Þjóðviljinn - 17.07.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.07.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 17 júlí 1990 125. tölublað 55. árgangur Sovétríkin Úkraína lýsiryfir fcillveldi Stofnun eigin hers kemur til greina Fréttastofan Interfax skýrði svo frá í gær að þing sovétlýðveld- isins Úkraínu hefði lýst yfir fullveldi þess. Er svo að sjá að Úkraína hafi í þessu efni gengið ívið lengra en önnur sovétlýð- veldi, sem lýst hafa yfir fullveldi, þar eð í úkraínsku fullveldisyfir- lýsingunni er gert ráð fyrir þeim möguleika að lýðveldið komi sér upp eigin her. Að sögn Interfax var fullveldisyfirlýsingin samþykkt með öllum þorra atkvæða á þingi, eða 355 gegn fjórum. Með yfir- lýsingunni tekur Úkraína sér rétt til að stofna eigin her og gjald- miðil. Sérstakur úkraínskur borgararéttur er tekinn upp, en þeir sem vilja mega einnig halda áfram að vera sovéskir ríkisborg- arar. Úkraínsk lög munu héreftir hafa í lýðveldinu forgang fram- yfir stjórnarskrá Sovétríkjanna. Gert er ráð fyrir því í yfirlýsing- unni að Úkraína komi sér upp eigin bankakerfi og lýst er yfir í henni að lýðveldið eigi rétt á hluta af forða Sovétríkjanna af erlendum gjaldeyri og gulli. Pá er tekið fram að Úkraína hafi „jafnrétti" til að fara með utan- ríkismál sín og að stefnt skuli að hlutleysi í alþjóðamálum, sam- kvæmt sumum fréttaskeytum. Úkraína er aðili að Sameinuðu þjóðunum, en hefur hingað til á þeim vettvangi ávallt tekið af- stöðu með fulltrúum Sovétríkj- anna. Úkraína er annað fjölmenn- asta lýðveldi Sovétríkjanna og mikilvæg vegna iðnaðar og land- búnaðar. Önnur sovétlýðveldi sem lýst hafa yfir fullveldi eru Rússland, Moldavía og Úsbekist- an. Litháen hefur lýst yfir fullu sjálfstæði, Lettland einnig en með þeim fyrirvara að sjálfstæð- isyfirlýsingin taki ekki giídi þegar í stað og þing Eistlands hefur gert samþykktir með fullveldi fyrir augum. Reuter/-dþ. Fiskvinnsla Neyddir til að loka Arnar Sigurmundsson: Að mestum hluta vegna kvótans. Umfangsmeiri lokanir á nœsta ári. Sölumiðstöðin: Gœðalega séð ekki svo slœmt. Bölvað að eiga engarbirgðir Við mundum aldrei loka í svona langan tíma eða í einn mánuð, nema þvi aðeins að við erum neyddir til þess. Astæðan er fyrst og fremst vegna þess að við erum langt komnir með kvótann. Á meðan munu báðir togarar okkar verða bundnir við bryggju og starfsfólkið taka út sitt sumarfrí, segir Haukur Björnsson rekstrar- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar. Svo virðist sem það sé að færast í vöxt að fiskvinnsluhús loki tíma- bundið yfir sumarið og þá þegar mesti sumarleyfistíminn er. Arn- ar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir að kvótinn eigi stærstan þátt í því en auk þess tengjast þessar lok- anir mestu ferðamannahelgi landsmanna á ári hverju, verslun- armannahelginni. Arnar segir að þessar lokanir verði mun um- fangsmeiri á næsta ári. Þá verða komin til framkvæmda nýsam- þykkt kvótalög með þeirri breytingu frá núgildandi lögum að kvótaárið hefst þá ekki um áramót heldur þann 1. septemb- er. Þá er viðbúið að margir verði langt komnir eða jafnvel búnir með kvóta sína þegar líða tekur á sumarið. Þessar sumarlokanir koma sýnu verst niður á vinnu skóla- fólks en fastráðið starfsfólk hús- anna hefur tekið mið af þeim við skipulagningu á sínu sumarleyfi. Bjarni Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna segir að óneitanlega verði þeir varir við þessar lokanir húsanna sem hafi aldrei verið meiri en einmitt nú. Hinsvegar sé því ekki að neita að yfir sumarið er þorskurinn afar laus í sér og gæðalega séð ekki besta hráefnið til vinnslu. Þá muni þessar sumarlokanir hafa það í för með sér að betri fiskur komi til vinnslu í haust, jafnframt því sem lokanirnar teygja á vinnsluárinu. „Aftur á móti er það bölvað að hafa engar birgðir. Við höfum orðið að keyra þær niður á árinu enda hlýtur það að hafa sín áhrif á framboðið þegar þetta er þriðja árið í röð sem kvótinn er skorinn niður,“ sagði Bjarni Lúðvíksson. Minnkandi veiðikvótar eru ekki aðeins hér á landi heldur og einnig hjá helstu samkeppnisaðil- um okkar ss. hjá Norðmönnum, Kanada, Færeyjum og víðar. Þó svo að fiskneysla hafi ekki aukist að marki í Bandaríkjunum þá hefur minnkandi framboð leitt til verðhækkana á sjávarafurðum. Er nú svo komið að pundið af þorskblokk selst nú á 2,10 dollara sem er svipað því og það var hvað hæst á góðærisárinu 1987. -grh Fornlelfar í Vlðey. í sumar eins og undanfarin sumur er unnið að fornleifaupp- greftri í Viðey. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur borgarminjavarðar hefur uppgröftur gengið vel að þessu sinni. Þegar hafa komið í Ijós minjar sem sýna að byggð hefur verið í Viðey áður en klaustrið var reist þar á miðöldum. Meira verður fjallað um uppgröftinn í Þjóðviljanum innan skamms. Mynd: Kristinn. Geislaúrgangur Svíar vakna við vondan draum Júlíus Sólnes: Ágœtt efummœli mín hafa náð að hrista upp í sœnska kerfinu. IngvarPerson: Erum ekki með vonda samvisku íkjarnorkumálum Júlíus Sólnes umhverfismála- ráðherra segir ágætt ef um- mæli hans í Þjóðviljanum á laug- ardag, um að Svíar losuðu geisla- virkan úrgang í neðansjávarhella við Eystrasalt og hefðu því slæma samvisku í umhverfismálum, næðu að hrista aðeins upp í sænska kerfinu. „Svíar hafa vaknað þarna upp við vondan draum,“ sagði umhverfismála ráðherra í gær. Ekki náðist í umhverfismála- ráðherra Svíþjóðar í gær, en Ing- var Person starfsmaður í ráðu- neytinu, segir Svía hafa hreina samvisku varðandi geymslu geislavirkra efna. í viðtali við Ríkisútvarpið í gær sagði Person einnig rangt að Svíar geymdu geislavirkan úrgang með þeim hætti sem Júlíus greindi frá í sam- tali sínu við Þjóðviljann. Person sagði Svía geyma úrganginn í bjargi við Eystrasalt og hefði sá staður verið sýndur almenningi. Svíar hefðu því engu að leyna í þessum efnum. „Mér skilst að ég eigi von á greinargerð frá sænskum stjórnvöldum vegna þessa máls og bíð bara eftir henni,“ sagði Júlíus. Mikil leynd hvfldi alla jafnan yfir þessum málum hjá öllum þjóðum en hann hefði grip- ið sögur á lofti um að Svíar dældu geislavirkum efnum í neðansjáv- arhella við Eystrasalt, á fjöl- mörgum fundum þar sem emb- ættismenn og vísindamenn ræddu þessi mál. Umhverfismálaráð- herra sagðist ma. hafa heyrt á þetta minnst á Norðursjávarráð- stefnunni. Júlíus sagðist telja að Finnar væru með gamlan samning við Sovétmenn um geymslu geisla- virkra efna, þannig að þau gætu ekki valdið skaða hjá öðrum ríkj- um við Eystrasalt. Person sagði Svía standa einna best allra þjóða að geymslu geislavirks úrgangs. Margar þjóðir, til dæmis Bandaríkin, horfðu til Svíþjóðar eftir lausnum í þeim efnum. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.