Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 5

Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 5
3?a& má vera »hugÖnæmt« fyrir }>á, sem af öllum mætti börðust í sumar á móti heimastjórn og búsetu ráögjafans í Reykjavík, að lesa ofanrituð orð, töluð í þjóðþíngi Dana. Ætla þeir að berjast framvegis móti því, sem allur þorri ís- lenclínga hefur óskað, þráð og barist fyrir í hálfa öld, og berst enn fyrir? Heimastjórnarflokkurinn. í>að eru ein af ósannindum Valtýínga, sem þeir reyna að breiða iit bæði innan lands og utan, að heimastjórnarmenn sjeu flokkur ósamkynja og samhlaupa af tilviljun; þeir vilji sitt hver, og þar fram eftir götunum. Auðvitað er slíkt aðeins bull og ryk, sem |>yrlað er upp til þess að sólarljós sannleik- ans nái ekki að skína. Og sannleikurinn er sá, að aliir þjóð- kjörnir þíngmenn, er í sumar skipuðu sjer í þjettan flokk móti valtvsku halfvelgjunni, eru brennandi fylgismenn heima- stjornar og að sama skapi brennandi mótstöðumenn Hafnar- stjórnarinnar. I orðinu heimastjórn liggur öll þeirra krafa; öll þeirra kröfuskrá er fólgin í þessu eina orði. Ef nokkurt ósamþykki er, er það um það, hvernig þessi stjórn eigi að véra (einn ráðgjafi, eða landsstjóri með raðgjöfum), en ekki svo, að það verði aðalágreiníngsefni. Hitt er alveg víst, að meðal Valtýinga eru einstöku menn, sem alls ekki óska neinnar heimastjórnar yfir höfuð, þó að flestir þeirra láti í veðri vaka, að þeir vilji lieimastjórn, ef hún fengist. Aðferð Valtýsliða á þíngi í sumar gæti reyndar vakið þann grun. að þeir vildu yfir höfuð ekki neina heimastjórn. >ó mun aðferð þeirra helst hafa verið sprottin af þeirri sálarblindni, sem oft hefur fyr ásótt menn, sem liafa ekki ráöið sjer fyrir gíeði yfir ímynduoum eða litlum sigri. ú sumar mátti segja, að »litlu yrði V. feginn.« Næstu kosníngar. Helst lítur út fyrir það, að það eigi að verða flokka- dráttur og æsíngar. En um hvað? Málið lítur þó ofur ein- faldlega iit. Ef svo er, að allur þorri Islendínga óskar irmlendrar stjórnar með ábyrgð fyrir alþíngi — og það gerir állur þorrinn —, er þá ekki sjalfsagt og sjálfsögð skylda hvers kjósanda, er heyrir til þoi’rans, að gefa þeim einum atkvæði sitt, er býðst til þíngmensku, er ótvíræðlega lætur J>að í ljós, að hann vilji 5 —

x

Heimastjórn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimastjórn
https://timarit.is/publication/562

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.