Þjóðviljinn - 26.07.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.07.1945, Blaðsíða 8
Truman forseti og Patton hershöfáingi Færeymgar og sambandsslit Islands og Danmerkur ÓÐVILJINN r-------------------------------- Eatnandi veður á síldarmiðunum Söltun leyíð í dag Veður hefur nú batnað Norðanlands og var bjart á miðunum í gær. Engin síld barst þó á land á Siglufirði í gær, enda leit- aði flotinn hafnar í óveðrinu er geisaði Norðanlands fyrra sólarhring. — Hafís hef- ur sézt 20 mílur undan Horni. Síldarútvegsnefnd hefur leyft að söltun hefjist á Siglufirði í dag. Flugvél, sem annast síldarleit, varð vör við þrjár síldartorfur undan Horni í gær- morgun. Fréttaritari Þjóðviljans á Raufarhöfn símaði í gærkvöld, að skip væru þar ennþá í höfn, þrátt fyrir batnandi veður og hefði engri síld verið landað þar í gær. í tilefni af viðtali, sem birt- ist í Morgunblaðinu, eftir danska blaðinu Politíken, þar sem færeyskir stjórnmála- menn láta orð falla um sam- bandsslit íslands og Dan- merkur, mun ég til að afsanna ummæli þeirra segja hér frá því sem fram fór í Tórshavn 17. júní í fyrra. Þann dag var fjöldi Fær- eyinga samankominn fyrir utan Lögþingshúsið, til að minnast bræðraþjóðarinnar og senda henni kveðju sína á þeim degi er hún í fyrsta sinn var sjálfri sér ráðandi í eigin landi. Þeir ræðumennirnir, fjórir, Jóannes Patursson, lögþingsmaður og formaður Fólkaflokksins, Thorstein Pet ersen, formaður Lögþingsins, Rikard Long, lögþingsmaður og Andriass Ziska, formaður Sjálfstjórnar-sósíalistaflokks- ins, báru íslandi kveðjur með eggjandi orðum. Fyrir fund- inn ortu þeir Jóannes Paturs- son og Hans Andriass Djur- huus, kveðjur til íslands og söng „Tórshavnar sangkór“ kvæðin á þessum fundi. Að loknum ræðuhöldum las Jóannes Patursson upp kveðju til íslands, sem íund- armenn samþykktu í einu hljóði að senda. Lögþing Fær- eyja hafði fyrr um daginn sent sína kveðju og las Thor- stein Petersen, lögþingsfor- maður, hana upp á fundinum. Samkomunni lauk með því að færeyski þjóðsöngurinn var sunginn, en síðan fór hver til síns heima, með hugleið- Elsa Sigfúss r kemur til Islands í haust Elsa Sigfúss söngkona er vœntanleg hingað til lands í haust, segir í fréttum frá Kaupmannahöfn. Mun Elsa halda hér söng- skemmtanir og hefur í hyggju að fara síðan til Amedku. ingum um það, að ekki væru Færeyingar nærri því eins vel á veg komnir í sinni sjálfstæð- isbaráttu og íslendingar. Til að gleðja íslendinga, en kannski hryggja færeyska stjórnmálamenn, sem látast ekki vera svo litli.r íslands- ( vinir, mun ég síðar segja nán- ar frá þessum fundi, svo að það sem þar fór fram, megi verða hverjum manni aug- ljóst og hver og einn geti þar af dregið sínar ályktanir. Sámal Davidsen. Lagarfoss kommn til Bergen Lagarfoss kom til Bergen í Noregi í fyrradag, segir í norskri fregn. Þaðan mun skipið fara til Svíþjóðar og Danmerkur. Eins og kunnugt er fór Lag- arfoss þessa ferð á vegum ríkisstjórnarinnar og hafði meðferðis vörur frá Lands- söfnuninni til Noregs og gjafa pakka frá Rauða Krossi ís- lands til íslendinga í Khöfn. f---------------------- Skákfréttir __________________________. Botvmmk skákmeist- ari Sovétríkjanna í sjötta sinn Smisloff varð tíuudi! Skákmótum í Sovétríkj- unum er fylgt með athygli um alian heim, því þar eig- ast við nokkrir beztu skákmenn heimsins. Nýlega er lokið keppni um skákmeistaratitil Sovét- ríkjanna, og vann Mikhail Botvinnik titilinn í sjötta sinn, og það með miklum glæsileik, hlaut 15 vinn- inga af 17, sem hægt var að fá. Botvinnik er 34 ára Hann tapaði engri skák, vann fjóra af þeim „stór- meisturum“, sem þátt tóku í keppninni, og gerði jafn- tefli við þann fimmta — Kotoff. Botvinnik vann I líka Flohe, en vinningurinn látinn falla niður, er Flohr varð aö hæta þátttöku í keppninni vegna veikinda. Var Botvinnik þremur vinn- ingum ofar en annar maður mótsins, og er slíkur sigur einsdæmi í skáksögu Sovét- ríkjanna. Úrslit keppninnar eru enn ein sönnun þess, að Botvinnik er meðal sterkustu skákmanna heims ins. * Annar í þessari höröu keppni var í. Boleslavskí, Úkraínumeisarinn, sem hlýtur nú stórmeistaratitil fyrir annað sætið. Hann er mjög íær skákmaður, varð þriðji í næstu landskeppni á undan. Annar ungur skákmaöur, D. Bronstein, yngsti stór- meistari Sovétríkjanna, stóð sig sérstaklega vel, og var þriöji með 10 vinninga. Næst urðu jafnir stór- meistararnir í. Bondarevskí og A. Kotoff og meistarinn A. Konstantínopolskí, með 9Y2 vinning. Allir þeir sex, sem nú hafa verið taldir, hlutu verðlaun. Stórmeist- arinn. A. Liliendahl var heldur slakur í fyrri hluta keppninnar, og varð að láta sér nægja 7.—9. sætin á- samt V. Ragosín og 1. Rúd- akovskí. Það urðu mikil vonbrigði skákunnendum í Sovétrikjunum — og sjálf- sagt víðar — að Moskva- meistarinn Vaxilí Smisloff varð 10. í röðinni með 8!4 vinning af 17 mögulegum! Smisloí'f byrjaði vel, en tefldi djarft gegn Botvinn- ik, tapaði, og náði sér ekki á strik eftir þaö. Sovétblöö telja þó vafalaust, aö Smis- loff sé hættulegasti keppi- nautur Botvinniks, þó svona færi í þetta skipti. Stór- meistarinn Tsekover (24 ára) og A. Tolúsj telfdu nokkrar ágætar skákir, en brast þoliö eins og Smir- sloff. Romanovskí, elzti keppandinn, telfdi hraust- lega, en varð þó aö láta sér nægja 13. sætið. Erik Lundin * Svíþjóðarmeistari Um síðustu mánaöamót lauk skákþingi Svíþjóðar í Visby og voru bæði veitt venjuleg peningaverölaun og heiðursverðlaun. Fyrstu fegurðarverölaun hlaut Gustav Andersson (Karl- stad) fyrir skák móti Kron (Falun). SvíþjóÖarmeistari varö Erik Luridin eftir haröa baráttu við Gösta Stolbz. Ur I siit.in í landsliöinu urðu þessi; E. Lundin (Stokk- holmi) 6!4, G. Stolbz (s.st.) 6, S. Skarp (Gautaborg) 4, Z. Nilson (s. st.) 3, S. Hjart (Örebro) ’ O. Kinnmark (Gautaborg) og K. Kust (s. st:) hver méð tvo vinn- inga. Nýtt hefti af Vinn- unni Nýtt hefti af Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins kom út í morgun. Er þetta júlí—ágúst hefti, 7.—8. tölu- blað. Þetta hefti hefst á kvæði eftir Percy Bysche Shelley: Ljóð til sona Englands, í þýð- ingu Sigurðar Einarssonar. Þá er forystugrein eftir Jó- hönnu Guðmundsd.: Launa- kjör kvenna, Frelsisbarátta verkalýðsins um aldirnar, 1. maí-dagskrá 1945, eftir Sig- urð Einarsson og Sverri Kristjánsson, Diplómatiskt Ijóð eftir Diplómat, Saga fisk- veiðanna eftir Juri Semjon- off. Tvær sögur eru í heftinu: Fontamara (framhaldssaga) eftir Ignazio Silone og Rauði herforinginn eftir Isaak Babel Þarna er birtur samningurinn um kjör sjómanna á síldveið- um, umsagnir um bækur og höfunda, kaupgjaldstíðindi, sambandstíðindi, myndaopna, skrýtlur og fleira. Floldturimi FLOKKSFÉLAGAR TAKIÐ EFTIR Allmargir flokksfélagar hafa ckki ennþá skilað söfnunargögn- um frá 8 SÍÐU SÖFNUN Þjóð- viljans (gulir listar, með rauðri fyrirsögn), og ennfremur eiga margir eftir að skila af sér vegna PRENTSMIÐJUSÖFNUNAR Þjóð viljans (blokkunum). í þriðja lagi eru félagar minnt- ir á að skila strax könnunarlist- um sínum. I>að er nú liðið hátt á annan mánuð síðan þeir fyrstu fengu þessa lista, en þeim skyldi skilað eftir hálfan mánuð frá móttöku. Öllum þessum listum eru menn beðnir að skila þegar í stað í skrifstofu miðstjórnar. Með töku Filipseyja náðu Bandamenn mikilvœgasta á- fanga sínum í Kyrrahafsstyrjöldinni. Eyjamar eru þeim ó- metanlegar sem birgðastöð fyrir heri þeirra á Kyrrahafi, þar sem hægt verður að safna saman vistum og hergögn- um fyrir hina fyrirhuguðu innrás á Japanseyjar. Myndin: Bandarísk flutningaskip í höfninni í Cebu, annarri stœrstu borg Filippseyja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.