Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 7

Heimastjórn - 01.01.1901, Blaðsíða 7
innar. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni hefur alþíngi veriö rofið. og boðað til nýrra kosnínga. Enginn veit hver úrslit þeirra verða, en undir þeim mun þó líklega vera komið að nokkru leyti, hvernig Danastjórn aúII snúast í málinu. En málf'þetta er svo þýðíngarmikið, þegar litið er til viðhalds ríkisheildarinnar, að það er eðlilegt og líklega heppilegast, að skýra_ það frá ýmsum hliðum. Islendíngar eru óánægðir með núverandi fyrirkomulag stjórnarinnar; ,þeir æskja meira sjálfstæðis, þannig að ráð- herrann fyrir Island beri ábyrgð á öllum stjórnarstörfum sínum gagnvart alþíngi, og að,stjórnmál Dana innanlands þurfi ekki að hafa áhrif á, hver Islandsráðherra sje settur til embættis eða frá því, og ennfremur að ráðherrann sje íslendíngur. Jeg get ekki sjeð, að frá okkar hlið sje nein ástæða til þess að standa móti þessum óskum. Ef til vill finnast nokkrir stjórn- málamenn á íslandi, þeir er lengst fara og vilja gera ísland að sjálfstæðu ríki, í persónusambandi við Danmörk. Móti þeim kröfum verðum við að snúast bæði vegna sjálfra vor og einíngar ríkisins, ogllíka vegna lslands, sem engan veginn er nógu ríkt til að geta borið útgjöld þau, er hljóta að leiða af sjálfstæðinu (til hermála og annars). Agnúar þeir, sem erli á því að láta að óskum íslendínga, þó sanngjarnar sjeu, felast í ákvæðum dönsku grundvallarlaganna um ráðherrana, einkum 15. og 16. gr. »K,áðherrar í sameiníngu mynda ríkisráð — 011 lög og mikils- varðandi stjórnargerðir skulu tekin til umræðu í ríkisráðinu.« Staða hins sjerstaka íslandsráðherra, með ábyrgð gagnvart al- þíngi, í ríkisráðinu yrði því hreinasta lokleysa. Mjer virðist samt, að hægt ætti að vera að komast fram úr þessum erfið- leikum með því fyrirkomulagi sem nú skal greina. Núver- andi íslenska ráðaneytið skal afnema; þau íslandsmál, er heyra undir æðstu völd alríkisins (sbr. lögin '2. jan. 1871), skulu lögð undir ráðaneytisforsetann; sjermál Islands skulu leggjast undir landshöfðíngjann í Reykjavík, sem ber ábyrgð á stjórnar- gerðum í þeim, gagnvart alþíngi. (Ef nauðsyn ber til, má leggja undir amtmenn nokkuð af embættisstörfum þeim, er nú hvíla á landshöfðíngja). Landshöfðíngi undirbýr lagafrumvörp þau, er hann meö samþykki konúngs vill leggja fyrir alþíngi. Á hverju ári ferðast hann til Kaupmannahafnar til þess að leggja fyrir konúng lög þau, er alþíngi hefur samþykt, og frumvörp þau, er hann ætlar að leggja fyrir næsta alþíngi. Áður en konúngur samþykkir lögin eða skrifar undir þau, eggur landshöfðingi fyrir ráðaneytisforsetann lagafrumvörp )au, er hann ætlar sjer að leggja fyrir alþíngi eða alþíngi íefur samþykt, svo að ráðaneytisforsetinn geti gætt þess, að ekkert verði að lögum, sem komi í bága við lögin um stöðu íslands í ríkinu, ,frá 2 jan. 1871, eða skerði almenn rjettindi danskra þegna á Islandi og í íslenskri landhelgi, eða gæti leitt af sjer deilur við útlendar þjóðir. Koniingur sjálfur skipar landshöfðíngja og vikur honum frá völdum. Hann á ekki sæti 7 —

x

Heimastjórn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimastjórn
https://timarit.is/publication/562

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.