Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 4

Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 4
þráðar-samband við konúngsríkiÖ. Pað hefnr áður verið samið við aðrar þjóðir og fjelög um að fá frjettaþráð lagðan til ís- lands og Færeyja. Með rjettu mátti skora á aðra út í frá til að eiga þátt i þessu máli, af því að þegna annara ríkja varðar það miklu, einkum hvað fiskiveiðar snertir. Að því er jeg best veit, hafa samníngar um þetta mál legiö niðri um nokkur ár, en æskilegt er, að þeir væru teknir upp aftur á rjettum tíma og þegar kríngumstæðurnar eru góðar til þess. Jeg hygg, að þínginu þætti vænt um, ef hin háttvirta stjórn vildi skýra því frá, hvernig og hvenær samið liefur verið um málið og hver útlit sjeu til þess, að samið verði að nýju og með hve góðum vonum um farsælan árángur. Pað er ekki eingöngu fyrir ísland að það er svo mikilvægt og áríðandi að fá frjetta- þráð þángað, heldur fyrir alt ríkið, og framkvæmd málsins yrði líkast til að vera í höndum hins háttvirta ráðgjafa fyrir þjóðríkisstörfum (offentjige arbejder). Paö er víst Ííka þetta ráðaneyti, sem hefur haft með hina, fyrri samnínga að gera«. 21. október svaraði ráðgjaii ísíands, Alberti, á þessa lund (sbr. Dannebrog 22. október): . »Jeg þykist ekki taka of djúpt í árinni, er jeg kveð svo að orði, að hið háa þíng geti verið fullvist um, að hið núverandi ráðaneyti sje fúst til að veita Íslandi svo mikla sjálfstjórn, sem hægt er, svo að alríkissambandið rýrist ekki við, og svo, að jafnrjetti Dana og Islendínga á Islandi og i Danmörku, sem hefur átt sjer stað híngaðtil, raskist ekki. * * Fyrir oss Islendínga má það vera’fögnuður að vita, að í þjóð- þingi Dana hefur verið farið svo hlýjum orðum og þelgoðum um stjórnarskrármál vort. Vjer viljum sjerstaklega benda á orð Krabbes — eigi aðeins liin veigamiklu ummæli hans um sjerstaka(n) ráðgjafa á Islandi með ábyrgð fyrir alþíngi, það er með öðrum orðum einmitt krafa sú, sem heimastjórnarmenn (liinn svokallaði »minni hluti«) settu í sínu frumvarpi. Heldur og þau orð hans, þar sem hann lætur í ljós, að mestur hluti Danaþjóðar sje því meðmæltur, að vjer fáum svo freka sjálf- stjórn í sjermálum vorum sem unt er. Og vjer viljum ekki síður benda á orð Albertis, ráðgjafa vors, sem fara í sömu stefnu. Skilyrðisgreinar hans eru sjálfsagðar. Hin síðari er ljós og ótvíræð; og engum Íslendíng getur dottið í hug að hafa neitt á móti henni. Jafnrjettið er aðeins rjettlætiskrafa. Ef ráðgjafinn skyldi óska þess, að sú krafa væri tryggð með ákvæði í sjálfri stjórnarskránni, mun alþíngi fúslega samþykkja slíkt ákvæði. Hin greinin («svo að alríkissambandið raskist eigi við«) gæti verið tvíræð eða rjettara sagt teygjanleg; en vjer erum þess fullvissir, að ráðgjaíinn og, ráðaneytið í heild sinni muni ekki álíta búsetu ráðgjafans á Islandi sem rýríngu sambandsins. — 4 —

x

Heimastjórn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimastjórn
https://timarit.is/publication/562

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.