Þjóðviljinn - 26.07.1945, Blaðsíða 1
Fyrstu atkvæðatöl-
urnar fyrir hádegi
Fyrstu atkvœðatölurnar í
kosningunum í Bretlandi
munu verða birtar fyrir há-
degi í dag, en talningu mun
ekki verða lokið fyrr en í
kvöld.
Þeir Churchill, Eden og
Attlee fóru til Londonar í
gær til að vera viðstaddir, er
úrslitin í kosningunum verða
kunngerð. Þeir eru væntan-
legir til Potsdam aftur á morg
ur á morgun. Áður áttu þeir
Churchill, Stafin og Truman
fund saman, og er tilkynnt í
Potsdam, að fyrsta þætti ráð-
stefnunnar sé nú lokið.
Vorski Verkamannaflokkurinn og Kommúnistaflokkur Noregs
sameinast í einn verkalýðsflokk
3 fulltrúar frá hvorum flokki og 2 frá Verkalýðssambandinu mynda flokksstjórnina til
einmgarþmgsins í haust
Norsk Telegrambyrá tilkynnir, að sam- *
komulag sé orðið um sameiningu Verkamanna-
flokksins norska og Kommúnistaflokks Noregs.
Sameiningarþing skal haldið í Osló í haust
og hefjast 2. september n. k., en þangað til skal
sameiginlegt ráð hafa flokksstjórnina á hendi.
Sameiningarflokkur þessi á að heita Norski
verkamannaflokkurinn (hinir sameinuðu
verkalýðsf lokkar).
„Hinir tveir flokkar norsku verkalýðshreyf-
ingarinnar geta því gengið til kosninganna í
haust sem einn, flokkur, studdur öllum samtök-
um verkalýðsins“, segir að lokum í skeyti hinn-
ar norsku fréttastofu.
Daladier og Lebrun
bera vitni gegn Petain
Réttarhöldin yfir Petain
héldu áfram í gœr. Daladier
og Lebrun báru vitni.
Daladier komst í mikinn
æsing, kallaði og hrópaði og
barði í borð. Hann kvaðst
hafa haldið, að Petain mundi
gefa franska hernum fyrir-
skipun um að halda barátt-
unni áfram í nýlendum
Frakka, ef Frakkland féili.
En í þess stað hefði Petain
gefið frönsku Jrersveitunum í
Noi'ður-Afrjku fyrirskipun
um að veita hersveitum
Bandamanna viðnám, þegar
þær hófu innrás sína.
Lebrun rakti atburðarásina
síðustu dagana áður en Petain
fyrirskipaði uppgjöf franska
hersins fyrir Þjóðverjum.
Hann sagði, að Petain hefði
unnið markvisst að því að
eyðileggja hið franska lýð-
veldi og koma á fasistísku
einveldi í Frakklandi. Hann
kvað það taka sig sárt, að sjá
hin ömurlegu endalok þessa
manns, sem um tíma hefði átt
virðingu þjóðar sinar.
„Morgontidningen“, mál-
gagn sænska sósíaldemókrata
floksins gerir sameiningu
flokkanna að umræðuefni og
telur hana munu verða
norsku verkalýðshreyfing-
unni til mikillar eflingar og
segir að allar líkur séu á því,
að hinn sameinaði verkalýðs-
flokkur muni fá meirihluta
atkvæða við kosningarnar í
haust.
Aðdragandinn að samein-
ingunni er orðinn nokkuð
langur. Hugmyndin kom fyrst
fram í viðræðum meðlima
beggja flokanna, sem voru í
fangabúðum Þjóðverja í
Grini og Sachsenhausen.
Leiddu þær viðræður til þess,
að haldinn var fundur i Stokk
hólmi árið 1943 milli ýmissa
af helztu leiðtogum norsku
verkalýðshreyfingarinnar. —
Voru þeir sammála um það,
að sameining flokkanna
mundi hafa hina mestu þýð-
ingu fytir norska verkalýðs-
hreyfingu í framtíðinni, og
töldu þeir fullar líkur á, að
sameiningin gæti tekizt.
V erkalýðssambandið
hafði milligöngu
Franco hét Hitler og Mussolini full-
um stuðningi árið 1941
Leyniskjöl, sem nýlega fundust í Þýzka
landi sanna þetta
Eina orsök þess, að;
- Franco fór ekki í styrj-
öldina með Hitler og
Mússolini var skortur á
hergögnum, hungurs-
neyð á Spáni og óvissa
um það, hve mikinn ráns-
feng þeir mundu láta
honum í té.
Leyniskjöl þýzka utanrík-
isráðuneytisins, sem nýlega
fundust við Rosen’neim í
Þýzkalandi, bregða ljósi yfir |
þetta. Skjöl þessi skýra frá I
fundi, sem þeir Mussolini og,
Franco áttu saman í borginni
Bordighera á Ítalíu í febrúar-
mánuði 1941.
Skjalið er stílað til Hitlers og
Ribentrobs. í því segir m. a.
„Franco og Mussolini
ræddu samah um stjórnmála-
viðhorfið almennt í fimm klst.
Franco lét eftirfarandi í ljós:
Hann kvaðst vera, eins og
hann hefði ætíð verið, sann-
færður um sigur öxulveld-
rnna. Hann sagði, að Spánn
mundi láta þeim í té alla þá
aðstoð, sem unnt væri, til að
leggja sinn skerf til, svo að
lokasigur ynnist sem fyrst,
en hungursneyð ríkti í land-
nu og það væri. algerlega ó-
■ndirbúið hernaðarlega.“
Itríðsþátttaka Spánar mundi
íka, hvernig sem á stæði,
era undir því komin, að öx-
ulveldin létu honum í té hern-
aðarlega og efnalega aðstoð
ig að hann fengi í stríðslok
Yönsku Marocco og Gibralt-
ar.“
Skömmu fyrir uppgjöf
Þjóðverja sendi svo stjórn
norska Verkalýðssambands-
ins miðstjórnum verkalýðs-
flokkanna bréf, þar sem farið
var fram á, að þeir tækju upp
viðræður sín á milli um sam-
einingu. Bauðst stjórn sam-
bandsins til að hafa milli-
göngu við umræðurnar.
Flokkarnir skipuðu síðan
nefnd til viðræðnanna og
tóku fulltrúar Verkalýðssam-
bandsins einnig þátt í þeim.
Síðan hefur verið hljótt um
gang viðræðnanna, þangað til
í gær, að fréttin barst um, að
flokkarnir hefðu komið sér
saman um sameiningu.
T'Danmörku hafa einnig átt
sér stað viðræður milli danska
Kommúnistaflokksins og Sósí
aldemókrataflokksins um sam
einingu. Engar fréttir hafa
borizt um, hvernig þeim við-
ræðum miði áfram, en talið
er fullvíst, að fréttin um sam-
einingu norsku verkalýðs-
flokkanna muni hafa mjög
örvandi áhrif á þær í þá átt,
að hraða sameiningu flokk-
anna.
Eisenhower hershöfðmgi og sonur hans
Ekkert lát á loftsóloi Bandamanna
gegn Japan
Ráðizt á Kobe og Kure, einnig á Sjanghaj
Það líður nú skammt stórra
högga á milli í loftsókn Banda
manna gegn japönsku heima-
eyjunum. í gærmorgun, sól-
arhringi eftir, stórárásina á
Osaka, Nagoja og Kure, réðst
fjöldi flugvéla aftur á Nagoja
og Kure, svo og iðnaðarborg-
ina Kobe.
Eftir stórárásina í fyrradag
eru 19 borgir Japans, þ. á. m.
Tokío, að hálfu leyti í rústum
og sjö tíundu hlutar borgar-
innar Kure eru í eyði.
í gær var einnig gerð árás
á Sjanghaj og tóku 350 flota-
flugvélar þátt í henni. Er
þetta mesta ioftárás, sem gerð
hefur verið á Sjanghaj í styrj-
öldinni. Flugvélarnar réðust á
flugvelli við borgina, sv.o og
IBaldvin Björnsson 1
látinn
Baldvin Björnsson gull-
smiður andaðist að heimili
sínu, Hafnarstrœti 4, að
kvöldi dags 24. þ. m., eftir
tveggja mánaða sjúkdóms-
legu.
Baldvin varð 66 ára gamall.
Þessa merka manns verður
getið nánar hér í blaðinu.
á skipalest Japana á Vangpú-
fljóti. 44 flugvélar Japana
voru eyðilagðar á jörðu og
nokkrum skipum sökkt.
Morawski ræðir stjórn
málaviðhorfið
Gsubka Morawski, forsætis-
ráðherra Póllands, hélt ræðu
í pólska þinginu í fyrradag.
Rœddi hann um stjórnmála-
viðhorfið og verkefni pólsku
stjórnarinnar bœði í innan-
ríkis- og utanríkismálum.
Hann sagði, að það vekti
fögnuð allra lýðræðissinnaðra
Pólverja, að tekizt hefði að
mynda stjórn, sem öll lýðræð-
issamtök þjóðarinnar stæðu
að. Verkefni stjórnarinnar
mundi fyrst og fremst vera að
útrýma fasistaöflunum í Pól-
landi og undirbúa lýðræðis-
legar kosningar, þar sem
pólska þjóðin gæti látið vilja
sinn í ljós. Skuggi hinnar fas-
istisku stjórnarskrár frá 1936
hvílir nú ekki lengur á stjórn-
málalífi Póllands, sagði Mor-
awski, og hin s''~"oFnda
„stjórn“ pólska afturhaM-um
í London er nú ekki lengur til
hindrunar því, að cndurreisn
hins pólska lýðveldis geti
hafizt.