Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 1
HEIMASTJÓRN.
Nú eru tíöar eyktamót, nú drynur
ins útlifaða tima síðsta kvein;
oss frelsisleiftrin sýna, að iiróíið hrynur
sem horfin tíð sér reisti að bautastein.
Jön Olafsson.
ISú eru aldamót!
aldrei meiri áður fyr í sögum,
aldahvörf í lands og þjóðarhögum,
tímamót, sem tryggja má með lögum.
— Tak og njót!
Kæra þjóð! á krossgötum þú stendur,
kjóstu nú, hjer eru á báðar hendur
leiðir, sem að liggja út og inn.
Onnur inn, —
í fjallafaðminn þinn,
með fastri trú á þína úngu krafta,
að sjálf þú getir brotið rotna rafta
og reist að n}!ju fallna bæinn þinn.
En hin fer út, svo beina leið úr landi
að leita hjálpar, aum og síbiðjandi
um styttu og stoð í sjerhvert, — sjerlivert sinn.
íslands þjóð! hvort viltu vera þjóð
og vinna’ að þínu eigin trausti og lialdi,
eða lifa á annars náð og valdi
í öllu því, sem snertir þjóðþrif góð?
Værir þú um þetta mál í vafa,
úr þjóðatölu mættir strax þig skafa.