Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 3

Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 3
jeg finn fivöt hjá mjer til aö minnast á. T’að er stjórnmál ís- lands. Mjer mundi þykja það leitt, ef þessi umræða hjer í þjóðþínginu lyktaði svo, að engin röcld heyrðist frá þjóðkjörnum þíngmönnum, er gæti veitt óskum Islendínga um sjálfstjórn í sjermálum þeirra eitthvert lið. Vjer skipuðum stjórnarstöðu Islands í ríltinu með lögum 2. janúar 1871, og ísland fjekk stjórnarskrá sína um sjermál sín 5. janúar 1874. Það er vafa- laust, að þessi stjórnarskrá var mjög mikil framför og hefur vitanlega valdið miklu góöu. En hún hefur aldrei þótt fullnægjandi. Alt í frá fæðíngu hennar hefur Islendíngum þótt svo, sem hún fullnægði hvergi nærri rjettmætum kröfum þeirra. Aftur og aftur liefur alþíngi reynt til að fá breytíngum fram komið, og seinast nú í sumar, Ef það frumvarp, sem er sam- þykt af alþingi, það frumvarp, sem kent er við frumkveða sinn Valtý Guðmundsson, yrði að nýju samþykt eftir hin nýju þingslit, verður að álíta sennilegt, að | >að verði staðfest. Stjórnin hefur ekki getað gert annað en rjúfa þíngið, því að ákvæði stjórnarskrárinnar eru í þeirri grein öðruvísi en grundvallar- laga vorra og það svo, að þegar alþíngi hefur samþykt stjórn- arskrárbreytíng, ska.1 rjúfa þíngið, hvort sem stjórnin vill styðja breytínguna eða ekki, en hjá oss eiga þíngslit sjer því að eins stað, að stjórnin vilji styðja málið. Ef hið nýja al- þíngi samþykkir frumvarpið og stjórnin staðfestir það, er málinu lokið fyrst um sinn. En fari mi ekki svo, skyldi nú alþíngi Íslendínga liverfa aftur að því, sem nefnt hefur verið víðtækari óskir um frekari sjálfstjórn, vildi jeg fúslega, að rödd heyrðist frá hálfu þessa þíngs, er jeg hygg að Danaþjóð að miklu leyti sje samdóma, um, að stjórnin uppfylli óskir Íslendínga um sjálfstjórn svo freklega sem unt er, og þá einkum í þeirri mynd, sem meirihlutinn fyrrum hefur fram sett og i aðalatriöunum er sú, að á íslandi sje um- boðsmaður frepræsentant) konxlngs og ráðaneyti á íslandi, er hafi ábyrgð fyrir alþíngi1). Hvort í þessu ráðaneyti sjeu fleiri ráðgjafar en einn, eða aðeins einn — af þvi að þjóðin er svo fámenn —, er lítilfjörlegra atriði. Aðal- atriðið er og verður, að sá eða þeir, er mynda ráðaneytið í sjermálum Islands, liafi ábyrgð fyrir alþíngi. Ef eitthvað þessu líkt kæmi aftur fram, hygg jeg, að bæði þjóðþíngiö og mestur hluti hinnar dönsku þjóðar muni óska, að stjornin, sem hefur lnngað til verið svo mótsnúin, láti undan oskum Íslendínga. Jeg sje ekki að það skerði i nokkru neinar rikis- þarfir, er rjett sje að taka tillit til1) (nogen berettiget rigsinteresse). í sambandi við |>etta stjórnarskrármál, sem er svo mikil- vægt fyrir Island, vil jeg nefna annað mál, sem hefur mjög mikla verklega þýðíngn fyrir ísland Landið vantar alt frjetta- ’) Gleiðletrað af þýð. — 3 —

x

Heimastjórn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimastjórn
https://timarit.is/publication/562

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.