1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 1

1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 1
LAND’óbCKASA.i-N JUa 139S48- I. DESEMBER GEFIÐ ÚT AF FÉLAGI UNGRA JAFNAÐARMANNA í REYKJAVÍK Ný kynslóð. Æskan fylkir sér um stefnu Alþýðu- flokksins. Eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson, blaðamann. þegar hin eina og sanna æskulýðssv.eit verkalýðshreyfingarinnar, starfaði með henni og fyrir hana. Við, sem stofnuðum til þessarar hreyfingar, vorum sannarlega stór- huga. Og á fáum árum tókst okkur að gera félagið að öflugu baráttu- tæki fyrir alþýðuhreyfinguna, sem hún beitti og gerði sitt til að sigrar unnust. Ég fullyrði, til dæmis, að unga fólkið í F. U. J. hafi átt drýgstan þátt- inn í hinu mikla fylgi, sem Alþýðu- flokkurinn vann við bæjarstjórnar- kosningarnar hjer í Reykjavík 1930. Enda var þá sannarlega ekki legið á liði sínu. í heilan mánuð fyrir kosn- ingarnar unnu tugir af ungu fólki •— piltar og stúlkur — að undirbúningi þeirra. F. U. J. gaf út kosningablað í þúsunda upplagi og stúlkurnar okk- ar og piltarnir báru blaðið út í öll hús Ávarp. íslenzkur æskulýður stendur nú á alvarlegum tímamótum. Baráttan milli hinna vinnandi stétta annars- vegar, auðmannastéttarinnar hins- vegar harðnar dag frá degi. Alþýð- an er nú þegar vel skipulögð í Al- þýðusambandi íslands. — En það er e.kki nóg, æskan þarf að rétta al- þýðusamtökunum sína örfandi hönd. Æskan þarf að sameinast í félögum ungra jafnaðarmanna, svo þau verði slík fjöldasamtök alþýðuæskunnar, sem Alþýðusambandið er eldri verkalýðnum. Þetta er takmarkið, sem verður að nást, e.f framtíð æskulýðsins á að vera borgið, þá mun íslenzk æska aldrei þekkja fasisma, aldrei standa í skuggum hans, heldur standa í biríu hins rísandi sósíaiisma á ís- landi. — Þetta er æskulýðurinn að skilja. - Undanfarna mánuði hafa tugir ungra manna gengið í F. U. J. og skipað sér undir merki þess. En merki F. U. J. mun rísa enn hærra. ísle.nzk alþýðuæska mun sameinast undir því óskipt þegar tímar líða. Stofnun Félags ungra jafnaðar- manna, 8. nóvember 1927, markaði töluverð tímamót. Það var fyrsta póli- tíska æskulýðsfélagið, sem safnaði, innan sinna vébanda, æskufólkinu og ákvað sér fasta og víðtæka stefnu. Að vísu hafði áður verið til vísir að fé- lagsskap með ungum mönnum, sem töldu sig vera ,,kommúnista“, en sá félagsskapur varð aldrei nema klúbb- ur örfárra ungra manna, s.em dreymdi um nýtt og betra þjóðfélag, en gerðu lítið annað en að láta sig dreyma og voru afvegaleiddir af erlendum áhrif- um til andstöðu við verkamannastétt- ina, sem hafði gegn'um margskonar þrengingar byggt upp samtök stig af stigi og var farin að beita þeim sér til hagSmUlia. AÍSalstöSvar al- Félag ungra jafnaðarmanna varð þýSusamtakanna.

x

1. desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. desember
https://timarit.is/publication/663

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.