Þjóðviljinn - 17.07.1990, Qupperneq 3
Rækja
Verðfall
og kvóta-
brask
Lárus Jónsson framkvæmda-
stjóri Félags rækju- og hörpu-
diskframleiðenda segir að mark-
aðsverð á rækju hafi fallið á síð-
ustu vikum um 8%-10% í er-
lendri mynt. Þá segir Lárus, að í
ár eins og í fyrra, sé mikið um
kvótakaup á milli óskyldra út-
gerða.
Það sem af er úthafsrækjuver-
tíðinni hafa veiðarnar, ef
eitthvað er, gengið betur fyrir sig
heldur en var á sama tíma í fyrra.
Búist er við að skipin nái að klára
kvótann í ár sem er um 23 þúsund
tonn. Við úthlutun á rækjukvóta í
ár, eins og í fyrra, kom frekar lítið
í hlut hvers og eins sem er aðalá-
stæðan fyrir því að menn eru á
fullu í kvótabraski.
Lækkandi markaðsverð á
rækju á þessum árstíma er í sjáifu
sér engin nýlunda en við það bæt-
ist að Norðmenn hafa veitt tvö-
falt meira af rækju í ár en þeir
gerðu í fyrra. Það hefur orsakað
eihhverja birgðasöfnun hjá þeim
og til að ná jafnvægi á ný segir
Lárus að þeir hafi minnkað sókn-
ina all verulega.
„Þetta ástand í rækjunni er í
rauninni alveg á skjön við það
sem er að gerast í sölu annarra
sjávarafurða. Á meðan marks-
verð á rækjunni lækkar er afurða-
verð á öðrum tegundum að
hækka víðast hvar,“ sagði Lárus
Jónsson. -grh
Landsmótið
Enginn rosa
hagnaður
„Það er nú ekki búið að gera
upp kassann en trúlega förum við
ekki með neinn rosa hagnað út úr
þessu mótshaldi. Ohagstætt
veður yfir mótsdaganna gerði
það að verkum að mun færri
komu en við áttum von á, en þó er
talið að um tíu þúsund manns hafi
verið á svæðinu þegar flest var,“
sagði Hafsteinn Pálsson formaður
UMSK í Mosfellsbæ.
Landsmóti Ungmennafélag-
anna lauk í Mosfellsbæ um helg-
ina. Engin íslandsmet voru sett á
mótinu en fjöldinn allur af
landsmótsmetum. Bestum ár-
angri í einstaklingsgreinum náði
Pétur Guðmundsson HSK sem
varpaði kúlunni 20,66 metra sem
er talið vera lengsta kast Norður-
landabúa á árinu. Hafsteinn
sagði að keppendur hefðu verið
mjög ánægðir með þá glæsilegu
aðstöðu sem boðið var upp á á
Varmárvelli sem væri örugglega
mikil lyftistöng fyrir alla íþrótta-
iðkun. grh
Neytendasamtökin
Mótmæla kvóta
á innflutningi
á kartöflum
Neytendasamtökin krefjst þess
að kvótakerfi í innflutningi á
kartöflum verði afnumið. Sam-
tökin sendu frá sér fréttatilkynn-
ingu i gær þar sem þessu kerfí er
harðlega mótmælt.
Samtökin átelja þau vinnu-
brögð að landbúnaðarráðuneytið
skuli hafa öll ráð á innflutningi
þessarar vöru í sínum höndum og
útdeili innflutningsleyfum eftir
geðþótta viðkomandi ráða-
manna. Neytendasamtökin telja
að þetta fyrirkomulag valdi því
að kartöflur fáist ekki á eins hag-
stæðu verði fyrir neytendur og
væri ef eðlilegir viðskiptahættir
væru varðandi innflutning og sölu
á þessari nauðsynlegu vöru.
FRÉTTIR
Alþýðubandalagið
100 milljónir samþykktar
Geir Gunnarsson einn á mótiþvíað samþykkja 100 milljóna lánsheimild til
Landsvirkjunar. Hjörleifur Guttormsson sat
ekkifundinn. Stjórn Verkamannasambandsins lýsir yfir furðu sinni
ingflokkur Alþýðubandalags-
ins samþykkti á fundi í gær að
Landsvirkjun verði gefín heimild
til að taka að láni einn þriðja
þeirrar fjárhæðar sem Alþingi
samþykkti í vetur að fyrirtækið
essa dagana eru atvinnurek-
endur að greiða út orlofsupp-
bætur sem kveðið er á um að
greiða skuli í síðasta lagi fyrir 15.
ágúst í samningum ASÍ og VSI.
Uppbótin er 7000 kr. að lágmarki
og greiðist að fullu til þeirra sem
hafa verið í starfi í eitt ár hjá at-
vinnurekanda og eru í starfí hjá
honum síðustu vikuna í apríl og
fyrstu vikuna í maí.
Skilyrði þetta veldur því að
þeir sem missa vinnu vegna upp-
sagna og einnig þeir sem skipta
um vinnu fyrir 7. maí fá aðeins
hluta af uppbótinni hjá núver-
fengi til undirbúningsfram-
kvæmda við virkjanir vegna nýs
álvers. Geir Gunnarsson þing-
maður Reykjaness greiddi einn
atkvæði á móti því að Landsvirkj-
un fengi heimild til að taka þessar
andi atvinnurekanda og eiga eng-
an kröfurétt á þann fyrri. Upp-
hæðin er miðuð við starfstíma og
starfshlutfall.
Eina undantekningin á þessu
er gerð fyrir fólk sem lætur af
störfum vegna aldurs. Þetta þýð-
ir, svo dæmi sé tekið, að sá sem
skiptir um vinnu um miðjan apríl
fær í dag hjá nýjum vinnu-
veitanda aðeins um 1700 krónur í
orlofsuppbót. Þeir sem hins veg-
ar skiptu um vinnu eftir fyrstu
vikuna í maí og höfðu unnið ár
hjá fyrri vinnuveitanda eiga upp-
bótina inni hjá honum.
100 milljónir að láni. Hjörleifur
Guttormsson, sem lagst hefur
gegn byggingu álvers á þeim for-
sendum sem gert er ráð fyrir, sat
ekki þingflokksfundinn í gær.
Margrét Frímanssdóttir, þing-
„Þetta ættí auðvitaö að vera
þannig að fólk safni þessu upp
eins og orlofi og eigi hlutfallslega
uppbót inni þó það vinni hjá fleiri
en einum atvinnurekanda á ár-
inu. Þannig er það ekki og fullt af
fólki, sem hefur skipt um vinnu,
missir þessa uppbót. Þetta er stór
galli á samningunum sem þarf að
leiðrétta," sagði Halldór Björns-
son varaformaður Dagsbrúnar í
samtali við Þjóðviljann. Hann
kvaðst þó ekki útiloka að í ein-
hverjum sérsamningum væri
kveðið á um uppsöfnunarréttindi
orlofsuppbótar. -vd.
flokksformaður Alþýðubanda-
lagsins, sagði Þjóðviljanum að
þingflokkurinn hefði fyrir sitt
leiti bundið lánsheimildina viss-
um skilyrðum. Þvf væri ma. beint
til ríkisstjómarinnar að hún tæki
á næstu dögum eða vikum
ákvörðun um staðsetningu stór-
iðju utan höfuðborgarsvæðisins.
Margrét sagði þingflokkinn einn-
ig vísa til samþykktar sinnar frá 9.
apríl, þar sem gerð er sú krafa að
nýtt álver verði reist utan höfuð-
borgarsvæðisins og að það valdi
ekki byggðarröskun.
„Áframhaldandi fjárveitingar
til Landsvirkjunar eru þá bundn-
ar því skilyrði að ríkisstjórnin
hafi tekið ákvörðun um staðsetn-
ingu utan höfuðborgarsvæðis-
ins,“ sagði Margrét. í samþykkt-
inni frá því í gær er ekkert sagt um
raforkuverð til væntanlegs álvers
en Geir Gunnarsson hefur sagt
að ekki eigi að koma til greina að
samþykkja fjárveitingar til undir-
búnings virkjana á meðan þau
mál eru ófrágengin. Iðnaðarráð-
herra hafi sagt samninga við Atl-
antsálshópinn komna á lokastig
og því ættu menn að fá að sjá þá
samninga áður en samþykkt er að
setja fjármagn í undirbúninginn.
Áð sögn Margrétar er þing-
flokkurinn með samþykkt sinni
að samþykkja að 100 milljónir
verði settar í rannsóknir, hönnu-
narvinnu og að hluta til vegagerð-
ar. Með samþyktinni væri þingf-
lokkurinn ekki að heimila neitt
annað fyrir sitt leyti.
Framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands íslands sendi
frá sér ályktun í gær, þar sem hún
lýsir yfir furðu sinni á að ekki
skuli vera búið að ákveða að
ganga frá 100 milljón króna lán-
tökuheimild til Landsvirkjunar.
Stjórnin lýsir yfir áhyggjum sfn-
um vegna þess atvinnuleysis sem
nú gætir um hásumar og að ekki
sé útlit fyrir að ástandið batni
með haustinu. Ályktun stjórnar
VMSÍ sé gerð í trausti þess að
strax verði teknar amk. 100
milljónir að láni til undirbúnings-
framkvæmda við virkjanir og að
ríkisstjórnin geri aðrar ráðstafan-
ir til að afstýra fyrirsjáanlegu
auknu atvinnuleysi.
-hmp
Hluti þingflokks Alþýðubandalagsins við upphaf fundar í gær. Landsvirkjun fær gult Ijós. Mynd: Jim Smart.
Orlofsuppbót
Glatast ef skipt er um vinnu
Sá sem missir eða skiptir um vinnu á orlofstímabilinu tapar hluta af
orlofsuppbótinni. Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar:
Galli á samningunum sem þarfað leiðrétta
Fornleifarannsóknir
Mál McGovems til Svavars
Guðmundur Ólafsson: Afar óheppilegt að höggva á þessar
rannsóknir áður en þeim lýkur. Þór Magnússonþjóðminjavörður
óskar eftirþví að menntamálaráðherra úrskurði í máli McGoverns.
Svavar Gestsson: Það má vænta niðurstöðufyrir vikulok
að er afar óheppilegt að nú
eigi að höggva á svo viðamikla
rannsókn eins og rannsókn Mc
Governs er, hann hefur nú þegar
rannsakað bein sem hafa fundist í
Viðey, á Bessastöðum og á Stóru
Borg. Ætlun hans með rannsókn-
um í sumar var að afla saman-
burðar gagna frá öðrum lands-
hlutum. Þess vegna valdi hann
Vestfírði að þessu sinni, sagði
Guðmundur Olafsson deildar-
stjóri fornleifadeildar Þjóðminj-
asafnsins, en hann á einnig sæti í
fornaleifanefnd sem er ætlað að
veita leyfi til fornleifarannsókna
hér á landi. Hann greiddi því at-
kvæði í nefndinni að McGovern
fengi rannsóknaleyfí hér á landi,
eins og meirihluti nefndarinnar
gerði.
Guðmundur sagði ýmsar rang-
færslur hefðu komið fram í viðtali
sem Þjóðviljinn átti við Gunn-
laug Haraldsson formann Þjóðm-
injaráðs og birtist í laugardagsb-
laði Þjóðviljans.
- Fyrir það fyrsta er erfitt að
átta sig á því hvað Gunnlaugur
meinar þegar hann heldur því
fram að ekki sé réttlætanlegt að
fornleifagröfur fari fram nema
um altæka rannsókn sé að ræða.
Ætlun McGoverns er að rann-
sáka nokkra fermetra af rusla-
haugum á Ströndum. Þessir sömu
haugar eru um 100 fermetrar af
flatarmáli. Þó rannsóknir hans
beinst fyrst og fremsta að
beinum, skráir hann og hans fólk
allt annað sem finnst og teiknar
upp svæðið sem rannsakað er.
Vissulega fylgir svona rannsókn-
um nokkur eyðilegging, en þær
upplýsingar sem út úr þessu
koma eru varðveittar í skriflegu
formi, sagði Guðmundur.
Þá vildi Guðmundur leiðrétta
þann misskiling sem hann sagði
að kæmi fram í máli Gunnlaugs
formanns Þjóðminjaráðs að forn-
leifafræðingar litu á ísland sem
nýlendu þegar um fornleifar væri
að ræða, Hann sagði að á sl. tut-
tugu árum hefðu aðeins þrír er-
lendir fornleifafræðingar sótt um
leyfi til rannsókna hér á landi og
væri McGovern einn þeirra.
- Ég vil einnig mótmæla þeim
ummælum Gunnlaugs að McGo-
vern hafi verið synjað um leyfi til
fornleifarannsókna á Grænlandi
eins og kom fram í viðtalinu. Ég
hef sjálfur gögn sem ég tel stað-
festi leyfi hans, sagði Guðmund-
ur og benti á að þessar rannsóknir
hefðu mikið gildi fyrir fslend-
inga, sem sæist best á því hversu
umfangsmiklar allar þessar rann-
sóknir væru. En kostnaðurinn við
rannsóknina er álíka mikill og 10
ára framlag ríkisins til fornleifa-
deildar Þjóðminjasafnsins eins
og það er í ár.
Þór Magnússon gekk á fund
menntamálaráðherra í gærmorg-
un og bað hann að úrskurða í
þessu máli. Að sögn Svavars
Gestssonar menntamálráðherra
hyggst hann taka sér nokkra daga
til að skoða málið. Hann bjóst við
að niðurstaða myndi liggja fyrir í
lok vikunnar.
-«g
Þriöjudagur 17. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3