK í bikarúrslitaleik kvenna
á laugardag. Sex sinnum mátti Björg Hafsteinsdóttir, mark-
vörður ÍBK, sækja knöttinn í netið hjá sér, en hinum megin á
vellinum átti Steindóra Steinsdóttir náðugan dag. Keflavíkur-
liðið náði þó oft að byggja upp gott spil, en sóknaraðgerðir
liðsins runnu út flestar út í sandinn þegar nálgaðist vítateig ÍA.
Laufey Sigurðardóttir, ÍA
„Við mættum vel undirbúnar til leiks.
Við vissum að við áttum að vera
sterkara liðið. Aðalmálið var að skora
fyrsta markið, eftir það var sigurinn
aldrei í hættu. Þetta var fyrsti bikar-
sigurinn minn eftir sex tilraunir
þannig að það var virkilega timi til
kominn að ná titlinum.“
Steindóra Steinsdóttir, ÍA
„Það var ekki niikið að gera í mark-
inu hjá mér. Þær fengu þó sín færi,
en náðu ekki að nýta þau. Olga gerði
þetta svolítið létt fyrir mig þegar' hún
komst í gegn. Boltinn fór í bæði
skiptin það nálægt mér að ég þurfti
ekki að hafa mikið fyrir því að veija.“
ÍBK gekk illa að hemja boltann
Keflavíkurliðið gafst ekki upp við
mótlætið. Leikurinn róaðist nokkuð
eftir mörk Jónínu og IBK komst
betur inn í leikinn. Veðrið gekk
reyndar í lið með ÍA, en í Ieikhléi
herti vindinn til muna og lék ÍBK
á móti vindi í síðari hálfleik. Liðið
átti því oft erfitt með að hrinda
sóknarlotum ÍA og koma boltanum
fram. ÍBK náði þó ágætum skyndi-
sóknum og úr.einni slíkri var Olga
Færseth nálægt því að skora þegar
hún skaut í stöng úr þröngu færi.
Um miðjan hálfleikinn kom síðan
besta færi ÍBK. Þar var Olga aftur
á ferðinni. Hún komst ein inn fyrir
vörn ÍA eftir góðan undirbúning
Katrínar Eiríksdóttur, en skaut
framhjá markinu í galopnu færi.
Nokkrun mínútum síðar bættu
Skagastúlkur við fjórða markinu.
Ásta Benediktsdóttir sendi boltann
í netið af stuttu færi eftir að Lau-
fey Sigurðardóttir hafði skallað í
þverslána. Friðgerður Jóhannsdótt-
ir gerði síðan fimmta markið tveim-
ur mínútum síðar eftir glæsilega.
sókn IA.
Eva Sveinsdóttir, ÍBK
„Þetta var erfiður leikur. Við lékum
á móti sterkum vindi í síðari hálfleik
og áttum oft í erfiðleikum með að
koma boltanum út úr vítateig hjá
okkur. Það var erfitt að hreinsa fram
og byggja upp spil. ÍA-liðið er sterkt
og við náðum ekki nógu góðum tök-
um á miðjunni. Sérstaklega áttum
við erfitt með að hemja Laufeyju.
Hún stjórnaði spilinu vel hjá þeim.“
Léikurinn var í jafnræði framan
af á meðan liðin voru að þreifa
fyrir sér._ Skagaliðið réð þó ferð-
inni, en ÍBK spilaði skynsamlega
og reyndi að beita
Hanna Katrín skyndisóknum.
Friöriksen Fyrsta markið kom
■skrifar ekki fyrr en un^jr
lok hálfleiksins þeg-
ar Ragnheiður Jónasdóttir komst í
gegnum vörn ÍBK og skoraði af
öruggi.
Fyrstu mínútur síðari hálfleiks
var einstefna að marki ÍBK og
Skagastúlkur bættu tveimur mörk-
um við á sex mínútna leikkafla. Þar
var fyrirliðinn, Jónína Víglunds
Fyrra markið kom eftir þvögu' í víta-
teig ÍBK. Boltinn barst til Jónínu
sem vippaði honum fallega efst í
markhornið. Hvass meðvindur að-
stoðaði Jónínu í síðara markinu.
Hún var með boltann rétt innan við
miöju og lét vaða á markið. Boltinn
fór í þverslána, þaðan í bakið á
Björgu, markverði ÍBK, og í netið.
Morgunblaðið/Eínar Ólason
Jónlna Víglundsdóttir hampar hér
bikamum eftirsótta í leikslok.
Rétt fyrir leikslok innsiglaði
Jónína síðan stórsigur ÍA, með
þriðja marki sínu og jafnframt því
glæsilegasta, þegar húq sendi bolt-'
ann efst í markhornið af löngu færi.
ÍA var mun betra liðið á vellinum
og því vel að sigrinum komið. Að
öðrum ólöstuðum var fyrirliðinn,
Jónína Víglundsdóttir, maður leiks-
ins. Hún lék vel á miðjunni og skor-
aði auk þess þijú af mörkunum
sex. Lið ÍBK er hins vegar ungt, á
framtíðina fyrir sér og sýndi í þess-
um leik að það á fullt erindi í 1.
deild. Liðið hefði verðskuldað að
gera a.m.k. eitt mark, en fékk þess
í stað mörk á sig sem skrifast að
miklu leyti á vindinn sem var þeim
óhagstæður.
Morgunblaðið/Einar Ólason
Ásta Benediktsdóttir, ÍA, sendir hér boltann í netið hjá Björgu Hafsteinsdóttur, markverði ÍBK. Áður hafði Lauf-
ey Sigurðardóttir skallað knöttinn í þverslána, þaðan datt hann fyrir markið og Ásta var fyrst að átta sig. Þetta var
fjórða mark ÍA í 6:0 sigri á ÍBK í úrslitaleik bikarkeppni kvenna.
, Morgunblaðiö/Einar Ólason
Bikarmeistarar IA. Aftari röð frá vinstri: Sigursteinn Hákonarson, Smári Guðjónsson, þjálfari, Þráinn Ólafsson, Elva Jóna Gylfadóttir, Bergiind Þráinsdóttir,
Halldóra Gylfadóttir, Sigurlín Jónsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Magnea Guðlaugsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Ella María Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson,
formaður Knattspyrnufélagsins ÍA.
Fremri röð frá vinstri: Júlía Sigursteinsdóttir, Anna Lilja Valsdóttir, íris Dögg Steinsdóttir, Jónína Víglundsdóttir, Steindóra Steinsdóttir, íris Björg Þorvarðar-
dóttir, Ásta Benediktsdóttir, Friðgerður Jóhannsdóttir,. Laufey Sigurðardóttir.
„Þetta var mjög Ijúft"
- sagði Jónína Víglundsdóttir, •fyrirliði ÍA
fyrir það var lagt. Við höfðum séð á
myndbandi að kantarnir voru veik-
ustu hliðar ÍBK og við nýttum okkur
það vel.“
Olga Færseth, ÍBK
„Við vorum kannski ekki mjög sigur-
vissar fyrir leikinn. Skagaliðið er
sterkt og reynslumikið, en í bikar-
leikjum getur hins vegar allt gerst
og við fórum með því hugarfari í
leikinn.“
Þórir Bergsson, þjálfari ÍBK
„ÍA er vel að sigrinum komið. Þetta
er gott og reynslumikið lið. Við erum
hins vegar að bytja aftur eftir smá
hlé og erum með mjög ungt lið. Það
er í raun sigur fyrir okkur að vera
hér í dag. Liðið er reynslunni ríkari
eftir þennan leik.“
„ÞETTA var mjög ljúft og það var
ekki verra að ná að skora þrennu.
Við unnum mjög markvisst að því
fyrir leikinn að ná upp stemmingu i
liðinu," sagði Jónína Víglundsdóttir,
fyrirliði IA. „Við gættum þess vel
að vanmeta ekki ÍBK þó það leiki í
2. deild. Það var engin ástæða til
þess þar sem liðið er mjög sterkt.
Við hleyptum þeim aldrei inn í leik-
inn og tókum hann strax í okkar
hendur. Þetta var fínn völlur og gott
að spila hér.“
Smári Guðjónsson, þjálfari ÍA
„Ég átti ekki von á svona stórum
sigri og bjóst við meiri baráttuleik.
Þegar markið kom undir lok fyrri
hálfleiks, fannst mér létta mikið á
liðinu. Ég fann það líka í leikhléi að
stelpurnar voru ákveðnar í því að
klára dæmið. Skagaliðið lék eins og
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 27. AGUST 1991
BIKARURSLITALEIKUR KVENNA
Bikarinn tekinn með trompi
Jónína gerði þrennu í stórsigri ÍA