Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROl I IRpRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991
KNATTSPYRNA / FRAKKLAND || ENGLAND
Steven
byrjar
mjög vel
MÓNAKÓ og Marseille hafa
tveggja stiga forskot í frönsku
deildinni eftir leiki helgarinnar.
Liðin hafa bæði 12 stig, en
Mónakó heldur toppsætinu á
betra markahlutfalli.
George Weah gerði sigurmark
Mónakó gegn Lille, 1:0, á
heimavelli. Mónakó hefur aðeins
tapað einum leik og hefur gert flest
mörk í deildinni.
Enski landsliðsmaðurinn Trevor
Steven lék fyrsta leik sinn fyrir
Marseille gegn Nimes. Hann fékk
góðar mótttökur hjá 40.000 þúsund
áhangendum liðsins. Hann náði
ekki að skora í 4:2 sigri en átti
engu að síður mjög góðan leik og
átti þátt í þremur mörkum liðsins.
Didier Deschamps gerði eitt Abedi
Pele tvö og markahrókurinn Jean-
Pierre Papin gerði sjötta mark sitt
í deildinni er hann skoraði úr víta-
spymu.
„Trevor þarf ekki tíma til að
aðlagast liðinu. Hann hefur nú þeg-
ar sannað það. Hann átti frábæran
leik,“ sagði Tomislav Ivic, þjálfari
Marseille.
Fjórir leikmenn voru reknir útaf
í leik Cannes og Paris St Germain
sem endaði með jafntefli, 1:1. Can-
nes endaði leikinn með aðeins 8
leikmenn innanborðs eftir að Jose
Bray, Franck Priou óg Luis Fern-
andez fengu rauða spjaldið fyrir
slagsmál. Omar Sene, PSG, fékk
einnig rauða spjaldið.
FOLK
■ HANS-JÖRG Criens, fyrirliði
og aðaimarkaskorari Gladbach
öklabrotnaði um helgina og leikur
ekki með á næstunni. Gerd vom
Bruch þjálfari Gladbach er nú orð-
in hálfvaltur í sessi eftir dapra byrj-
un liðsins.
■ JOSEF Hickersberger þjálfari
Dússeldorf er einnig orðinn valtur
í stól sínum. Liðið hefur ekki hlotið
stig í fyrstu fimm leikjum deildar-
innar og í kvöld fær hann trúlega
síðasta tækifæri sitt me.ð liðið. Þá
mætir Dússeldorf liði Gladbach á
heimavelli þeirra síðarnefndu og
ekki er ólíklegt að annar hvor þjálf-
arinn verði látinn fara eftir þann
leik.
■ HELDUReru menn orðnir rórri
í herbúðum Bayern Múnchen eftir
tvo sigra í röð, en talið var að Jupp
Heynckes yrði látinn fara. Þær
raddir eru nú þagnaðar og sérstak-
lega eftir að viðtal við Lotar Matt-
haus í sjónvarpinu þar sem hann
sagði að Heynckes væri besti þjálf-
ari sem Bayern gaéti fengið.
■ KÖLN hefur gert jafntefli í
þeim fimm leikjum sem liðið hefur
leikið og eru menn þar á bæ ekki
of ánægðir með það. Um helgina
gerðust þau stórmerku tíðindi að
Pierre Littbarski var skipt útaf
og hefur slíkt ekki gerst í mörg ár.
Littbarski segist ekki vera hættur,
hann ætli að berjast fyrir sæti sínu
áfram.
M GUIDO Hoffmann hjá Kais-
erslautern verður ekki með næstu
tvo mánuði, hann sleit liðbönd um
helgina.
■ ÁKVEÐIÐ hveru verið að júgó-
slavnesku liðin sem þátt taka í
Evrópukeppnunum í ár verði að
leika heimaleiki sína utan Júgó-
slavíu vegna ástandsins þar í landi.
Trewor Steven byijaði vel hjá
Marseille í Frakklandi.
Klaufalegt jafntefli
Arnór og félagar í Bordoux gerðu
1:1 jafntefli á heimavelli gegn
Chateraux í 2. deildinni. „Þeirgerðu
sjálfsmark um miðjan síðari hálfleik
ogjöfnuðu svo á 92. mínútu úreinni
af fáum skyndisóknum sínum,“
sagði Amór um leikinn.
„Við sóttum allan tímann en þeir
vörðust vel og okkur tókst ekki að
skora. Þetta var ekki nógu sannfær-
andi hjá okkur og við megum ekki
tapa mörgum stigum á heimavelii
því deildin er erfið og ekkert sjálf-
gefið um að við komumst' upp,“
sagði Arnór sem kemur heim á
fimmtudaginn vegna landsleiksins
við Dani í næstu viku.
■ Úrslit / B9
Það tókst
í 3. tilraun
Sampdoria varð á laugardag
meistari meistaranna á Ítalí,
er liðið sigraði bikarmeistara
AC Roma 1:0 og gerði Ro-
berto Mancini sigurmarkið.
Samdoria, sem vann meist-
aratitilinn á síðasta keppn-
istímabili, hafði tvívegis áður
leikið í meistarakeppninni og
tapað í bæði skiptin. 1988
fyrir AC Milan og 1989 fyrir
Inter Milan.
City eitt á toppnum
Steve McMahon rekinn af leikvelli í leik Liverpool í Luton
MANCHESTER City er nú eitt
í fyrsta sæti ensku deildarinn-
ar, liði hefur unnið alla þrjá
leiki sína, vann Chrystal Palace
í spennandi leik um helgina.
Meistararnir frá því fyrra,
Arsenal töpuðu öðrum leik
sínum í röð, nú gegn Aston
Villa og Liverpool varð að láta
sér nægja eitt stig gegn Luton.
Leikmenn og áhangendur Man-
chester City eru að sjáifsögðu
ánægðir með þijá sigra í röð en
þeir eru þó minnugir þess að árið
1982 vann liðið einnig fyrstu þijá
leikina, en þegar upp var staðið
féll liðið í 2. deild. Þeir vonast því
til að sagan endurtaki sigekki í ár.
Það var Mark Brennan sem
tryggði City sigur, 3:2 á Crystal
Palace er hann gerði sigurmarkið
úr vítaspymu þremur mínútum fyr-
ir leikslok. Brennan skoraði reyndar
tvívegis á laugardaginn. Hann jafn-
aði úr vítaspyrnu eftir að Geoff
Thomas hafði komið Palace í 1:0
og David White kom City síðan
yfír. Skömmu eftir leikhlé jafnaði
Mark Bright fyrir Palace en Brenn-
an tryggði sigurinn með annari víta-
spyrnu eftir að Niall Quinn var
felldur í teignum.
Nágrannar City, Manchester
United urðu að sætta sig við eitt
stig þegar þeir heimsóttu Everton.
Þrátt fyrir jafnteflið eru þeir í öðm
sæti. Þeir geta þakkað hinum
danska markverði sínum, Peter
Schmeiehel fyrir stigið því hann
varði mjög vel í leiknum. Liðin frá
Mancester geta því unað vel sínum
hag í upphafi sparktíðar í Englandi.
Arsenal byijar tímabilið ekki vel.
Liðið hefur aðeins eitt stig eftir
þijá leiki og vömin, sem aðeins
fékk á sig 18 mörk í deildinni í
fyrra hefur þegar fengið á sig sjö
mörk.
Liðið heimsótti Aston Villa á
laugardaginn. Steve Staunton, sem
keyptur var frá Liverpool síðsum-
ars, kom heimamönnum yfir með
marki úr vítaspymu skömmu fyrir
leikhlé. Alan Smith jafnaði á síðustu
mínútu fyrri hálfleiks en Gary
Penrice og Tony Daley gerðu tvö
síðustu mörk leiksins fyrir Villa.
Leikmenn Liverpool hafa aldrei
kunnað vel við sig á Keniiworth
Road í Luton. Búið er að skipta um
gervigras á vellinum en strákamir
frá Merseyside virtust ekki heldur
kunna að meta nýja grasið. Mark
■ Úrslit / B9
David White ,hér til hliðar, skor-
aði mark fyrir City og hefurugert
þijú mörk í tveimur leikjum. Steve
McMahon, hér að ofan, var rekinn
af leikvelli í Luton.
Wright og John Bames léku ekki
með Liverpool og írski landsliðs-
maðurinn Ronnie Whelan varð að
fara af leikvelli meiddur um miðjan
fyrri hálfleikinn.
Steve McMahon var síðan sendur
af leikvelli á 52. mínútu fyrir brot
á Philip Gray, en leikmenn Liver-
pool töldu hann hafa leikið frábær-
lega þannig að dómarinn lét blekkj-
ast og sendi McMahon útaf.
ÞYSKALAND
Hansa Rostock heldur
áfram á sigurbraut
FYRRUM austur-þýsku meist-
ararnir hjá Hansa Rostock
halda enn efsta sætinu í Bun-
desligunni eftir leiki helgarinn-
ar. Á laugardag sigaði Hansa
lið Borussia Mönchengladbach
á heimavelli, 2:1. Stuttgart
gerði góða ferð til Diisseldorf
og vann 3:0.
Mönchengladbach, sem er í
næst neðsta sæti, komst yfir
með marki Holger Fach á 21.
mínútu. Michael Spies, sem lék áður
með Mönchenglad-
FráJóni ■ bach, jafnaði fyrir
Halldóri Hansa rétt fyrir
Garðarssyni leikhlé. Það var
/ Þyskalandi gíðan gtefan per.
sigehl sem setti sigurmarkið um
miðjan síðari hálfleik. Hansa hefur
8 stig í efsta sæti eftir fimm um-
ferðir, en sex lið koma einu stigi á
eftir og þar á meðal eru Kaiserslaut-
ern, Bayern Múnchen og Suttgart.
Stuttgart vann Dússeldorf sann-
færandi á útivelli, 0:3. Sammer
skoraði í fyrri hálfleik og Frontzeck
og Gaudino bættu tveimur mörkum
við í síðari hálfleik.
Manfred Kastl, sem hefur leikið
vei að undanförnu fékk ekki að
fara með Stuttgart til Dússeldorf.
Á æfíngu fyrir helgina lenti hann
í rimmu við Eyjólf Sverrisson. Ey-
jólfur sparkaði Kastl niður og sá
síðarnefndi hefndi sín seinna á æf-
ingunni með þeim afleiðingum að
Kastl fékk ekki að fara með til
Dússeldorf vegna þess að hann
braut illa á Eyjólfi á æfingu.
Eyjólfur varð að hætta á æfingunni.
Cristoph Daum þjálfari Stuttgart
var ekki par hrifinn af þessu uppá-
tæki Kastl og sagði honum að
hlaupa tvo hringi umhverfis völlinn,
en hann neitaði og sagðist vera
meiddur eins og Eyjólfur og fór til
búningsherbergja. Daum, sem læt-
ur leikmenn ekki vaða ofan í sig,
brást þannig við þessu að hann
boðaði Kastl ekki í leikinn gegn
Dússeldorf.
Meistarar Kaiserslautern frá
síðasta keppnistímabili gerði aðeins
markalaust jafntefli gegn Hamborg
á heimavelli. Bayern sigraði Dyn-
amo Dresden á föstudagskvöld.
Labbadia og Wohlfarth gerðu mörk
Bayern.
■ Úrslit / B9