Þjóðviljinn - 17.07.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 17.07.1990, Síða 2
FRÉTTIR Fiskveiðar Samdráttur í fjárfestingum Ægir: Spár Þjóðhagsstofnunar benda til áframhaldandi þróunar ífjárfestingum íár og jafnvel aðþœr verði minni en verið hefur undanfarinfimmtán ár Mikill samdráttur var í fjár- festingu í fiskveiðum á árinu 1989, samkvæmt bráðabirgðatöl- um Þjóðhagsstofnunar. Þá benda spár stofnunarinnar til þess að áframhaldandi samdráttur verði í fjárfestingum á þessu ári og jafnvel að þær verði lægri en þær hafa verið undanfarin 15 ár. Þetta kemur fram í síðasta tölublaði Ægis, riti Fiskifélags ís- lands. Þar kemur fram að fjár- festingar í fiskveiðum í fyrra á verðlagi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðhags- stofnunar hafi numið aíls 3.400 miljónum króna. Það er sam- dráttur frá árinu 1988 um tæpan tvo og hálfan miljarð króna. Ef fjárfesting þessara ára er færð til samræmis við verðlag ársins 1980, kemur f ljós að samdráttur fjárfestingar í fiskveiðum á árinu 1989 er nálægt 50%. Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðhagsstofnunar nam fjármun- aeign Islendinga í fiskiskipum í lok síðasta árs rúmum fjörutíu og níu miljörðum króna. Þegar þessi eign er færð til verðlags ársins 1980 og borin saman við eigna- stöðu þess árs, þá kemur í ljós að fjármunaeign íslendinga í fiski- skipum hefur aukist um 38% á þessu níu ára tímabili. Á síðasta ári var fjárfesting í fiskvinnslu 1.520 miljónir króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðhagsstofnunar. Það er nán- ast sama fjárfesting og var á árinu 1988. Það þýðir að á föstu verð- lagi hefur fjárfesting í vinnslu dregist saman. Þegar fjárfesting þessara ára er færð til verðlags ársins 1980 kemur í ljós að sam- dráttur fjárfestingar í fiskvinnslu er um 20% árið 1989. Þá nam fjármunaeign íslendinga í bygg- ingum og tækjum til fiskvinnslu 24.174 miljónum króna í lok síð- asta árs, samkvæmt bráðabirgða- tölum Þjóðhagsstofnunar. -grh Tannlæknar Samningafundur í vikunni Börkur Thoroddsenformaður Tannlæknafélags íslands: Bœði tannlœknar og Tryggingastofnun vilja fella tímavinnu út úr gjaldskránni Samninganefndir Tannlækna- ákveðinni aðgerð, sama hve félags Islands og sjúkratrygg- langan tíma hún tekur. Önnur inga Tryggingastofnunar ríkisins Verk eru unnin í tímavinnu. Bæði hittast að líkindum í vikunni til að tannlæknum og Tryggingastofn- ræða um breytingar á gjaldskrá un finnst þetta óeðlilegt og það er tannlækna. Samningar um ósk okkar tannlækna að allt sé gjaldskrána hafa verið lausir síð- an um áramót og hefur verið unn- ið og endurgreitt samkvæmt gömlu gjaldskránni. Að sögn Barkar Thoroddsen formanns Tannlæknafélagsins og samninganefndar tannlækna er ástæðan fyrir því að ekki hefur enn verið gengið frá nýrri gjald- skrá ekki sú að ágreiningur sé um breytingar, heldur einfaldlega að mönnum lægi ekkert á. Hann sagði að ekki stæði til að breyta á neinn hátt formi endur- greiðslna, að undanskildum end- urgreiðslum vegna tannréttinga, en báðir aðilar væru sammála um að fella þyrfti út tímavinnu úr gjaldskránni og verið væri að vinna að því. „Sum verk eru unnin í ákvæðis- vinnu, þannig að visst verð er á Ólafur Sigurðsson arkitekt, Daði Ágústsson raftæknifræðingur, Edda Ágústsdóttir flugfreyja, Teitur Kjartansson bóndi í Flag- bjarnarholti og Hörður Ágústs- son trésmiður við gróðursetning- una. Lækjabotnaættin gróðursetur Nýlega kom saman hópur niðja Sæmundar Guðbrandssonar, hreppstjóra að Lækjarbotnum á Landi og konu hans Katrínar Brynjólfsdóttur ljósmóður. Hóp- urinn kom saman í suðurhlíðum verðlagt eftir ákvæðisvinnu og tímaeining fari alfarið út úr taxta,“ sagði Börkur. „Það er mín skoðun að það komi í veg fyrir misbrúkun á taxtanum. Það er ekki hægt að taka fyrir sumt í ákvæðisvinnu og annað í tíma- vinnu. Við tannlæknar viljum bara hafa þessa hluti á hreinu.“ Þess skal getið að gjaldskrá sem samið er um við Trygginga- stofnun tekur einungis til tannlækninga sem stofnuninni ber að endurgreiða. Þeir sem njóta endurgreiðslna eru börn og unglingar að 17 ára aldri og örorku- og ellilífeyrisþegar. -vd. Skólatannlæknir að stödum. Skarðsfjalls og gróðursetti fimm þúsund trjáplöntur. Með þessu vildi Lækjabotnaættin heiðra hið mikla landgræðsluátak, sem víða á sér stað um þessar mundir og einnig minnast þess átaks Sæ- mundar og Landmanna að veita Stóruvallalæknum þvert á upp- fok sveitarinnar niður í Vindárós við Þjórsá um miðja síðustu öld. Er það talið eitt fyrsta átak sveitarfélags gegn gróðureyðingu á landinu. Skolastyrkir í Bretlandi Breska sendiráðið í Reykjavík hefur greint frá styrkveitingum breskra stjórnvalda fyrir skólaár- ið 1990-1991. Styrkimir koma úr sjóði, sem er í vörslu breska utan- ríkisráðuneytisins og er heildar- upphæð styrkjanna um sjö milj- ónir króna. Hugsanlega verða síðan fleiri styrkir í ár. Styrkirnir eru til greiðslu á skólagjöldum nemendanna ýmist hluta þeirra eða að fullu. Að auki fá sumir þeirra sem eru í framhaldsnámi svonefndan ORS- rannsóknastyrk frá Ráði breskra háskólarektora. Alls fá 14 náms- menn í margvíslegum námsgrein- um styrk í ár. Rúmeníuhjálpin Komin á leiðarenda Starfsfólk munaðar- leysingjahœlisins sendirþakkarkyeðjur til íslendinga Um miðjan síðasta mánuð bár- ust til Rúmeníu hjálpargögn frá Rauða krossi íslands. Afrakstur fjársöfnunar hans sl. vetur, um þrjár miljónir króna, rann allur til dvalarheimilis fyrir munaðar- laus börn í borginni Tirgu Mures í Transylvaniu. Vigdís Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, sendifull- trúi R.K.Í. tók á móti sending- unni og ríkti mikil gleði á heimil- inu þegar hún barst. Á heimilinu dvelja að jafnaði 76 börn á aldrinum 3-7 ára og hafa þau flest dvalið á stofnunum frá fæðingu. Börnin fengu öll alfatnað, skó og leikföng. Isend- ingunni var einnig þurrmjólkur- duft, vítamín, sængur, sængur- fatnaður, þvottaefni, sápur, tannkrem, tannburstar, barnas- alerni og ýmislegt fleira. Enn- fremur voru keyptar þrjár þvott- avélar fyrir heimilið í Rúmeníu. í tilkynningu frá R.K.Í. er komið á framfæri innilegum kveðjum og þökkum frá starfs- fólki heimilisins til íslendinga. R.K.Í. tekur undir kveðjurnar og þakkar bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem studdu þetta verkefni. _vd. Samtök aldraðra og íslandsbanki íslandsbanki og Samtök aldraðra undirrituðu 10. júlí sl. samning sem er í tengslum við samning Ármannsfells og Samtaka aldraðra um byggingu 52 íbúða fyrir félagsmenn samtakanna við Sléttuveg 11-13 í Reykjavík. íslandsbanki tekur að sér með samningi þessum ráðgjöf og lánveitingar til væntanlegra íbúðareigenda á vegum Samtaka aldraðra. Myndin var tekin við undirritun samninganna. T.v. Ármann Ö. Ár- mannsson frá Ármannsfelli, Valur Valsson formaður bankastjórnar íslandsbanka og Magnús Magnússon formaður Samtaka aldraðra. Hraunprýði gefur stólalyftu Slysavarnadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði gaf í gær stólalyftu fyrir fatlaða í Suðurbæjarlaugina í Hafnarfirði. Hraunprýði fékk nýlega 1,1 miljón króna í arf eftir velgjörðarmann slysavarnadeild- arinnar og ákvaö ;<ð verja honum til kaupa á stólalyftu, en lyftan kostaði rúma miljón krónur. Minningargjöf um Sverri Magnússon 12. júlí sl. færðu stjórnir Parmaco og Deltu Lyfjafræðisafninu minningargjöf um Sverri Magnússon, fyrrum apótekara í Hafnarfirði, en hann lést 22. júní sl, rúmlega áttræður að aldri. Sverrir var einn af frumkvöðlum að stofnun Parmaco, Innkaupa- sambands apótekara og síðar að stofnun lyfjaverksmiðjunnar Delta. Minningargjöfin var ein og hálf miljón króna og á að nota peningana til áframhaldandi upp- byggingar á Lyfjafræðisafninu. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauða kross fslands heidur námskeið í skyndi- hjálp fyrir almenning. Það hefst miðvikudaginn 18. júlí kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Kvöldin sem kennt verður eru 18., 24., 25., 30. júlí og 1. ágúst. Námskeiðið verður haldið að Fákafeni 11 annarri hæð. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Nánari upplýsingar og skráning þátttak- enda er á skrifstofutíma í síma 688188. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.