Þjóðviljinn - 17.07.1990, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.07.1990, Qupperneq 4
þJÓOVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Eistar og Sovét-EB Eystrasaltsríkin leita til Noröurlandanna um siöferöi- legan og pólitískan stuðning í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Forsetar þeirra ítrekuðu þann vilja sinn ma. með sam- eiginlegri yfirlýsingu við upphaf söngvahátíðarinnar í Tal- linn um sl. mánaðamót, eins og Hjörleifur Guttormsson aljDingismaður greinir frá í grein í DV sl. föstudag. Hjör- leifur gerði sér ferð á hendur til að hitta ráðamenn og kynnast stjórnmálaástandinu í Eistlandi og bendir á sér- stakt tækifæri okkar sem forystuaðila í Norðurlandaráði um þessar mundir til að gangast fyrir jákvæðum við- brögðum í því efni. í yfirlýsingu forsetanna 1. júlí nefna þeir raunar ísland sérstaklega sem vænlegan fundarstað fyrir samningaviðræður við Sovétstjórnina með Norður- landaráð sem málamiðlara. Okkur er heiður að þessari málaleitan og um leið flytur hún aukna ábyrgð á herðar okkar. Endel Lippmaa ráðherra í stjórn Eistlands, var hér á ferð í síðustu viku til að kynna viðhorf stjórnar sinnar í átökunum við Sovétstjórnina og freista þess að liðka fyrir um stuðning íslenskrastjórnvaldavið Eista. Málflutningur hans var skýr og fjölmiðlar hér hafa gert erindi hans góð skil. Það er einkar athyglisvert, hve kunnuglega lýsingin hljómar á ýmsum samskiptum Eistlands og Sovétríkj- anna, í miðri þeirri Evrópubandalagsumræðu sem nú eykst á íslandi. Þegar talsmaður hinnar litlu þjóðar gerir grein fyrirtilboðum og ráðstöfunum Moskvu verður lýsing hans að nokkru hliðstæða við þá mynd af Brussel, sem andstæðingar náinna Evrópubandalagstengsla íslands hafa dregið upp. Sá er þó munurinn, að Eistar voru vélað- ir í bland við Sovét, en íslendingar hafa ráðin í hendi sér. Hitt er þó Ijóst, að þeir neita að vera lengur fangar yfir- þjóðlegs valds, meðan ákveðnir íslenskir aðilar vilja undirbúa valdaafsal okkar til EB-stýrimanna. Þótt á mörgum fréttum og yfirlýsingum megi skilja, að lýðræði og valddreifing sígi nú loks á í Sovétríkjunum, skilgreinir Lippmaa stöðuna á annan hátt. Hann heldur því meðal annars fram í viðtali við Nýtt helgarblað Þjóðvilj- ans sl. föstudag, að miðstjórnin í Moskvu sé í raun að reyna að afturkalla efnahagslegt sjálfstæði Eistlands, sem lögfest var á síðasta ári. Ekki er nóg með að fyrirtæki eigi að heyra undir Integral-stofnunina nýju, heldur einnig skólar og rannsóknastofnanir. Tilskipun sú sem Voronín, aðstoðarforsætisráðherra Sovétríkjanna gaf út fyrir tveim vikum, gerir aukinheldur ráð fyrir því að stjórnarformaður Integral sé aðeins skipaður með samþykki Moskvustjórn- arinnar. Eistneski ráðherrann líkir þessum nýju aðferðum við nýlendupólitík. Má af þessu ráða, að Moskva muni með semingi samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingar Eystrasalts- ríkjanna, en um leið bregða á þau lúmsku helsi í efna- hagsmálum? Og er það ekki einmitt gildra af því tagi, sem háskólarektor og fleiri hafa varað við, þegar reynt er að gylla EB-aðildina fyrir íslendingum? Það skyldi ekki vera, að Gorbatsjov sjái fyrirmyndina að efnahagsbandalagi Sovétlýðveldanna fyrir sér einmitt í Evrópubandalaginu og þeim völdum sem Brussel hefur byggt upp? Endel Lippmaa tekur svo sterkt til orða í viðtali við Alþýðublaðið, að Gorbatsjov hafi einfaldlega selt „Vestur-Þjóðverjum Austur-Þýskaland fyrir gott verð“. Stjórnvöld Úkraínu hafa lýst því yfir, að lög ríkisins séu æðri stjórnarskrá Sovétríkjanna, eins og Eystrasaltsríkin hafa líka tekið fram fyrir sitt leyti. Með tilliti til stærðar og áhrifa Úkraínu innan ríkjasambandsins er augljóst að þessi ákvörðun er stefnumarkandi. Hér er ekki um að ræða fámennt jaðarsvæði, heldur næstfjölmennasta lýð- veldið á eftir Rússlandi, með rúmar 50 milljónir íbúa, matarkistu sem einnig framleiðir mestan vélbúnað allra ríkjanna og fjórðunginn af kolunum, svo dæmi séu tekin. 28. þing sovéska kommúnistaflokksins opnaði upp á gátt ýmsar dyr eins og rækilega hefur komið fram í frétt- um. Fjöldi áhrifamanna hefur reyndar sagt sig úr flokkn- um og ný viðhorf blasa við í flestum efnum. En sé þróunin sú gagnvart Eystrasaltsríkjunum að ríghalda í þau efna- hagslegu yfirráð yfir þeim sem mikilvægust eru, skiljum við hvað klukkan slær. Efnahagsbandalög hugsa ekki mest eða best um hagsmuni og viðhorf þeirra smáu. KLIPPT OG SKORIÐ Ábyrgiarleysið mikla Það er eins og við höfum stund- um verið að tönnlast á: upplýs- ingaþjóðfélagið er í hnút og kreppu. Til dæmis getum við með engu móti fengið að vita neitt um það, hver ber ábyrgð í Haf- skipsmálunum. Ekki voru það þeir sem stjórnuðu Hafskip, segja dómstólar. Ekki heldur þeir sem lánuðu peninga, segja sömu aðilar. Ekki dómarar og saksóknarar heldur. Einhverjir tilburðir hafa verið til að segja að málið sé fjölmiðl- um að kenna, þeir hafi verið svo ókurteisir við Hafskip. Þó gefast menn fljótlega upp við slíkar ás- akanir, vegna þess að það þykir enn of djörf fullyrðing að álykta sem svo að fjölmiðlar hafi dóms- kerfið og ákæruvaldið í vasanum eða geti villt það og tryllt frá öllu viti. Jón Magnússon hæstaréttar- lögmaður, einn af verjendunum í málinu, hefur fundið sinn söku- dólg. Það eru endurskoðendurnir sem skoðuðu málið fyrir ákæru- valdið. í viðtali við DV á dögun- um segir Jón: „Þessir endurskoðendur bera höfuðábyrgð á því hversu mikil ófreskja þetta mál varð“. Þá er loksins fundinn einhver til að bera synd heimsins og hlaupa með hana á herðunum út í eyðimörk gleymskunnar og það er náttúrlega afskaplega þægi- legt. Enda „eru endurskoðendur ekki lögfræðingar" segir Jón lög- maður. Helvíti - það eru hinir.... Þekkingarleysið mikla Önnur upplýsingakreppa sem við höfum drepið á í þessum pistlum er tengd Stöð 2. En eins og allir vita reyndist staða þess fyrirtækis alls 320 miljónum krónum lakari en hún sýndist vera þegar Verslunarbankinn seldi fyrirtækið nýjum aðilum um síðustu áramót. Og enginn veit hvernig á þessu stóð. Þorvarður Elíasson sjónvarps- stjóri segir í viðtali við Þjóðvilj- ann á föstudaginn á þessa leið: „Þarna gerast atburðir sem enginn sem að þessu kom sá fyrir að myndu gerast. Hinir nýju hlut- hafar keyptu í góðri trú af þeim sem þeir treystu og þeir sem seldu vissu ekki annað en að væri góð söluvara.“ Með öðrum orðum: málið er óleysanlegt. Staðreyndir í hinum æðri fjármálum eru hinn óttalegi leyndardómur sem eykur lífs- háskann í samfélaginu að miklum mun og við verðum, að því er best verður séð, að sætta okkur við með æðruleysi. Farsælast náttúrlega að vita sem allra minnst. Eða eins og sá ágæti höfundur, Isaac Bashevis Singer, sagði um blaðið Forverts, sem kemur út á jiddísku í New York og hann skrifaði í lengst af: „Við vorum svo illa að okkur í bókhaldi að við vissum ekki að blaðið var fyrir löngu komið á hausinn. Þess vegna hélt það líka áfram að koma út“.... Tölvuhjátrúin Það er kannski rangt að nota furður íslenskra fjármála til að draga af þeim víðtækar ályktanir um svokallað upplýsingaþjóðfé- lag og möguleika, tæknilega og aðra, á því að vita það sem máli skiptir. En hitt þykjumst við vita, að hjátrúin mikla á upplýsinga- þjóðfélagið og tölvunetin miklu, hún er á undanhaldi. Eftir að menn hafa um alllangt skeið hamast við að trúa því að tölvu- væðing væri svar við öllum vanda - hvort sem væri í framleiðslu, sölumennsku, réttarfari eða pó- litík. Til dæmis um þetta skal vísað á samantekt um upplýsingatækni í einu af júníheftum tímaritsins Economist. Vitanlega er þar minnt á það með mörgum dæm- um hverju tölvur geta afrekað á ýmsum sviðum. En þar er m.a. tekin fyrir sérstaklega sú trú, að tölvur auki afköst stórlega í fyrir- tækjum. Með því náttúrlega fyrst og fremst að spara vinnuafl. Samkvæmt nýlegum athugun- um sem Economist vísar til er þetta blátt áfram ekki rétt þegar á heildina er litið. Þar er því meira að segja haldið fram, að á tölvu- öld - frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram á þennan dag - hafi meðalafköst hvers banda- rísks „upplýsingastarfsmanns“ ekki aukist - eins þótt starfsfólki á sviðinu hafi mjög fjölgað og það fengið í hendur tölverðar fjárfest- ingar í tölvubúnaði á skrifborð hvert. Guðinn sem brást Þetta á sér ýmsar skýringar. Menn hafa keypt sér tölvubúnað meira af kappi en forsjá - nú er um 18% af fé fyrirtækja bundið í skrifstofubúnaði en aðeins 3% fyrir tíu árum síðan. En meira máli skiptir, að á þeim tíma þegar menn fara að trúa því að allt sem lýtur að sölumennsku („mark- aðssetningu“), stjórnun, hluta- bréfavélabrögðum oþl. skipti svo óendanlega miklu meira máli en framleiðslan sjálf - þá fjölgar fólki í allskonar stjórnsýslu og „upplýsingum" í fyrirtækjum með firnahraða. Á tímabilinu 1978-1986 fjölgaði hvítflibbafólki fimm sinnum hraðar en fólki við framleiðslustörf. í framleiðslu- fyrirtækjum fækkaði verkafólki en skrifstofuliðinu fjölgaði og „ákvarðanatakendur“ fengu um- svifalaust allan þann tölvubúnað sem þeir vildu. Þessi búnaður gefur marga möguleika vita- skuld, en bæði er að þeir eru van- nýttir einatt, miðað við tilkostn- að, og síðan getur það vel gerst að tölvudýrðin geri mönnum í reynd erfiðar fyrir en áður með að gera sér grein fyrir því hver á að gera hvað. Og hvort menn halda sér við efnið yfir höfuð. í samantektinni sem hér er vís- að til, er það viðurkennt að ekki sé auðvelt að greina á milli fram- lags hvítflibbafólks og annarra til þess sem gerist í fyrirtækjum. En samt telja menn sig hafa komist að þeirri niðurstöðu, að árið 1986 hafi meðalafköst skrifstofuliðsins dregist saman um 7% miðað við það sem gerðist á áttunda ára- tugnum - áður en hátækniþróun- in tók verulegan kipp. Aftur á móti hafi afköst þeirra sem unnu við framleiðsluna sjálfa aukist um 17% frá 1970-1986. Á einum stað í þessari saman- tekt er komist að orði á þessa leið: „Upplýsingatækni er dýr og flókin. Hún kemur á framfæri nýjum aðferðum við að fara rangt að hlutum". Hollt að hugsa til þess stöku sinnum. ÁB þJÓÐVILJINN Síöumúla 37 —108 Reykjavfk Sími: 681333 Símfax: 681935 Utgefandl: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjófl: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjórt: SigurðurÁ Friöþjófsson. Aörir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Blas Mar (pr.), Garðar Guðiónsson, Guðmundur Rúnar Heioarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Krislinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davlðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar Guðmunda Kristinsdóltir, Svanheiður Ingimundandótbr. Útbrelðslu- og afgrelðslustjóri: Guðrún Gfsladótbr. Afgreiðsla: Bára Sigurðandóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefha Magnúsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgrelðsla, ritstjóm, auglýsingar. Siðumúla 37, Rvfk. Slml: 681333. Slmfax: 681935. Auglýslngar 681310,681331. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóövijans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgatblað: 150 kr. Askriflarverð á mánuðl: 1100 kr. 4 SÍÐA - WÓÐVILJINN Prlðjudagur 17. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.