Þjóðviljinn - 26.07.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.07.1945, Blaðsíða 5
Fixnmtudagur 26. júlí 1945 ÞJÓÐVIL J IN N HIÐ NÝJA PÓLLAND Eftir dómprófastinn af Kantaraborg Eg hef skoðað Pólland eins og það lítur út að loknu stríð- inu. Rannsóknarnefnd þýzkra stríðsglæpa bauð mér þangað til þess að skoða manndráps- stöðina í Osviecim og verk- smiðju eina í Danzig, sem framleiddi sápu úr líkum dauðra manna. Eg tók boði nefndarinnar með þökkum og flaug til Pól- lands 26. maí og var mér hvar vetna vel tekið. Eg var spurður, hvert ég vildi ferðast annað en til manndrápsstöðvarinnar og kaus ég að ferðast um höfuð- borgina Varsjá, Kraká syðst í landinu og Danzig nyrzt. Með því að fara þennan þrí- hyrning gat ég séð mikinn hluta Póllands. Mér stóðu öll þægindi til boða. Flugvélar til að hraða för minni þegar ég vildi hafa langa áfanga og bílar til að heimsækja fangabúðir og sveitaþorp. Eg átti tal við alls- konar fólk, bæði embættis- menn og einstaklinga, þar á meðal bæði ráðherra og kenni menn. Á flugferðunum var oftast flogið lágt. Ég fékk þannig ágæta útsýn yfir landið og tók vel eftir því, sem fyrir augun bar. Ég man ekki eftir að ég sæi nokursstaðar ósáinn akur- blett, hvorki úr lofti né á hin- um löngu bílferðum. Hver einasta ekra var sáin. Þetta er mjög þýðingarmik- ið atriði, því landbúnaðarmál Póllands hafa verið erfið úr- lausnar. Þar hefur landinu verið skipt upp, en uppskipt- ing landsins er aðal orsök þess, hve andvígir Englend- ingar hafa verið pólsku bráða- birgðastjórninni. Endurbætur landbúnaðar- fyrirkomulagsins voru orðnar ákaflega langt á eftir tíman- um. Ef fyrr hefði verið tekið tillit til þeirra, sem slíkar endurbætur vildu, hefðu þær getað átt sér stað þar eins og í Englandi, smám saman og án byltingar. ★ I Póllandi voru nokkrir háttsettir kennimenn fylgj- andi endurbótum á skipulagi landbúnaðarins þegar fyrir strið. Ennþá eru nokkrir hátt setir kirkjufeður ákafir fylg- ismenn slíkra endurbóta, eins og til dæmis Zygmunt Mic- lielis,- æðsti maður grísk-ka- þólsku kirkjunnar í Kraká. En það var aldrei tekið neitt tillit til þeirra, sem umbætur vildu og því hlaut byltingin að koma. Það er nú viður- kennd staðreynd, sem engum þýðir að mótmæla. — Stað- reynd sem óhugsandi er að nokur ríkisstjórn geti breytt eða upphafið skiptingu lands- ins. Núverandi ríkisstjórn Pól- lands er föst í sessi og fylgi hennar vex með hverjum degi sem líður. Að vísu eru erfið- leikarnir margir, en fólkið hefur yfirleitt nóg að borða og fáa skortir klæðnað. Hver bóndi fær 12 ekrur lands, en nokkrum hluta landsins er ekki útdeilt og er það land ætlað fyrir búnaðar- skóla og tilraunastöðvar fyrir jarðræktina. Bændurnir hafa samvinnu- félagsskap um útsæðið og jarðræktarvélarnar. Enginn sonur getur tekið við jörð föð- ur síns án þess að hafa stund- að tveggja vetra nám á bún- aðarskóla og staðizt próf, sem sýnir, að hann sé fær um að nytja landið. Þetta er mjög hyggileg á- kvörðun fyrir framtíðina. Kirkjan á miklar jarðeignir, og hefur því landi enn ekki verið skipt upp. Hvernig því verður endanlega ráðstafað er enn ekki ákveðið og verður ekki tekin ákvörðun um það fyrr en farið hafa fram frjáls- ar og leynilegar hlutfalls- kosningar og þing það, er þannig verður kosið til, kem- ur saman. Þetta er einnig mjög hyggilegt. Allir skógar verða eign rík- isins, eins og vera ber. Skóg- arnir eru fullir af jarðsprengj- um eftir Þjóðverjana og átta- tíu hundraðshlutar nautpen- ingsins flutt burtu. Auðvitað hafa jarðeigend- urnir kvartað sáran yfir því, að bylting hafi átt sér stað. Hefðu einhverjar umbætur verið gsrðar fyrr hefði þessi fámenna stétt ekki eins þurft að kvarta. Það hefði einnig komið í veg fyrir þá eymd, sem bændurnir. hafa orðið að bola fram til þessa. Gerðar hafa verið ráðstaf- anir til að þétta fólk þurfi ekki að lenda á hrakningum. Auðvitað geta jarðeigendurn- ir, eins og bændurnir fengið sínar 12 ekrur lands og í ein- stökum tilfellum eiga þeir kost á að fá nokkuð meira. Auk þess fá allir landeigend- ur lífeyri, sem jafngildir venjulegum vinnumannslaun- um. Sumir landeigendur nota gáfur sínar og þekkingu í þágu uppbyggingarinnar. í Póllandi eru næg verkefni fyrir vinnufúsa og hyggna menn. Það eru einmitt þeir eiginleikar, sem mest er þörf fyrir. Mannafli Póllands hefur gengið mjög til þurrðar. Fram kvæmd landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar hefur orð- ið margfalt auðveldari fyrir það, að mikill hluti stórjarð- eigendanna flúði til Englands og síðar flúðu aðrir til Þýzka- lands. ★ Bráðabirgðastjórnin pólska þarf að ráða fram úr mörg- um vandamálum, sem bíða skjótrar úrlausnar. En stjórn- in hefur sýnt hugrekki og náð vflxandi árangri í úrlausn þeirra. Ef til vill hefur Pólland orðið fyrir meira tjóni en nokkurt annað af löndum Bandamanna á stríðsárunum í hlutfalli við stærð og íbúa- tölu: Pólland missti 8 milljón- ir manns af 33 millj. íbúa. í Póllandi voru framin slík grimmdarverk, að þeim verð- ur naumast með orðum lýst. Hámark þeirra voru mann- drápsstöðvarnar og ein þeirra var Osviecim, sem samanstóð af 36 fangabúðum, þar sem alls voru .drepnar 4 millj. manna, 24 þús. á einum ein- asta degi. j Varsjá og Danzig eru í rúst- um. Það er ákaflega mikið tjón, því þetta voru fagrar borgir og fullar af miðalda- minjum. Eyðilegging Þjóð- verjanna hefur verið fram- kvæmd af mikilli nákvæmni, ekki aðeins eyðilegging af hernaðarþörfum, heldur einn- ig kerfisbundin eyðilegging héilla borga. í Danzig sá ég verksmiðju, þar sem framleidd hafði verið sápa úr líkum, og allt er fullt af endurminningum hræði- legra atburðá. Þessi sjón sann færði mig um, hve óhugsandi það væri fyrir þýzku minni- hlutana, sem í Póllandi eru að halda áfram að búa þar innan um Pólverjana. En þótt skipting landsins milli bændanna sé mál, sem foringjar Pólverja í London hafa andstæða afstöðu til við pólsku ríkisstjórnina, þá er þó afstaðan til Rússa ekki minna ágreiningsefni. ★ Áður en ég fór átti ég klukkustundar viðtal við hr. Bierut, forseta Póllands og hann sagði mér, að andúðin gegn Ráðstjórnarríkjunum, andstaðan gegn öllum fram- förum og samúðin rr eð Hitler hefði leitt Pólland út í stríð og ógæfu. Þess vegna getur enginn, sem haldinn er slíkum skoð- unum átt von á hlýjum við- tökum í Póllandi. Vinátta milli Póllands og Rússlands er grundvöllur þeirrar utan- ríkismálastefnu, sem Pólland hlýtur að reka í framtíðinni. Þetta vita Rússar og viður- kenna það. Rússar hafa hjálp- að Póllandi mikið fjárhags- lega, látið þá hafa sáðkorn í vor o. fl. En stærsta hjálp þeirra var þó, er Rauði her- inn rak Þjóðverja úr Póllandi Frh. á 7. síðu. Eitin norskur verkalýðsflokkur j GÆR BARST FREGNIN um að samkomulag hefði náðst milli Verkamannaflokksins norska og Kommúnistaflokks Noregs um skipulagslega og pólit- íska sameiningu flokkanna. Verður sameiningar- þingið haldið í september í haust, áður en þingkosn- ingarnar fara fram. Nafn flokksins verður Verka- mannaflokkur Noregs — hinir sameinuðu verkalýðs- flokkar. j^REGN ÞESSI mun vekja fögnuð meðal róttækra verkamanna um öll Norðurlönd, fögnuð allra þeirra, sem unna sósíalisma og unna norsku þjóðinni. Með þessu samkomulagi ætti það að vera tryggt, að norsk alþýða gengur í einni fylkingu til fyrstu frjálsu kosninganna í landinu um margra ára skeið, og um úrslitin þarf varla að efast: Hinn sameinaði flokkur norsku alþýðunnar fær algeran meirihluta þingsæta og óskoruð völd til að ráða stefnunni varðandi fram- tíð norsku þjóðarinnar. Mikilvægi þess fyrir alþýðu Noregs verður ekki ofmetið, og áhrifin af þessari sameiningu, ef vel tekst, eru líkleg til að ná út fyrir norsku landamærin. jyORSKU VERKALÝÐSFLOKKARNIR eiga sér sérstæða sögu meðal verkalýðsflokka Norður- landa. Verkamannaflokkurinn norski var stofnaður 1887, og fékk fyrstu Stórþingsmennina (fjóra) kosna 1903. Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar óx róttækum öflum fylgi í flokknum, og gekk hann í Alþjóðasam- band kommúnista 1919. Árið 1921 klufu hægri-sósíal- demókratar sig úr og stofnuðu flokk, og 1923 klofnaði Verkamannaflokkurinn enn, um afstöðuna til Al- þjóðasambandsins, og var þá stofnaður Kommúnista- flokkur Noregs. Fyrstu árin eftir klofninguna töldu báðir flokkarnir sig kommúnistaflokka, en Verka- mannaflokkurinn stefndi til hægri, og 1927 tókst sam- eining með honum og Sósíaldemókrataflokknum, eft- ir að stefnuskrá flokksins hafði verið sveigð í sósíal- demókratíska átt. Við kosningarnar 1927 varð Verka- mannaflokkurinn stærsti flokkur landsins, fékk 59 Stórþingsmenn (af 150) og 368 þúsund atkvæði. Kommúnistaflokkurinn fékk 40 þúsund atkvæði og 3 þingmenn. Árið eftir myndaði Hornsrud fyrstu ríkisstjórn flokksins, en hún var felld eftir þriggja vikna setu með samfylkingu borgaraflokkanna. Við kosningarnar 1930 tapaði Verkamannaflokkurinn verulega, missti 12 þingmenn og Kommúnistaflokk- urinn sínum þremur. En í kosningunum 1933 er aftur frámför, verkalýðsflokkarnir fengu yfir 503 þús. at- kvæði, og vann Verkamannaflokkurinn 22 þingsæti. Árið 1935, fyrir 10 árum, myndaði Stórþingsforseti Verkamannaflokksins, Johan Nygaardsvold, ríkis- stjórn, og hefur hann verið forsætisráðherra Noregs þar til í sumar, sem kunnugt er. Við Stórþingskosn- ingarnar 1936 fékk Verkamannaflokkurinn 618.603 atkvæði og fékk 68 af 150 þingsætum. ð j^OMMÚNISTAFLOKKUR Noregs á sér all um- hleypingasama sögu, og missti mjög óhrif vegna einangrunarsinnaðrar stefnu og innanflokks deilna. En flokkurinn hefur einnig á seinni árum haft for- ustu í ýmsum harðvítugustu stéttarátökum- norska verkalýðsins, og á hernámsárunum hefur flokknum vaxið mjög fylgi, vegna starfs síns í leynihreyfing- unni. Sú staðreynd er m. a. viðurkennd með því að flokkurinn fær tvo ráðherra, þó hann ætti engan full- trúa á þingi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.