Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 8

Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 8
i ríkisráðinu. Jeg fæ ekki betur sjeð. en að með þessu fyrir- komulagi sje annars vegar, gætt þarfa ríkisins í lieild sinni, og hins vegar sje sjermálum Islands vísað til úrskurðar Íslendínga sjálfra eingöngu, án þess að innri stjórnmál Dana geti haft nokkur áhrif á þau . . . « f’arna mega nú Islendíngar sjálfir sjá, iivað einhver hinn atkvæðamesti og víðsýnasti hægrimannaráðgjafi, sem verið hefur á síðasta mannsaldri i Danmörku, segir um stjórnarskip- unarmál vort. Hann vill afnema islenska ráðaneytið í Khöfn eða Haf narstj órnina yfir sjermálum íslands (í stað þess að Valtyrvill auka hana), en setja ráðgjafavald á íslandi i stað landshöfðingjavaldsins og auka þannig valdið í landinu sjálfu (í stað þess að Valtýíngar vilja mínka það). Hann vill eigi, að ráðgjafinn sitji i rikisráðinu, og er þar uppfylt helsta krafa Islendinga í stjórnarskrármálinu. Hann segir ennfremur, eins og satt er, að sjerstakur íslands- ráðgjafi i rikisráðinu með ábyrgð gagnvart alþíngi sje «hrein- asta lokleysa*. Ráðgjafar í ríkisráðinu geta að eins borið ábyrgð fyrir konúngi og rikisþínginu, og er svo alttal Valtý- ínga um ráðgjafaábyrgð gabb eitt til þess að koma sínu áfram. Hins vegar vill hann eðlilega að þess sje gætt, að Íslendíngar lialli eigi jafnrjetti samþegna sinna nje steypi Dönum í ófrið við aðrar þjóðir. Slikt eftirlit hljóta Danir að hafa, hvernig sem heima- stjórnarfyrirkomulagið yrði, alveg eins þótt skipaður yrði jarl með ráðgjöfum. Engum nýtum Islendíngi hefur dottið í hug að fara að nota sjálfsforræðið til þess, að halla rjetti samþegn- anna nje steypa þeim i ófrið, svo ísland yrði þvi eigi fremur vart við slikt eftirlit en Canada, sem liefur hina frjálsustu stjórnarskipun, en er þó háð samskonar eftirliti af Englands hálfu. Bæði vinstrimenn og hinir frj álslyndari hægri- menn vilja nú veita íslandi heimastjórn. Að eins ein- stöku sauðþrái gamlir hægrimenn, einkum þeir, sem samið hafa við Valtýr áður, eru enn valtýskir, en þeir ráða nú engu. Islendíngar yrðu sjer til athlægis og smánar fyrir öllum hinum mentaða heimi, ef þeir vildu nú eigi heimastjórn, eins og þeir hafa verið að berjast fyrir. Par sem kammerherra Scavenius talar um, að sumir Islend- íngar vilji gera ísland að sjálfstæðu ríki eða láta það vera í persónusambandi við Danmörku, þá sýnir það, að hann hefur tekið eftir því, sem hjer hefur verið skrökvað um heima- stjórnarmenn, til |)ess að spilla fyrir því að ísland fengi sjálfs- forræði yfir sjermalum sínum Útgef'endur: Nokkrir Íslendíngar í Kaupmannahöfn. Ábyrgöarmaður: Finnur Jónsson. I pientsnijöju S L. Moliers. K uuprminnuhtifn.

x

Heimastjórn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimastjórn
https://timarit.is/publication/562

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.