Þjóðviljinn - 17.07.1990, Qupperneq 12
•SPURNINGINi
Hjólar þú?
Geir Sigurðsson:
Nei, ég hef ekki hjólað frá því ég
var strákur. Mér finnst miklu
þægilegra að ferðast í bíl.
Guðmundur Már
Brynjólfsson:
Nei, Það hef ég ekki gert frá því
ég var krakki.
Hrannar Björgvinsson:
Nei, ég geri nú ekki mikið af því,
þó kemur það fyrir.
Birgitta Guðmundsdóttir:
Já, ég á hjól, en nota það ekki
mikið.
Sveinbjörg
Sveinbjörnsdóttir:
Já, ég hjóla á sumrin og finnst
það mjög góður ferðamáti.
þjófnnuiNN
Þriðjudagur 17. julí 1990 125. tölublað 55. örgangur
Rofabörðin eru algeng sjón í afréttum Árnes- og Rangárvallasýslna.
Gróðureyðing
Friðun um aldur og ævi nauðsynleg
Orsakir mistursins um helgina mengunfrá
Evrópu og sandfok afsuðurströndinni.
Sveinn Runólfsson landgrœðslustjóri:
Ástandið á hálendinu mun alvarlegra en á
suðurströndinni
Um miðjan dag á laugardag
dimmdi skyndilega yfír suð-
vestursvæðinu og einkennilegt
grátt mistur lagðist yfír það.
Heitt var í veðri og mikið rok en
síðan létti til á ný undir kvöldið.
Orsakir fyrir mistri þessu eru, að
sögn Sveins Runólfssonar land-
græðslustjóra, taldar vera meng-
unarmistur sem barst hingað með
vindum frá meginlandi Evrópu og
fok af söndunum meðfram suður-
ströndinni en þar urðu töluverð-
ar gróðurskemmdir í flóðunum í
febrúar í vetur.
„Jörð var orðin mjög þurr víða
á Suðurlandi og enda þótt það
hafi rignt nokkuð fyrir helgina þá
þornaði jörðin mjög fljótt upp í
hlýindunum og rokinu,“ sagði
Sveinn í samtali við Þjóðviljann.
„Auk þessa var líka moldrok á
hálendinu, þar hefur einnig verið
mjög þurrt að undanförnu.
Gróðurfar á sunnlensku afréttun-
um er víða í mjög óviðunandi ást-
andi og mikið af opnum rofa-
börðum. Það má segja að ástand-
ið sé slæmt á flestum afréttum í
Ámes- og Rangárvallasýslum.
Það moldrok held ég þó að hafi
ekki í þetta sinn náð til Reykja-
víkur.“
Sveinn sagðist telja að á meðan
ástand gróðurs í landinu er eins
slæmt og raun ber vitni megi
alltaf búast við moldroki eins og
því sem varð um helgina.
„Það hefur verið unnið að lag-
færingum á gróðurskemmdum
meðfram suðurströndinni og sáð
melfræi með nýrri sáðvél Land-
græðslunnar, en árangur af þeirri
vinnu er ekki farinn að skila sér
ennþá," sagði hann.
„Við höfum mun meiri áhyggj-
ur af gróðureyðingunni á há-
lendinu. Meðfram suðurströnd-
inni verður ekki svo mikil gróður-
eyðing þó sandur fjúki upp úr
fjöru. Ástandið á hálendinu er
mikiu alvarlegra. Ég á ekki von á
að rokið um helgina hafi valdið
verulegum nýjum skemmdum
þar, en það hefur aukið við það
sem fyrir var og það hefur haldið
áfram að fjúka úr rofabörðum.
Verður að stöðva
upprekstur
Það er langtímaverkefni að
stöðva eyðinguna á hálendinu og
einn liður í því er að ná
samkomulagi við bændur um að
hætta upprekstri á þau afréttar-
lönd sem eru illa farin af gróður-
og jarðvegseyðingu. Það hefur
Orsakir mistursins á laugardag voru mengun frá meginlandi Evrópu
og einnig sandfok af söndunum á suðurströndinni en þar skemmdist
gróður í flóðunum í vetur.
verið unnið að þessu og árangur-
inn er sá að því fé sem rekið hefur
verið á þessi lönd hefur fækkað
verulega á undanförnum árum og
ég á von á því að á allra næstu
árum náist samkomulag um að
stöðva uppreksturinn alveg.
Hins vegar vii ég taka fram að
núverandi beitarálag er ekki
ástæðan fyrir þessu moldroki
heldur álagið sem þarna hefur
verið í gegnum tíðina. En til þess
að gefa gróðrinum á hálendinu
tækifæri til að ná sér á strik er
nauðsynlegt að friða þessi verst
förnu afréttarsvæði um aldur og
Þess ber þó að geta að sem bet-
ur fer eru til vel gróin afréttar-
lönd, til dæmis í Vestur-
Húnavatnssýslu, sem engin
ástæða er til annars en að nytja.“
Sveinn sagði að á næstunni yrði
unnið að því að stöðva alvarleg-
ustu uppblástursvæðin á há-
lendinu með því að sá melfræi í
verstu foksvæðin en ekki væri á
döfinni að vinna að stórfelldri
uppgræðslu hálendisins.
„Til þess eigum við alltof mikið
af illa fömum gróðurlöndum í
byggðum landsins sem hafa for-
gang,“ sagði hann.
-vd.