Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 2

Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 2
, Íslendíngar! í tvo heila árstugi hefur hin nýja stjórnarbarátta staðið. Fyrstu fimtán árin var alla tíð barist fyrir innlendri stjórn, stjórn í landinu sjálfu í sjermálum þess. Baráttan var háð með kappi og krafti — um aðalatriðið voru allir á eitt mál sáttir. Síðustu fimm árin hefur baráttan verið öðruvís. Maður einn kom fram á leiksviðið og syndi mönnum annan leik, annan útveg — veginn út úr landinu. Og nokkrir leik- endur hurfu að þessum óleik með honum. Pað var tjáð fyrir áhorfendum, að enginn annar leikur væri til. Islendíngar! I’á gáfust nokkrir upp — þolið, úthaldið var búið; i stað- inn kom óþol, óþreyja og íöngun til þess að fá »hvíld um stundarsakir* — hið merkilega einkennisorð allra hugfallinna sálna. Og svo var Hafnarstjórnin knjesett — »hvíld um stundarsakir.« Aðalkröfu Íslendínga var slept, eðlilegri stjórn lands- ins var alveg hafnað. Forsprakkar þessarar óþreyju-upp- gjafarstefnu ljetu flæma sig frá hverri vai’narstöðinni eftir aðra, hverju víginu eftir annað. Og þeir, sem áður höfðu verið æstastir og hávaðamestir, urðu nú linir sem lúngu, þegar um heimastjórn var að ræða. Betta er gángur málsins í einu orði. Islendíngar! Ætlið þjer að láta þessa menn fleka yður lengur, leiða yður lengra út í ófæruna, og það nú, einmitt nú, er bestu útlit eru til þess, að þjer getið öðlast það, sem þjer flestir þó eflaust óskið, innlenda, eðlilega ábyrgðarstjórn í sjermálum landsinsV Viljið þjer ekki einu sinni gera tilraun til þess að fá hana? Nú, þegar ekki þarf annað en að láta í ljósi óskir sínar, meö samþykki, einurð og einbeittni. Islendíngar! Nú er köllunartími yðar og lands vors. Vei veri hverjum, sem vill ekki skilja hann, vei veri hverjum, sem nú bregst undan merkjum. Samþykki — einlægni ■— einbeitt ósk um innlenda stjórn í sjermálum landsins, það er það sem hver góður drengur á nú að sýna og sýna með rögg. Nú eda aldrei. íslenska stjórnarbótin í ríkisþíngi Dana. I5. 16. október sagði Kristófer Krabbe i rikisþínginu meðal annars þetta (eftir þíngtíðindunum): »I>að er annað mál, nokkuð fjarskylt þessu, en þó að þvi leyti skylt því, sem það og snertir hollt. og heilbrigt stjórnlíf, sem

x

Heimastjórn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimastjórn
https://timarit.is/publication/562

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.