Þjóðviljinn - 17.07.1990, Blaðsíða 5
Filisteamir—þeir sem græða
með löglegum hætti en siðlausum
í tilefni gamallar greinar eftir Jónas frá Hriflu
Filistear
Jónas Jónsson frá Hrifk
á annan endann þegar \
„dálítinn flokk eöa stétt" r>
Filistea og voru menn sen
vammleysi annarra til að h
siölausan hátt. PenniJóna
Skinfaxi rann út. í blaöinn
Einn af lesendum blaðsins kom
með gamla grein sem Jónas frá
Hriflu skrifaði á sínum tíma í
blaðið Skinfaxa. Hún fjallaði um
menn sem Jónas kallaði Filistea-
en með því orði var átt við menn
sem högnuðust á hrekkleysi sam-
borgara sinna með aðferðum sem
væru löglegar en siðlausar.
Lesandinn sagði að þessi grein
og dæmisögur um atferli Filiste-
anna, sem á eftir fylgdu í Skin-
faxa, hefðu vakið gífurlega at-
hygli. Og, sagði hann, Jónas
reyndist sannspár: það sem nú er
að gerast í þjóðfélaginu er endan-
legur sigur Filisteanna.
Þessi ágæti lesandi bað okkur
birta upphafsgrein Jónasar. Við
skulum fyrst skoða upphaf
greinarinnar:
„Við íslendingar höfum á síð-
Lambakjöt
æ vinsælla
í Evrópu
Neysla á lambakjöti eykst
hraðar en á nokkurri annarri
kjöttegund í Evrópu þessi árin og
verðið hækkar sömuleiðis. Til að
mæta eftirspurn þarf nú árlega að
bæta við á EB-markaðinn einan
sér magn sem nemur nær þre-
faldri ársframleiðslu íslenskra
bænda.
Fyrir 5 árum var ástandið ekki
of gæfulegt í lambakjötssölunni í
Evrópubandalaginu, að sögn ný-
sjálenskra sölufyrirtækja. Hins
vegar hafa þeir lagt á sig mikið
kynningar- og markaðssetningar-
starf sem nú er að skila sér.
Lambakjötið er orðið verulegur
keppinautur við aðrar kjötteg-
undir á markaðnum og víðar um
heim en í Evrópu.
Útflutningsaðilar hafa reynt að
koma tímanlega til móts við kröf-
ur neytenda og breytingar á
neysluvenjum og smekk. Opnuð
hefur verið söluskrifstofa í Bruss-
el til að ná betri tengslum innan
EB, en ekki síst í Miðjarðarhafs-
löndum.
Á síðustu þremur árum hefur
lambakjötsneysla í Evrópu-
bandalaginu aukist um 8,6%, en
til samanburðar hefur neysla á
fuglakjöti á sama tíma aukist um
8,3%, 7,8% á svínakjöti og 4% á
nautakjöti.
Neil Taylor, framkvæmda-
stjóri Kjötsöluráðs Ný-
Sjáiendinga í London bendir á,
að þar eð EB-markaðurinn telji
323 milljónir íbúa, þýði þetta að
árlega þurfi nú handa neytendum
á þessu svæði hvorki meira né
minna en 32 þúsund tonn til við-
bótar af lambakjöti, einungis til
að mæta eftirspurninni. Fram-
leiðsla á kindakjöti innan EB árið
1989 var 1 miljón tonn, en
neyslan þar nemur 1,27 miljón-
um tonna.
Á hverju ári síðan 1987 hefur
þurft að bæta við á kindakjöts-
markaðinn í Evrópubandalaginu
að meðaltali 28 þúsund tonnum,
bara til að halda í horfinu. Það
nemur nærri þrefaldri ársfram-
leiðslu íslendinga 1989, sem var
þá 9.909 tonn af kindakjöti.
Því er hins vegar spáð, að á
næstunni hægi heldur á aukning-
unni á lambakjötssölunni, vegna
endurskoðunar á reglum um
sauðfjárafurðir. Reiknað er með
því „með talsverðri vissu“ að þró-
unarríki muni á einhvern hátt
geta nýtt sér þá tilhögun til aukins
innflutnings á lambakjöti til EB.
ÓHT
ustu áratugum eignast dálítinn
flokk eða stétt, sem ekki á neitt
nafn. Oftast eru þeir nefndir
kauphéðnar eða braskarar, en
þau nöfn eru of almenn. Sá hópur
manna sem hér er átt við, lifir á
því að flá meðborgarana inn að
skyrtunni, hafa fé af þeim sem
unt er. Þó eru þeir hvorki þjófar
né ræningjar. Það eru gamlar
stéttir, sem dragast nú meir og
meir aftur úr, því að þær eru ekki
lengur í samræmi við anda tím-
ans. í stað þeirra koma þessir
nýju menn. Þeir læðast ekki inn í
hús manna um nætur, né storma
þau með ofbeldi til féfanga. Þeir
koma um hábjarta daga, prúðir
og vel búnir og hegða sér í öllu á
vísu vel siðaðra manna. Þeir
tefja, þiggja beina, kveðja, fara
og enginn gætir að fyr en þeir eru
farnir, að þeir hafa haft á brott
með sér meir eða minna af
eignum þess er þeir gistu hjá;
stundum aleiguna og mannorðið
með. Engin leið er að veita þeim
eftirför til að ná fengnum úr
greipum þeirra. Allar gerðir
þeirra eru löglegar. List þeirra er
í því fólgin að hafa fé af öðrum á
löglegan en siðferðislega rangan
hátt.“
Banvænt mein
Að svo mæltu lýsir Jónas því
hvers vegna hann kenni hina lög-
vísu bófa við Filistea Biblíunar.
Hann heldur svo áfram reiðilestri
sínum um að þessir menn séu
orðnir „að banvænu meini á
þjóðarlíkamanum“ og segir:
„Þeir eyðileggja á hverju ári
fjölda manna; þeir klófesta rang-
lega tugi þúsunda af því fé sem
heiðvirt fólk hefir dregið saman
til framfærslu og menningar sér
og sínum. Fyrir misverknað Fil-
isteanna líður mörg fjölskylda
allar hörmungar fátæktarinnar:
hungur, klæðleysi, ill húsakynni,
sjúkdóma og hverskonar bág-
indi. Þessvegna er tími til kominn
að hefjast handa gegn hættunni.
Hún færist nær og nær æsku-
mönnum, þótt nú brenni bær
hinna fullorðnu. Filistearnir hafa
eins og áður var sagt lögin með
sér; þeir brjóta anda þeirra í
hverju verki, en fylgja og verja
sig með forminu. Og við því verð-
ur ekki gert. Eina varnar-vonin
er í aukinni þekkingu á lífi og
starfi Filisteanna. Það þarf að
einkenna svo glögglega þessa
hættulegu menn, að enginn vilji
við þá skifta eða sýna þeim
traust, uns þeir snúast til vega
heiðarlegra manna.“
Nafnleysið
Og nú kemur að fróðlegum
kafla. Jónas segist ætla að lýsa
Filisteum - öðrum til viðvörunar.
En hann leggur ekki í það að
nefna þá með nafni. Jónas er
klókur - hann viðurkennir ekki
að Filistearnir séu (og enn er það
svo) svo lögklókir menn, að þeir
hafa allt sitt á hreinu: sá sem
nefnir þá með nafni mun ekki
uppskera annað en dóm fyrir
meiðyrði. Hjá þessu sneiðir Jón-
as með því að þykjast vilja forð-
ast það að særa einstaklinga. Og
því miður fer fyrir honum eins og
svo mörgum öðrum sem hafa vilj-
að skera upp herör gegn ósóma:
boðskapurinn koðnar niður áður
en lýkur og endar í þessari upp-
gjafarsetningu: „Hver verður að
hafa það sem hann hefur „lög-
lega“ fengið.“!
Lokaorð greinar Jónasar voru
á þessa leið:
„Engin tilraun verður gerð til
að hrella eða særa einstaka Filist-
ea. Nöfnum þeirra verður breytt
og dæmi flutt til, svo að ein hetjan
lánar annari; hvorki verður getið
um stað eða stund. Einstakling-
urinn hverfur en heildin kemur
fram. Ef til vill verða tekin útlend
dæmi, ef þarf til frekari skýring-
ar, og persónunum þá gefin ís-
Iensk nöfn. En eins verður vand-
lega gætt að gera Filisteunum
ekki rangt í heild sinni, nefna
enga athöfn, enga misgerð eða
yfirsjón, sem þeir hafa ekki
drýgt. Á þennan hátt næst sá til-
gangur að vara við hættunni, án
þess að ganga of nærri einstakl-
ingnum. Hver verður að hafa það
sem hann hefir „löglega“ fengið.
Tilgangurinn er að leggja nokkra
hindrun í veg komandi Filistea.“
Vonin flaug yfir
Magnús Gezzon skrifar um Ijóðabœkur
Berglind Gunnarsdóttir
Ljósbrot í skugganum
Kápa: Helga P. Brynjólfsdóttir
Örlagið 1990
Þetta er þriðja bók skáldkon-
unnar og er ekki annað að sjá en
hún haldi vel á spöðunum og sé
sjálfri sér fylgin og samkvæm í
skáldskapnum. Bókinni er skipt í
þrjá kafla. Sá fyrsti er nafnlaus og
geymir 21 ljóð. Allir kaflarnir
bera vott um aga og virðingu fyrir
ljóðlistinni. Þrjú fyrstu ljóð bók-
arinnar bera sameiginlegan titil,
Von 1, 2 og 3. Ég get ekki stillt
mig að nefna þetta ljóð til sög-
unnar.
Von 2
Vonin flaug yfir og maðurinn
teygði upp hendurnar og hugðist
grípa hana en náði ekki. Þá skaut
hann að henni eiturörvum en hitti
ekkiþvíhún er loft og hefur aldrei
verið annað.
Ég verð að viðurkenna að
þetta þykir mér ákaflega þægilegt
spaug og skemmtileg hugmynd
að vonin sé loft og hafi aldrei ver-
ið annað. Það er oft gaman að svo
afdráttarlausum textum. En
undir niðri svífur ógn sbr. eitur-
örvarnar. Mér finnst ég vera við-
staddur kappræðu gáfumanna á
miðöldum og að englar séu vænt-
anlegir þá og þegar.
Aftur á móti þykir mér ljóðið
Finnland á s. 10 geyma fremur
þreyttan orðaleik.
Við svo búið taka alvarlegri
tónar völdin m.a. í kvæðinu Móð-
ir;
Móðir,
eftir langa gleymsku leita ég þín í
öllu semfyrir ber. Leita þín í hlut-
unum, í mönnunum og loftinu en
sé þig ekki, finn þig ekki því þú ert
endanlega farin. Þú hefur kosið
það. Það er barnið sem rótar upp
mynd þinni og kallar þig til sín
gegnum mig. Fyrir mig.
Hér er á ferðinni djúp og
óbærileg sorg, söknuður þess sem
misst hefur móður sína og reynir
að ná sambandi við hana af innri
nauðsyn.
Náttúra ljóðsins er Berglindi
hugstæð og má þar um nefna
Kvöldljóð, Ljóðlausn, Ljóð og
Ljóð um það sem er. Þessi kvæði
gætu orðið leikmönnum hvatning
til kyrrlátrar hugleiðslustundar
um eðli og tilgang skáldskapar.
„Úr sálumessu" er titill annars
kafla og er honum skipt í tvo
hluta. í þessum kafla eru alls 7
ljóð og er hann saknaðardrápa
eða minningarljóð um móður:
ég krýp við fótskör þína
kyssi pilsfald þinn sem trosnar
án afláts andlitið dapurlegt
kreppi hnefann og hrópa
í þögn sem ekki finnst:
leyfðu mér að slíta jörðina
af festingunni og varpa henni
eins og bolta út í himingeiminn
þú grípur hann þar!
Myndmálið er óneitanlega
voldugt í þessu kvæði þar sem
ljóðmælandinn reynir að fá sál-
aða móður sína í leik með Jörðina
sem bolta.
En allt virðist fara í hring ef
grannt er skoðað:
móðir
sjá sorg þína
sorg
sjá móður þína
Síðasti kaflinn geymir þýðing-
ar á ljóðum ýmissa öndvegis-
skálda, Stine Korst, Gabriela
Mistral, Pablo Neruda, César
Vallejo, Rafael Alberti, Garcia
Lorca og Andrej Voznesenskíj.
Þessar þýðingar hljóma mjög vel
við ljóð Berglindar og ekki get ég
fundið annað en þýðingar hennar
hljómi vel á íslensicu. Orlagið fær
stóran plús fyrir að geta þess
fremst í bókinni úr hvaða málum
er þýtt.
I bókinni er eitt ljóð sem ég
efast um að falli fullkomlega að
heildarmyndinni en það er „Úr
viðtengingarhætti nútíðar“ á s.
23. Þó kann að vera að ég hafi
rangt fyrir mér. Orðalagi á einum
eða tveimur stöðum mætti breyta
þó málvenja hvers og eins ráði
mestu um endanlega gerð.
Ég óska Berglindi til hamingju
með bók sína og vil að lokum geta
þess að bókarkápan er með þeim
fallegri sem ég hef séð, hlý og
köld í senn.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5