Þjóðviljinn - 26.07.1945, Blaðsíða 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Flökkustrákurmn
— Við höfðum lesið um Esaú og Jakob þennan
dag.
„Hvaða kræsingar voru það, sem Jakob bauð Esaú
fyrir frumburðarréttinn?“ spurði skólastjórinn.
„Sykurleðja“, hvíslaði ég.
„Sykurleðja“, svaraði Nils hátt og einarðlega, eins
og hann var vanur, þegar ég hvíslaði einhverju að
honum. Skólastjórinn spratt á fætur og gekk til
hans.
„En — Per sagði það,“ stamaði veslings Nils.
„Er það satt, Per?“
Eg skamaðist mín svo, að ég eldroðnaði og svar-
aði: „Nei.“
Nils varð raunalegur á svipinn og drættirnir í
andliti hans stirðnuðu. Allt í einu fór hann að gráta.
„Og svo lýgurðu 1 skólanum, Tataraflækingur,“
sagði kennarinn. Hann sló Nils, en drengurinn brá
sér hvergi við það. .Hann varð að standa það sem
eftir var af kennslustundinni. Þá var komið að mat-
málstíma. Nils ætlaði að fara leiðar sinnar, en skóla-
stjórinn bannað honum það.
Ég hafði hefnt mín. En ánægður var ég ekki og
hefði viljað gefa mikið til að mega taka allt aftur.
Seinast réð ég það við mig að bjóða Nils mat og
gekk til hans, virðulegur og háleitur, eins og menn
með vonda samvizku eru vanir, þegar þeir hafa al-
menningsálitið sín megin.
Hann svaraði engu. Ég vissi, að hann fyrirleit mig
og hafði ástæðu til þess. En einmjtt þess vegna
reitti það mig til reiði.
„Maturinn minn er ekki verri en hann er vanur,“
sagði ég.
Hann sneri sér við og gekk til dyra. Ég hafði enga
matarlyst og gekk út á eftir honum.
Hann gekk út að hlöðunm og settist þar. Mér var
órrrögulegt annað en veita honum eftirför.
„Hvers vegna viltu ekki borða, Nils?“ spurði ég.
þó að ég vissi það reyndar mjög vel.
„O, nei — ég ætla að reyna að komast af án þín
hér eftir,“ sagði hann.
Ég vissi vel, að það var ekki fallegt, sem mér datt
Íft0§ ÞETTA
Skrifstofum.: Fyrirgefið
þér, að ég kem svona seint. —
E:r ég datt niður stigann
heima hjá mér.
Forstjórinn: Var það hátt
fall?
Skrifstofum.: Ja — svona
tíu—tólf þrep.
Forstj.: Og haldið þér að
mér detti í hug, að þér hafið
verið klukkutíma að hrapa þá
leið?
★
Brennivínsberserkurinn: —
Þeir segja að vínið eyði kröft-
unum, en ég get sagt ykkur
það, að ég gat ekki loftað
víntunnunni minni, þegar ég
keypti hana, en síðan hef ég
drukkið úr henni pott á dag
og nú get ég haldið á henni
eins og ekkert sé.
★
Talið er að sex milljónir
blindra manna séu í heimin-
um. Þar af er hálf milljón í
Indlandi.
★
í þrjátíu og átta ára stríð-
inu var skotið 800 fallbyssu-
kúlum á St. Vitus dómkirkj-
una í Prag. En hana sakaði
ekki til muna.
Fimmtudagur 26. júlí 1945
PEARL S. BUCK:
ÆTTJARÐARVINUR
<= ■ - ■ ■ -■■■■ l .. - ,—'J
ekki satt, og liti hann í þau
komst hann að raun um, að
þau sögðu eiginlega ekki
neitt.
Einu sinni að morgunlagi,
þegar hann sat við vinnu sína,
fékk hann boð um að koma á
skrifstofu Bunjis. Þar sat ung-
ur maður við skrifborðið. I-
wan fyrirleit hann í fyrsta
skipti, sem hann sá hann.
„Nafn mitt er Hidiyoshi,“
sagði ungi maðurinn rösklega.
„Mér var falið að taka við
þessu starfi. Áður var ég und-
irumsjónarmaður í Yoko-
hama.“ Hann glotti. „Því mið-
ur hef ég slæma sjón, annars
hefði ég auðvitað barizt fyrir
land mitt í Kína. Fáið þér yð-
ur sæti.“
Hann benti á stól. I-wan
hneigði sig og settist. Hafði
Shio sent þennan mann til að
líta eftir honum?
„Hafið þér séð blöðin í
dag?“ spurði Hideyoshi og
hló.
„Nei,“ svaraði I-wan rólega.
Hann var farinn að hata
þennan mann.
„Lesið þér það. Þetta er
drepandi hlægilegt.“ Hann
fleygði blaðinu tii I-wans.
I-wan leit á fremstu blað-
síðuna. Þar voru einhver ó-
sköp — um Shanghai. Hann
hafði ekki lesið blöðin í
marga daga. Hvað höfðu Jap-
anir nú aðhafzt í Shanghai?
Hann las í flýti það, sem stóð
í blaðinu — hlægileg misgrip!
Hvað var hlægilegt?
„Kínverjar ganga í lið með
Japönum11 las hann. „Kínverj-
ar gera loftárás á Shanghai.“
Það var hlægilegt — hlægi-
legt. Öll frásögnin hljóðaði
um, hvað það hefði verið
hlægilegt. Ungur kínverskur|
flugmaður. hafði ætlað að
kasta sprengjum yfir japansk-
ar herbúðir, en látið þær í
staðinn falla niður yfir fjöl-
menna götu í borginni. „Mörg
hundruð manna biðu bana.“
Þetta hlaut að vera einhver
vitleysa — japanskur óhróður.
Hann las áfram. Nei, hér
var ekki um neitt að villast.
Flann þekkti þessa götu vel,
hafði gengið þar ótal sinnum.
Þar var alltaf margmennt
framan við búðirnar. Sumir
voru að verzla, aðrir horfðu
aðeins á vörurnar í gluggun-
um. Þarna var meira að segja
mynd af götunni — eins .og
hún leit út nú — að vísu léleg
mynd, prentuð á vondan
pappír, eá hann þekkti hana
samt, þó að stóru steinhús-
in væru hrunin og stálgrind-
urnar einar stæðu upp úr
rústunum. Sumstaðar héngu
lík, sem einhvernveginn
höfðu orðið föst í hálfhrund-
um húsum, án þess að hrapa
alla leið til jarðar.
I-wan leit upp og sá glott-
andi andlit Hideyoshides.
„Ha, eruð þér búinn að lesa
það? Þetta var óskaplegt. En
drepandi hlægilegt“, hann hló
enn.“ — Að gera loftárás á
sína eigin borg!“
I-wan varð erfitt um and-
ardrátt.
„Þetta getur ekki verið satt.
Það hlýtur að vera misskiln-
ingur“, tautaði hann.
„Nei, það er ekki misskiln-
ingur,“ sagði Hideyoshi. „Öll
blöð segja þetta sama. Og
þeim finnst það öllum jafn
fyndið. Þetta er sigur Japana.
Nú hljóta Englendingar og
Ameríkumenn að sjá, hvað
Kínverjar eru miklir ræflar.
— Þetta eru greiðugir menn,
að hjálpa óvinunum til að
drepa landa sína.“
„Þér viðurkennið þá, að
Japanir hafi drepið Kín-
verja.“
„Við getum ekki sætt okkur
við ósvífni þeirra lengur“,
svaraði Hideyoshi og dró sam-
an varirnar. Við höfum alltof
lengi umborið þeim, að þeir
hafa forsmáð viðskipti okkar
og framið morð. Skríllinn hef-
ur sýnt okkur ójöfnuð — við
höfum orðið að þola allt þetta
frá hálfu Kínverja árum sam-
an. En nú hefur keisarinn á-
kveðið að leiða þetta til lykta,
útrýma þeirri óvild, sem Kín-
verjar bera til okkar, svo að
þeir verði fúsir til að samein-
ast okkur.“
I-wan starði á hann og vissi
ekki, hvort hann hafði heyrt
rétt. „Þér eigið við það, að þið
ætlið að drepa okkur, kasta
sprengjum yfir borgir okkar
I og svívirða konur okkar —
þar til við förum að elska
ykkur.“
Nú var það hann, sem hló.
Hann gat ekki að því gert.'
„Eg á þá að láta mér þvkja
vænt um yður, herra Hidey-
oshi, vegna þess að þér —“
Hideyoshi leit órólegur í
kringum sig og tók fram í:
„Nei, ekki þér, sem einstakl-
ingur. Við lítum líka á yður
sém Japana. Þér hafið verið
hér svo lengi og eruð kvænt-
ur japanskri konu.
I-wan hætti að hlæja, eins
og honum hefði verið gefinn
löðrungur.
„Ilvað er að?“ spurði Hidey-.
oshi og horfði á hann.
„Ekkert,“ svaraði I-wan.
„Eg sé bara, að þetta er ekki
til að hlæja að.“
Hann hneigði sig og gekk
inn í skrifstofu sína. Honum
varð aftur erfitt um andar-
drátt og hann fékk kvalir í
höfuðið, þar sem gamall sárs-
auki var seztur að. Hann opn-
aði skúffu og tók þaðan bæk-
ur. En hann gat ekki unnið.
„Við lítum á yður eins og
Japana,“ hafði Hideyoshi
sagt. Einu sinni hafði En-lan
skrifað — eins og hann ritaði
allt sér til minnis — lista yf-
ir öll illvirki Japana í Kína.
I-wan mundi það vel, að þetta
var löng upptalning — náði
tvo mannsaldra aftur í tím-
ann. Japanir höfðu krafizt
sérréttinda í Kína, bæði hvað
verzlun og landeignir snerti.
Þeir höfðu keypt réttindi yfir
verðmætum námum. Þeir
höfðu hernumið Kiaochow og
að lokum höfðu þeir sett Kín-
verjum „Tuttugu og einnar
kröfu skilmálann.“
Hann minntist þess frá því
hann var lítill, að barnfóstran
hafði farið út með hann, til
að lofa honum að sjá' kröfu-
göngur gegn Japönum. Hon-
um hafði þótt gaman að sjá
fánana, en þá sá hann stóra
mynd .af ljótum Japana, sem
var að gleypa litla og varn-
arlausa Kínverja. Hann varð
hræddur og grét svo ákaft, að
barnfóstran varð að fara með
hann heim. Næstu tvær næt-
ur hafði hann dreymt illa og
vaknað með hljóðum. Þá var
litla rúmið hennar Peony
flutt inn til hans og hún svaf
í herberginu hjá honum
Hvers vegna ætti hann að
vera orðinn Japani? Tama
hafði ekki náð til að breyta
því, sem var eðli hans og
uppruni. Tama og allir sem
hann hafði kynnzt hér,
þekktu hann aðeins á yfir-
borðinu.
Tveimur dögum síðar komu
enn nýjar fréttir í blöðunum,
Hideyoshi rak höfuðið inn úr
dyrunum hjá I-wan.
„Nú erum það við, sem ger-
um loftárásir á Shanghai,“
sagði hann og glotti, svo að
skein í allar tennurnar. „Haf-
ið þér lesið „Osaka Mainichi?“
I-wan starði á hann án þess
að svara. Hann langaði til að
drepa þennan mann, kremja
hann eins og skordýr. Þegar
Hideyoshi mætti augnaráði
hans, hvarf hann úr gættinni
og skellti hurðinni á eftir sér.
Það var þó ekki hatrið, sem
að síðustu kom honum til að
skilja á eðlilegan og einfaldan
hátt, hvað hann ætti að gera.
Orsök þess lá dýpra en hatr-
ið.
Viku seinna kom skip frá
Kína. Það var verk hans að
taka á móti vörum Murakis
á tollstöðinni. Það var ein-
kennileg og óvænt sjón, sem
bar fyrir augu hans, þegar
hann tók umbúðirnar utan af
þessum vörum. Það var ó-